Innipúkar eiga von á góðu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. ágúst 2023 12:14 Ásgeir Guðmundsson, yfirstríðnispúki Innipúkans. vísir Það verður nóg um að vera um land allt um verslunarmannahelgina. Þeir sem ætla að halda sig í höfuðborginni og vera svokallaðir Innipúkar eiga líka von á góðu. „Þetta gengur allt mjög vel og miðasala er svakalega góð,“ segir Ásgeir Guðmundsson einn skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Innipúkans. „Það lítur út fyrir að það verði hrikalega góð stemning í Reykjavík eins og öll fyrri ár.“ Innipúkinn verður haldinn í 21. skiptið í ár. Ingólfsstræti verður lokað í þágu hátíðarinnar og fer dagskráin fram í Gamla bíó og á efri hæð skemmtistaðarins Röntgen. Meðal flytjenda eru Moses Hightower, GDRN, Skrattar, Sykur og Birnir. „Þetta eru hátt í þrjátíu atriði sem koma fram. Það er gaman að fá loksins að sjá mörg af þessum böndum stíga á svið hér í Reykjavík þar sem tónleikahald hefur verið á undanhaldi,“ segir Ásgeir. Rætt var við Ásgeir á síðasta ári á Ingólfsstræti: Ákvörðun var tekin um að færa hátíðina á Ingólfsstræti fyrir fjórum árum. „Við þurftum svo að aflýsa með dags fyrirvara 2020 og svo með viku fyrirvara 2021. Loksins náðum við að halda þetta þarna í fyrra. Það gekk svona svakalega vel þannig við ákváðum að gera það aftur. Enda er Gamla bíó eitt glæsilegasta tónleikahús landsins.“ Skilaboð Ásgeirs fyrir helgina eru skýr: „Að skemmta sér vítt og breitt um þetta fallega land. Gera þjóð okkar og náttúru þann greiða að skemmta okkur fallega með bros á vör.“ Reykjavík Tónlist Menning Innipúkinn Tengdar fréttir Aldrei sé betra að vera í Reykjavík en þegar „fíflin eru farin til Eyja“ Í Vestmannaeyjum er allt að verða klárt en hátíðinni var aflýst árin 2020 og 2021 vegna kórónuveirufaraldursins. Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn snýr ekki aftur í ár en aðrir aðilar taka við. Í Reykjavík verður Innipúkinn haldinn hátíðlegur og verður starfsfólk reykvískra skemmtistaða sent á námskeið til þess að bregðast við ofbeldi í skemmtanahaldi. 25. júlí 2022 23:30 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
„Þetta gengur allt mjög vel og miðasala er svakalega góð,“ segir Ásgeir Guðmundsson einn skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Innipúkans. „Það lítur út fyrir að það verði hrikalega góð stemning í Reykjavík eins og öll fyrri ár.“ Innipúkinn verður haldinn í 21. skiptið í ár. Ingólfsstræti verður lokað í þágu hátíðarinnar og fer dagskráin fram í Gamla bíó og á efri hæð skemmtistaðarins Röntgen. Meðal flytjenda eru Moses Hightower, GDRN, Skrattar, Sykur og Birnir. „Þetta eru hátt í þrjátíu atriði sem koma fram. Það er gaman að fá loksins að sjá mörg af þessum böndum stíga á svið hér í Reykjavík þar sem tónleikahald hefur verið á undanhaldi,“ segir Ásgeir. Rætt var við Ásgeir á síðasta ári á Ingólfsstræti: Ákvörðun var tekin um að færa hátíðina á Ingólfsstræti fyrir fjórum árum. „Við þurftum svo að aflýsa með dags fyrirvara 2020 og svo með viku fyrirvara 2021. Loksins náðum við að halda þetta þarna í fyrra. Það gekk svona svakalega vel þannig við ákváðum að gera það aftur. Enda er Gamla bíó eitt glæsilegasta tónleikahús landsins.“ Skilaboð Ásgeirs fyrir helgina eru skýr: „Að skemmta sér vítt og breitt um þetta fallega land. Gera þjóð okkar og náttúru þann greiða að skemmta okkur fallega með bros á vör.“
Reykjavík Tónlist Menning Innipúkinn Tengdar fréttir Aldrei sé betra að vera í Reykjavík en þegar „fíflin eru farin til Eyja“ Í Vestmannaeyjum er allt að verða klárt en hátíðinni var aflýst árin 2020 og 2021 vegna kórónuveirufaraldursins. Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn snýr ekki aftur í ár en aðrir aðilar taka við. Í Reykjavík verður Innipúkinn haldinn hátíðlegur og verður starfsfólk reykvískra skemmtistaða sent á námskeið til þess að bregðast við ofbeldi í skemmtanahaldi. 25. júlí 2022 23:30 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Aldrei sé betra að vera í Reykjavík en þegar „fíflin eru farin til Eyja“ Í Vestmannaeyjum er allt að verða klárt en hátíðinni var aflýst árin 2020 og 2021 vegna kórónuveirufaraldursins. Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn snýr ekki aftur í ár en aðrir aðilar taka við. Í Reykjavík verður Innipúkinn haldinn hátíðlegur og verður starfsfólk reykvískra skemmtistaða sent á námskeið til þess að bregðast við ofbeldi í skemmtanahaldi. 25. júlí 2022 23:30