Segir úrræðaleysið algert: „Enginn sem grípur þennan hóp“ Lovísa Arnardóttir skrifar 3. ágúst 2023 19:05 Unnur Helga segir að það verði að búa til eitthvað úrræði sem henti. Vísir/Arnar Formaður Þroskahjálpar segir úrræðaleysi fólks með fjölþættan vanda of mikið og krefst aðgerða. Forstöðukona geðsviðs segir engum vísað frá en að þau mæti einnig úrræðaleysi og stundum dvelji fólk of lengi hjá þeim. Mál Sigþrúðar, sem fjallað var um í kvöldfréttum í gær, virðist eitt þeirra sem hefur fallið á milli í kerfinu en hún glímir við taugaþroskaröskun og mikinn sjálfsskaða eftir áfall í vor. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segið málið að einhverju leyti persónugera þann vanda sem fólk með fjölþættan vanda mætir í heilbrigðis- og félagskerfinu. Af sama meiði er mál ungs manns, sem nýlega var fjallað um, en hann er með þroskaröskun og mikinn fíknivanda. Faðir hans sagði að ef ekkert yrði gert myndi einhver deyja, og að það yrði ekki endilega sonur hans. Bæði leituðu þau til geðdeildar en fengu ekki lausn í sín mál þar. Forstöðukona geðþjónustu Landspítalans, Nanna Briem, segir engum vísað þar frá og að hvert tilfelli sé metið á einstaklingsgrundvelli. Þau bjóði upp á fjölbreytta þjónustu og reynt sé að vísa fólki rétta leið, sama hvort það er á annað þjónustustig eða í úrræði hjá þeim. Alls ekki allir séu lagðir inn. „Lítill hluti okkar þjónustu fer fram á legudeildum, lang mest af okkar þjónustu fer fram á dag- og göngudeildum. Ég hef á tilfinningunni að þegar fólk upplifi að því hafi verið vísað frá þjónustu hjá okkur þá sé það þegar okkar mat er ekki það sama og væntingar viðkomandi og viðkomandi upplifir að við viljum ekki sinna þeim en við erum í þeim tilfellum að bjóða upp á aðra leið,“ segir Nanna og að stundum sé vísað í aðra þjónustu eða fólk tekið í úrræði hjá þeim. Hún segir að þau upplifi þó einnig úrræðaleysi og geti oft ekki útskrifað fólk vegna þess. „Oft á tíðum þarf fólk á einhvers konar innlögn að halda hjá okkur vegna krísu eða stabilíseringar og svo þegar fólk er búið að jafna sig þá vantar næsta úrræði. Oft á tíðum ílengist fólk þá hjá okkur miklu lengur en þörf er á eða er gott og það er það sem við sjáum sem er erfiðast að eiga við,“ segir Nanna og að einnig komi það fyrir að fólk sé útskrifað í ófullnægjandi úrræði. Hún telur að geðsvið eigi ekki að taka yfir þjónustu annarra sviða en segir augljóst að í sumum tilfellum þurfi að styrkja samstarf kerfa eða félagsleg úrræði og nefnir sem dæmi búsetuúrræði, sem sé skortur á, og fagfólk sem ætti að fylgja þeim. Hún segir að samstaða og samstarf skili mestum og bestum árangri. „Oft á tíðum erum við að tala um einstaklinga sem þurfa heilmikla þjónustu og heilmikinn stuðning og þetta eru dýr úrræði og mannfrek og við sem samfélag þurfum að ákveða hvort við ætlum að veita þessum hópi mannsæmandi þjónustu,“ segir Nanna og að líkast til sé hópurinn stærri en flestir geri ráð fyrir. Nanna segir að þau vinni að mörgum samstarfsverkefnum og nefnir sem dæmi vettvangsteymið sem sé í samstarfið við Reykjavíkurborg sem styðji við búsetukjarna þar sem geðfatlaðir búi og hafi skipt sköpum fyrir úrræðin. Þá sé einnig samstarf vegna fólks með geðrofssjúkdóma sem séu oft þung mál. „Það eru svona verkefni sem skipta líka máli fyrir þennan hóp sem er með flókinn vanda og þarf mikla aðkomu kerfisins.“ Hafa gert alvarlegar athugasemdir Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir Þroskahjálpr ítrekað hafa gert alvarlegar athugasemdir varðandi skert aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu fyrir fólk með þroskahömlun, einhverft fólk og fólk með skyldar fatlanir. „Hingað til hefur þessum hópi verið synjað um geðheilbrigðisþjónustu á almennum heilsugæslum en Geðheilsuteymi taugaþroskaraskana hefur þjónustað alvarlegustu tilfellin en þar er einnig langur biðlisti og alls ekki allir sem komast þar að,“ segir Unnur Helga og að það hafi verið átakanlegt að lesa um mál Sigþrúðar. „Þetta kemur kannski ekkert á óvart, því úrræðaleysið er algert,“ segir hún og að alls ekki sé um nýjan vanda að ræða. Hún segir áríðandi að búið sé til meðferðarúrræði þar sem fagfólk sinni þeim sem skilji þeirra þarfir. Unnur Helga segir að alvarleg vöntun sé á faglegri þekkingu og almennir sálfræðingar treysta sér ekki til þess að þjónusta fólk með fjölþættan vanda þannig að staðan er þannig að fólki er vísað frá. „Við höfum einnig ítrekað kalla eftir að sett væri á stofn þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir fatlað fólk 18 ára og eldra. Sú stofnun gæti verið með geðheilbrigðisráðgjafateymi sem gæti veitt ráðgjöf inn á almennu heilsugæslustöðvarnar þannig það ættu allir að fá jafnan aðgang að þjónustu,“ segir Unnur. Hún segir að oft sé fólk að leita eftir aðstoð þegar vandinn er orðinn verulegur en að fólk þurfi að geta leitað fyrr eftir aðstoð. Það væri hægt að grípa fyrr inn en að mikill skortur sé á faglegri þjónustu. „Við erum fámenn þjóð en við getum sett okkur markmið. Eins og staðan er núna þá gengur þetta ekki upp,“ segir Unnur og að hópurinn sem þurfi á aðstoð að halda sé stór. Hvað varðar mál unga mannsins segir Unnur engin meðferðarúrræði í boði fyrir fólk með þroskahömlun eða einhverft fólk sem fíknivanda. „Almenn meðferðarúrræði henta ekki þar sem einhverjir eiga eftir með að tileinka sér þau úrræði vegna fötlunar,“ segir Unnur og að þeirra skjólstæðingar glími við ólíkan fíknivanda eins og spilafíkn, matarfíkn, áfengisfíkn og vímuefnafíkn. „En engin úrræði og þetta er fólk í lífshættu. Það er enginn sem grípur þennan hóp. Við erum alls ekki að standa okkur og þetta á eftir að verða okkur mjög dýrt ef ekkert er að gert.“ Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tengdar fréttir Of algengt að fólk með geðrænan vanda falli á milli kerfa Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir áríðandi að koma í veg fyrir að fólk með mikinn geðrænan vanda falli á milli kerfa. Hann segir mál ungrar konu með taugaþroskaröskun sem fjallað var um í kvöldfréttum í gær endurspegla vandann vel. 3. ágúst 2023 13:01 Vaknaði við hlið látins sambýlismanns: Klórar sig ítrekað til blóðs en fær enga hjálp Ung kona með taugaþroskaröskun mætir lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu en hún hefur stundað sjálfsskaða síðan hún vaknaði við sambýlismann sinn látinn. Vinkona hennar hefur reynt, án árangurs, að koma henni í innlögn 2. ágúst 2023 19:17 „Ef ekkert verður gert þá deyr einhver“ Foreldrar þroskaskerts ungs manns með mikinn fíknivanda gagnrýna úrræðaleysi fyrir ungt fólk með tvíþættan vanda. Syni þeirra var vísað af geðdeild vegna hegðunarvanda en ekki er langt síðan hann reyndi að fyrirfara sér. Foreldrar hans óttast hvað gerist næst. 28. júlí 2023 20:01 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Mál Sigþrúðar, sem fjallað var um í kvöldfréttum í gær, virðist eitt þeirra sem hefur fallið á milli í kerfinu en hún glímir við taugaþroskaröskun og mikinn sjálfsskaða eftir áfall í vor. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segið málið að einhverju leyti persónugera þann vanda sem fólk með fjölþættan vanda mætir í heilbrigðis- og félagskerfinu. Af sama meiði er mál ungs manns, sem nýlega var fjallað um, en hann er með þroskaröskun og mikinn fíknivanda. Faðir hans sagði að ef ekkert yrði gert myndi einhver deyja, og að það yrði ekki endilega sonur hans. Bæði leituðu þau til geðdeildar en fengu ekki lausn í sín mál þar. Forstöðukona geðþjónustu Landspítalans, Nanna Briem, segir engum vísað þar frá og að hvert tilfelli sé metið á einstaklingsgrundvelli. Þau bjóði upp á fjölbreytta þjónustu og reynt sé að vísa fólki rétta leið, sama hvort það er á annað þjónustustig eða í úrræði hjá þeim. Alls ekki allir séu lagðir inn. „Lítill hluti okkar þjónustu fer fram á legudeildum, lang mest af okkar þjónustu fer fram á dag- og göngudeildum. Ég hef á tilfinningunni að þegar fólk upplifi að því hafi verið vísað frá þjónustu hjá okkur þá sé það þegar okkar mat er ekki það sama og væntingar viðkomandi og viðkomandi upplifir að við viljum ekki sinna þeim en við erum í þeim tilfellum að bjóða upp á aðra leið,“ segir Nanna og að stundum sé vísað í aðra þjónustu eða fólk tekið í úrræði hjá þeim. Hún segir að þau upplifi þó einnig úrræðaleysi og geti oft ekki útskrifað fólk vegna þess. „Oft á tíðum þarf fólk á einhvers konar innlögn að halda hjá okkur vegna krísu eða stabilíseringar og svo þegar fólk er búið að jafna sig þá vantar næsta úrræði. Oft á tíðum ílengist fólk þá hjá okkur miklu lengur en þörf er á eða er gott og það er það sem við sjáum sem er erfiðast að eiga við,“ segir Nanna og að einnig komi það fyrir að fólk sé útskrifað í ófullnægjandi úrræði. Hún telur að geðsvið eigi ekki að taka yfir þjónustu annarra sviða en segir augljóst að í sumum tilfellum þurfi að styrkja samstarf kerfa eða félagsleg úrræði og nefnir sem dæmi búsetuúrræði, sem sé skortur á, og fagfólk sem ætti að fylgja þeim. Hún segir að samstaða og samstarf skili mestum og bestum árangri. „Oft á tíðum erum við að tala um einstaklinga sem þurfa heilmikla þjónustu og heilmikinn stuðning og þetta eru dýr úrræði og mannfrek og við sem samfélag þurfum að ákveða hvort við ætlum að veita þessum hópi mannsæmandi þjónustu,“ segir Nanna og að líkast til sé hópurinn stærri en flestir geri ráð fyrir. Nanna segir að þau vinni að mörgum samstarfsverkefnum og nefnir sem dæmi vettvangsteymið sem sé í samstarfið við Reykjavíkurborg sem styðji við búsetukjarna þar sem geðfatlaðir búi og hafi skipt sköpum fyrir úrræðin. Þá sé einnig samstarf vegna fólks með geðrofssjúkdóma sem séu oft þung mál. „Það eru svona verkefni sem skipta líka máli fyrir þennan hóp sem er með flókinn vanda og þarf mikla aðkomu kerfisins.“ Hafa gert alvarlegar athugasemdir Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir Þroskahjálpr ítrekað hafa gert alvarlegar athugasemdir varðandi skert aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu fyrir fólk með þroskahömlun, einhverft fólk og fólk með skyldar fatlanir. „Hingað til hefur þessum hópi verið synjað um geðheilbrigðisþjónustu á almennum heilsugæslum en Geðheilsuteymi taugaþroskaraskana hefur þjónustað alvarlegustu tilfellin en þar er einnig langur biðlisti og alls ekki allir sem komast þar að,“ segir Unnur Helga og að það hafi verið átakanlegt að lesa um mál Sigþrúðar. „Þetta kemur kannski ekkert á óvart, því úrræðaleysið er algert,“ segir hún og að alls ekki sé um nýjan vanda að ræða. Hún segir áríðandi að búið sé til meðferðarúrræði þar sem fagfólk sinni þeim sem skilji þeirra þarfir. Unnur Helga segir að alvarleg vöntun sé á faglegri þekkingu og almennir sálfræðingar treysta sér ekki til þess að þjónusta fólk með fjölþættan vanda þannig að staðan er þannig að fólki er vísað frá. „Við höfum einnig ítrekað kalla eftir að sett væri á stofn þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir fatlað fólk 18 ára og eldra. Sú stofnun gæti verið með geðheilbrigðisráðgjafateymi sem gæti veitt ráðgjöf inn á almennu heilsugæslustöðvarnar þannig það ættu allir að fá jafnan aðgang að þjónustu,“ segir Unnur. Hún segir að oft sé fólk að leita eftir aðstoð þegar vandinn er orðinn verulegur en að fólk þurfi að geta leitað fyrr eftir aðstoð. Það væri hægt að grípa fyrr inn en að mikill skortur sé á faglegri þjónustu. „Við erum fámenn þjóð en við getum sett okkur markmið. Eins og staðan er núna þá gengur þetta ekki upp,“ segir Unnur og að hópurinn sem þurfi á aðstoð að halda sé stór. Hvað varðar mál unga mannsins segir Unnur engin meðferðarúrræði í boði fyrir fólk með þroskahömlun eða einhverft fólk sem fíknivanda. „Almenn meðferðarúrræði henta ekki þar sem einhverjir eiga eftir með að tileinka sér þau úrræði vegna fötlunar,“ segir Unnur og að þeirra skjólstæðingar glími við ólíkan fíknivanda eins og spilafíkn, matarfíkn, áfengisfíkn og vímuefnafíkn. „En engin úrræði og þetta er fólk í lífshættu. Það er enginn sem grípur þennan hóp. Við erum alls ekki að standa okkur og þetta á eftir að verða okkur mjög dýrt ef ekkert er að gert.“
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tengdar fréttir Of algengt að fólk með geðrænan vanda falli á milli kerfa Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir áríðandi að koma í veg fyrir að fólk með mikinn geðrænan vanda falli á milli kerfa. Hann segir mál ungrar konu með taugaþroskaröskun sem fjallað var um í kvöldfréttum í gær endurspegla vandann vel. 3. ágúst 2023 13:01 Vaknaði við hlið látins sambýlismanns: Klórar sig ítrekað til blóðs en fær enga hjálp Ung kona með taugaþroskaröskun mætir lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu en hún hefur stundað sjálfsskaða síðan hún vaknaði við sambýlismann sinn látinn. Vinkona hennar hefur reynt, án árangurs, að koma henni í innlögn 2. ágúst 2023 19:17 „Ef ekkert verður gert þá deyr einhver“ Foreldrar þroskaskerts ungs manns með mikinn fíknivanda gagnrýna úrræðaleysi fyrir ungt fólk með tvíþættan vanda. Syni þeirra var vísað af geðdeild vegna hegðunarvanda en ekki er langt síðan hann reyndi að fyrirfara sér. Foreldrar hans óttast hvað gerist næst. 28. júlí 2023 20:01 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Of algengt að fólk með geðrænan vanda falli á milli kerfa Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir áríðandi að koma í veg fyrir að fólk með mikinn geðrænan vanda falli á milli kerfa. Hann segir mál ungrar konu með taugaþroskaröskun sem fjallað var um í kvöldfréttum í gær endurspegla vandann vel. 3. ágúst 2023 13:01
Vaknaði við hlið látins sambýlismanns: Klórar sig ítrekað til blóðs en fær enga hjálp Ung kona með taugaþroskaröskun mætir lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu en hún hefur stundað sjálfsskaða síðan hún vaknaði við sambýlismann sinn látinn. Vinkona hennar hefur reynt, án árangurs, að koma henni í innlögn 2. ágúst 2023 19:17
„Ef ekkert verður gert þá deyr einhver“ Foreldrar þroskaskerts ungs manns með mikinn fíknivanda gagnrýna úrræðaleysi fyrir ungt fólk með tvíþættan vanda. Syni þeirra var vísað af geðdeild vegna hegðunarvanda en ekki er langt síðan hann reyndi að fyrirfara sér. Foreldrar hans óttast hvað gerist næst. 28. júlí 2023 20:01