Sjóliðar seldu leynilegar upplýsingar til Kína Samúel Karl Ólason skrifar 4. ágúst 2023 11:06 Frá blaðamannafundi í Kaliforníu í gærkvöldi þar sem ákærurnar voru kynntar. AP/Meg McLaughlin Tveir bandarískir sjóliðar voru hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að senda viðkvæmar og leynilegar upplýsingar til kínverskra útsendara. Annar þeirra var handtekinn á miðvikudaginn þegar hann mætti í vinnu í flotastöðinni í San Diego en hinn vann í flotastöð í Kaliforníu. Mennirnir heita Jinchao Wei og Wenheng Zhao. Báðir menn hafa lýst yfir sakleysi sínu fyrir dómara. Saksóknarar segja að hann hafi gert samkomulag við útsendara frá Kína í febrúar í fyrra og að hann hafi sent myndir og myndbönd af USS Essex, skipsins þar sem hann starfaði sem vélavörður, og öðrum herskipum til kínverska mannsins. Myndefnið fékk Wei af leynilegum gagnagrunni sem hann hafði aðgang að. Í staðinn er Wei, sem fæddist í Kína en fékk bandarískan ríkisborgararétt í maí í fyrra, sagður hafa fengið þúsundir dala, samkvæmt frétt CNN. Wei gæti verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Zhao er sagður hafa veitt kínverskum útsendara aðgang að leynilegum upplýsingum frá ágúst 2021 til maí á þessu ári. Á meðal umræddra upplýsinga eru gögn um heræfingar á Indlands- og Kyrrahafi. Zhao starfaði við viðhald á tölvubúnaði í bandarískum herstöðvum en saksóknarar segja hann hafa tekið myndir af skjám sem sýndu leynileg gögn. Hann sendi einnig myndir og teikningar af bandarískum ratsjám í Japan. Zhao mun hafa fengið um fimmtán þúsund dali fyrir gögnin. Hann stendur frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist. Segja Kínverja kræfa varðandi njósnir Saksóknarar segja handtökur Wei og Zhao vera til marks um aðgerðaáætlun Bandaríkjamann í að koma í veg fyrir þjófnað á leynilegum upplýsingum. Martin Estrada, saksóknari í Kaliforníu, sagði í gær að handtaka Zhao væri enn eitt dæmi um tilraunir Kínverja til að stela leynilegum upplýsingum frá Bandaríkjunum. Embættismenn í Bandaríkjunum hafa um árabil varað við hættunni sem stafar af útsendurum frá Kína og fólki sem njósnar fyrir þá en á undanförnum árum hafa margir slíkir verið ákærðir fyrir að leka leynilegum upplýsingum til Kína. Er þar um að ræða ríkisleyndarmál, viðskiptaleyndarmál og upplýsingar um nýja tækni. Bandaríkjamenn segja Kínverja sérstaklega kræfa í tilraunum sínum til njósna í Bandaríkjunum. Í fyrra voru þrettán kínverskir ríkisborgarar sakaðir um njósnir og ólögleg afskipti í Bandaríkjunum í þremur mismunandi málum. Sjá einnig: Bandaríkjamenn saka Kínverja um njósnir Forsvarsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sögðu frá því árið 2021 að stofnað væri til nýrrar rannsóknar sem tengdist Kína á tíu klukkustunda fresti. Þá voru til rannsóknar um tvö þúsund mál sem talið var að rekja mætti til yfirvalda í Kína. Spjótin hafa einnig beinst að fyrrverandi starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna. Nokkrir slíkir hafa verið gómaðir við njósnir fyrir Kínverja. Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Nýr utanríkisráðherra Kína skipaður í dularfullri fjarveru þess gamla Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, var í dag vikið úr embætti og nýr maður ráðinn í hans stað. Qin hefur ekki sést opinberlega í heilan mánuð og þykir fjarvera hans heldur dularfull. 26. júlí 2023 00:01 Kallar Xi „einræðisherra“ á sama tíma og Blinken leitar sátta í Kína Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Xi Jinping forseta Kína „einræðisherra“ á fjáröflunarfundi í Kalíforníu í gær og sagði hann hafa skammast sín mikið þegar Bandaríkjamenn skutu niður njósnabelginn sem flaug inn í lofthelgi þeirra á síðasta ári. 21. júní 2023 06:59 Kínverjar sagðir borga fyrir njósnastöð á Kúbu Yfirvöld í Kína og á Kúbu hafa komist að samkomulagi um að Kínverjar fái að reisa njósnastöð í Karíbahafinu. Þessa stöð eru Kínverjar sagðir ætla að nota til að hlera fjarskipti, gervihnattasendingar og ýmsar annars konar sendingar frá suðausturhluta Bandaríkjanna, þar sem finna má fjölmargar herstöðvar. 8. júní 2023 17:31 Stríð milli Kína og Bandaríkjanna „óbærilegar hörmungar“ Hershöfðinginn Li Shangfu, sem tók við embætti varnarmálaráðherra Kína í mars síðastliðnum, segir að stríð við Bandaríkin yrðu „óbærilegar hörmungar“. Ummælin lét hann falla á ráðstefnu um öryggismál, þar sem hann sagði „sum ríki“ vera að kynda undir vopnakapphlaup í Asíu. 5. júní 2023 10:31 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Mennirnir heita Jinchao Wei og Wenheng Zhao. Báðir menn hafa lýst yfir sakleysi sínu fyrir dómara. Saksóknarar segja að hann hafi gert samkomulag við útsendara frá Kína í febrúar í fyrra og að hann hafi sent myndir og myndbönd af USS Essex, skipsins þar sem hann starfaði sem vélavörður, og öðrum herskipum til kínverska mannsins. Myndefnið fékk Wei af leynilegum gagnagrunni sem hann hafði aðgang að. Í staðinn er Wei, sem fæddist í Kína en fékk bandarískan ríkisborgararétt í maí í fyrra, sagður hafa fengið þúsundir dala, samkvæmt frétt CNN. Wei gæti verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Zhao er sagður hafa veitt kínverskum útsendara aðgang að leynilegum upplýsingum frá ágúst 2021 til maí á þessu ári. Á meðal umræddra upplýsinga eru gögn um heræfingar á Indlands- og Kyrrahafi. Zhao starfaði við viðhald á tölvubúnaði í bandarískum herstöðvum en saksóknarar segja hann hafa tekið myndir af skjám sem sýndu leynileg gögn. Hann sendi einnig myndir og teikningar af bandarískum ratsjám í Japan. Zhao mun hafa fengið um fimmtán þúsund dali fyrir gögnin. Hann stendur frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist. Segja Kínverja kræfa varðandi njósnir Saksóknarar segja handtökur Wei og Zhao vera til marks um aðgerðaáætlun Bandaríkjamann í að koma í veg fyrir þjófnað á leynilegum upplýsingum. Martin Estrada, saksóknari í Kaliforníu, sagði í gær að handtaka Zhao væri enn eitt dæmi um tilraunir Kínverja til að stela leynilegum upplýsingum frá Bandaríkjunum. Embættismenn í Bandaríkjunum hafa um árabil varað við hættunni sem stafar af útsendurum frá Kína og fólki sem njósnar fyrir þá en á undanförnum árum hafa margir slíkir verið ákærðir fyrir að leka leynilegum upplýsingum til Kína. Er þar um að ræða ríkisleyndarmál, viðskiptaleyndarmál og upplýsingar um nýja tækni. Bandaríkjamenn segja Kínverja sérstaklega kræfa í tilraunum sínum til njósna í Bandaríkjunum. Í fyrra voru þrettán kínverskir ríkisborgarar sakaðir um njósnir og ólögleg afskipti í Bandaríkjunum í þremur mismunandi málum. Sjá einnig: Bandaríkjamenn saka Kínverja um njósnir Forsvarsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sögðu frá því árið 2021 að stofnað væri til nýrrar rannsóknar sem tengdist Kína á tíu klukkustunda fresti. Þá voru til rannsóknar um tvö þúsund mál sem talið var að rekja mætti til yfirvalda í Kína. Spjótin hafa einnig beinst að fyrrverandi starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna. Nokkrir slíkir hafa verið gómaðir við njósnir fyrir Kínverja.
Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Nýr utanríkisráðherra Kína skipaður í dularfullri fjarveru þess gamla Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, var í dag vikið úr embætti og nýr maður ráðinn í hans stað. Qin hefur ekki sést opinberlega í heilan mánuð og þykir fjarvera hans heldur dularfull. 26. júlí 2023 00:01 Kallar Xi „einræðisherra“ á sama tíma og Blinken leitar sátta í Kína Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Xi Jinping forseta Kína „einræðisherra“ á fjáröflunarfundi í Kalíforníu í gær og sagði hann hafa skammast sín mikið þegar Bandaríkjamenn skutu niður njósnabelginn sem flaug inn í lofthelgi þeirra á síðasta ári. 21. júní 2023 06:59 Kínverjar sagðir borga fyrir njósnastöð á Kúbu Yfirvöld í Kína og á Kúbu hafa komist að samkomulagi um að Kínverjar fái að reisa njósnastöð í Karíbahafinu. Þessa stöð eru Kínverjar sagðir ætla að nota til að hlera fjarskipti, gervihnattasendingar og ýmsar annars konar sendingar frá suðausturhluta Bandaríkjanna, þar sem finna má fjölmargar herstöðvar. 8. júní 2023 17:31 Stríð milli Kína og Bandaríkjanna „óbærilegar hörmungar“ Hershöfðinginn Li Shangfu, sem tók við embætti varnarmálaráðherra Kína í mars síðastliðnum, segir að stríð við Bandaríkin yrðu „óbærilegar hörmungar“. Ummælin lét hann falla á ráðstefnu um öryggismál, þar sem hann sagði „sum ríki“ vera að kynda undir vopnakapphlaup í Asíu. 5. júní 2023 10:31 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Nýr utanríkisráðherra Kína skipaður í dularfullri fjarveru þess gamla Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, var í dag vikið úr embætti og nýr maður ráðinn í hans stað. Qin hefur ekki sést opinberlega í heilan mánuð og þykir fjarvera hans heldur dularfull. 26. júlí 2023 00:01
Kallar Xi „einræðisherra“ á sama tíma og Blinken leitar sátta í Kína Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Xi Jinping forseta Kína „einræðisherra“ á fjáröflunarfundi í Kalíforníu í gær og sagði hann hafa skammast sín mikið þegar Bandaríkjamenn skutu niður njósnabelginn sem flaug inn í lofthelgi þeirra á síðasta ári. 21. júní 2023 06:59
Kínverjar sagðir borga fyrir njósnastöð á Kúbu Yfirvöld í Kína og á Kúbu hafa komist að samkomulagi um að Kínverjar fái að reisa njósnastöð í Karíbahafinu. Þessa stöð eru Kínverjar sagðir ætla að nota til að hlera fjarskipti, gervihnattasendingar og ýmsar annars konar sendingar frá suðausturhluta Bandaríkjanna, þar sem finna má fjölmargar herstöðvar. 8. júní 2023 17:31
Stríð milli Kína og Bandaríkjanna „óbærilegar hörmungar“ Hershöfðinginn Li Shangfu, sem tók við embætti varnarmálaráðherra Kína í mars síðastliðnum, segir að stríð við Bandaríkin yrðu „óbærilegar hörmungar“. Ummælin lét hann falla á ráðstefnu um öryggismál, þar sem hann sagði „sum ríki“ vera að kynda undir vopnakapphlaup í Asíu. 5. júní 2023 10:31