Kína boðar klukkutíma hámark á skjátíma barna Eiður Þór Árnason skrifar 3. ágúst 2023 10:41 Kínversk stjórnvöld leggja síaukna áherslu á að draga úr meintri netfíkn barna sem er sögð vera umtalsvert vandamál. Ap/Ng Han Guan Öll snjalltæki og snjallforrit í Kína þurfa að bjóða upp á sérstaka barnastillingu sem stórlega takmarkar skjánotkun barna og ólögráða ungmenna ef ný tillaga kínverskra yfirvalda nær fram að ganga. Um er að ræða nýjasta skrefið í umfangsmiklum aðgerðum stjórnvalda sem er ætlað að draga úr netfíkn og takmarka aðgengi barna að „óæskilegum upplýsingum.“ Greint er frá þessu í frétt CNN en samkvæmt tillögu kínverskra netmálayfirvalda myndi stillingin til að mynda koma í veg fyrir að einstaklingar undir átján ára aldri geti notað snjalltæki á borð við snjallsíma og spjaldtölvur á milli klukkan 22 á kvöldin og 6 á morgnanna. Þá fengju börn yngri en átta ára aðeins að nota tæki sín í 40 mínútur á dag og þau á aldrinum 8 til 16 ára að hámarki eins klukkustunda skjátíma. Að lokum gætu unglingar sem hafa náð 16 ára aldri notað snjalltæki í allt að tvo klukkutíma á dag þar til þeir verða 18 ára. Fjarskiptafyrirtæki breiði út kjarnagildi sósíalismans Í tillögunni sem er nú í umsagnarferli er lagt til að allir aldurshóparnir muni fá áminningu þegar notendur eru búnir að nota tæki í yfir 30 mínútur og þeir hvattir til þess að taka sér hlé. Þegar barnastillingin er virkjuð verður boðið upp á efni sem talið er hæfa aldri og lokast snjallforrit sjálfkrafa þegar tíminn rennur út, að því er fram kemur í frétt CNN. Samkvæmt tillögunum verður foreldrum gert kleift að framlengja símatíma barna sinna og á takmörkunin ekki að hafa áhrif á vissar þjónustur sem notaðar eru í námi eða til að óska eftir aðstoð viðbragðsaðila. Þá er fjarskiptafyrirtækjum sem veita netþjónustu gert að framleiða efni sem „breiði út kjarnagildi sósíalismans“ og „efli samheldni kínversku þjóðarinnar.“ Árið 2021 var greint frá því að leikjafyrirtækjum hafi verið gert að takmarka spilatíma kínverskra barna. Ganga ætti úr skugga um að börn gætu ekki spilað tölvuleiki nema frá klukkan átta til níu að kvöldi á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldum. Kína Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Um er að ræða nýjasta skrefið í umfangsmiklum aðgerðum stjórnvalda sem er ætlað að draga úr netfíkn og takmarka aðgengi barna að „óæskilegum upplýsingum.“ Greint er frá þessu í frétt CNN en samkvæmt tillögu kínverskra netmálayfirvalda myndi stillingin til að mynda koma í veg fyrir að einstaklingar undir átján ára aldri geti notað snjalltæki á borð við snjallsíma og spjaldtölvur á milli klukkan 22 á kvöldin og 6 á morgnanna. Þá fengju börn yngri en átta ára aðeins að nota tæki sín í 40 mínútur á dag og þau á aldrinum 8 til 16 ára að hámarki eins klukkustunda skjátíma. Að lokum gætu unglingar sem hafa náð 16 ára aldri notað snjalltæki í allt að tvo klukkutíma á dag þar til þeir verða 18 ára. Fjarskiptafyrirtæki breiði út kjarnagildi sósíalismans Í tillögunni sem er nú í umsagnarferli er lagt til að allir aldurshóparnir muni fá áminningu þegar notendur eru búnir að nota tæki í yfir 30 mínútur og þeir hvattir til þess að taka sér hlé. Þegar barnastillingin er virkjuð verður boðið upp á efni sem talið er hæfa aldri og lokast snjallforrit sjálfkrafa þegar tíminn rennur út, að því er fram kemur í frétt CNN. Samkvæmt tillögunum verður foreldrum gert kleift að framlengja símatíma barna sinna og á takmörkunin ekki að hafa áhrif á vissar þjónustur sem notaðar eru í námi eða til að óska eftir aðstoð viðbragðsaðila. Þá er fjarskiptafyrirtækjum sem veita netþjónustu gert að framleiða efni sem „breiði út kjarnagildi sósíalismans“ og „efli samheldni kínversku þjóðarinnar.“ Árið 2021 var greint frá því að leikjafyrirtækjum hafi verið gert að takmarka spilatíma kínverskra barna. Ganga ætti úr skugga um að börn gætu ekki spilað tölvuleiki nema frá klukkan átta til níu að kvöldi á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldum.
Kína Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira