Erlent

Viður­kenna að þau hafi Tra­vis í haldi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Fjölmiðlar vestanhafs hafa meðal annars rætt við Carl Gates, afa Travis King, sem segir fjölskyldu hans afar áhyggjufulla.
Fjölmiðlar vestanhafs hafa meðal annars rætt við Carl Gates, afa Travis King, sem segir fjölskyldu hans afar áhyggjufulla. AP Photo/Morry Gash

Norður-kóresk stjórn­völd hafa viður­kennt í fyrsta sinn að þau hafi banda­ríska her­manninn Tra­vis King í haldi. Um er að ræða fyrstu svör þeirra við fyrir­spurnum Sam­einuðu þjóðanna um það hvar her­maðurinn sé niður­kominn.

Í um­fjöllun breska ríkis­út­varpsins um málið kemur fram að Sam­einuðu þjóðirnar, sem fara með málið fyrir hönd Banda­ríkjanna, verjist frekari frétta af svörum Norður-Kóreu­manna. Segja tals­menn þeirra að þetta sé gert til að reka ekki fleyg í við­ræður við ein­ræðis­stjórnina.

Eins og Vísir hefur greint frá hefur her­maðurinn verið í haldi Norður-Kóreu­manna síðan þann 18. júlí síðast­liðinn. Til stóð að flytja King til Banda­ríkjanna til að á­víta hann eftir að hann lenti í á­flogum við lög­reglu­þjóna í Suður-Kóreu.

Hann hafði setið í fangelsi í tvo mánuði vegna málsins. Þegar átti að flytja hann til síns heima tókst honum að flýja á flug­vellinum.

Þaðan kom hann sér í skoðunar­ferð um þorpið Pan­munjom á sam­eigin­lega öryggis­svæðinu svo­kallaða við landa­mærin. Þar hljóp hann viljandi til Norður-Kóreu og var hand­samaður af her­mönnum.

Síðan þá hefur ekkert frést af honum og yfir­völd í Norður-Kóreu hafa hingað til neitað að svara fyrir­spurnum Sam­einuðu þjóðanna, sem fara með stjórn öryggis­svæðisins. For­svars­menn Sam­einuðu-þjóðanna segja að þau muni róa öllum árum að því að endur­heimta her­manninn.


Tengdar fréttir

Virða að vettugi allar til­raunir til sam­skipta

Norður-kóresk yfir­völd hafa virt að vettugi allar til­raunir þeirra banda­rísku til þess að eiga í sam­skiptum vegna banda­ríska her­mannsins sem nú er í haldi Norður-Kóreu. Spennan á Kóreu­skaga er gríðar­leg og sam­skiptin lítil sem engin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×