Lífið

Sjarmerandi hæð Loga Pedro og Hallveigar til sölu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Listamaðurinn Logi Pedro og Hallveig hafa sett íbúð sína í Norðurmýrinni í Reykjavík til sölu.
Listamaðurinn Logi Pedro og Hallveig hafa sett íbúð sína í Norðurmýrinni í Reykjavík til sölu. Logi Pedro.

Listamaðurinn Logi Pedro Stefánsson og Hallveig Hafstað Haraldsdóttir hafa sett íbúð sína í Norðurmýrinni í Reykjavík til sölu. Ásett verð er 69,9 milljónir. 

Um er að ræða tæplega 110 fermetra sjarmerandi hæð með sér inngangi við Skeggjagötu 10. Eignin er ein þriggja íbúða í litlu fjölbýlishúsi sem var byggt árið 1939.

Í eigninni eru tvö svefnherbergi, stofa og eldhús í opnu og björtu rými, baðherbergi og forstofa. Þá er sameiginlegt þvottarými í kjallara. Sérstæður bílskúr fylgir eigninni sme hefur verið innréttaður sem stúdíóíbúð.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um eignina á fasteignavef Vísis.

Stofan er litrík og töff.Pálsson fasteignasala.
Hrár og töff steypuveggur skilur stofu og eldhús að.Pálsson fasteignasala.
Eldhúsið er einfalt og smart.Pálsson fasteignasala.
Hjónaherbergi er rúmgott.Pálsson fasteignasala.
Hillan í stofunni er klassísk og leyfir persónulegum munum að njóta sín.Pálsson fasteignasala.
Barnaherbergi er rúmgott.Pálsson fasteignasala.

Parið á einn dreng saman sem heitir Tómas og verður tveggja ára síðar í mánuðinum. Fyrir á Logi soninn, Bjart Esteban fjögurra ára.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.