Umfjöllun og viðtöl: Valur - KA 4-2 | Þægilegur heimasigur Vals Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. ágúst 2023 19:04 Tvenna. Vísir/Diego Valur fór með öruggan 4-2 sigur gegn KA af hólmi í 18. umferð Bestu deildar karla í dag. Valsmennirnir Orri Hrafn og Patrick Pedersen gerðu eitt mark hver, Tryggvi Haraldsson skoraði hin tvö. Fyrra mark KA skoraði Sveinn Margeir Hauksson, Ásgeir Sigurgeirsson setti svo seinna markið úr vítaspyrnu. KA menn hafa verið í stífu leikjaprógrammi síðustu vikur, eru að berjast á þremur vígstöðum í deild, bikar og Evrópukeppni. Þetta er farið að taka sinn toll á liðið, þreyta og meiðsli eru að plaga mannskapinn. Auk þess var miðvörðurinn Dusan Birkovic í banni eftir að hafa fengið rautt spjald í síðasta leik. Valsmenn voru við stjórnvölin frá fyrstu mínútu og komust marki yfir strax á 11. mínútu leiksins. Orri Hrafn átti þar góðan sprett og skot á markið sem Kristjan Jajalo varði, en Tryggvi Haraldsson hirti frákastið og kom boltanum yfir línuna. Þeir félagar voru svo aftur á ferðinni tíu mínútum síðar, en þá gaf Tryggvi Hrafn boltann fyrir. Varnarmaður KA komst í sendinguna og reyndi að hreinsa boltann burt en skaut honum í andlitið á Orra Hrafni og þaðan í markið. Þriðja markið kom svo rétt fyrir hálfleikslok eftir misheppnaða sendingu Daníels Hafsteinssonar, miðjumanns KA. Kristinn Freyr vann boltann, gaf hann á Patrick Pedersen sem lagði hann út á Tryggva og hann þrumaði honum í netið. Valsmenn hófu seinni hálfleikinn á stórsókn þar sem skotið var í þverslánna, varnarmaður KA bjargaði svo á línu áður en þriðja skotið fór í stöngina. Valsmenn hársbreidd frá því að skora fjórða markið. En KA menn sóttu hinum megin og tókst að minnka muninn þvert gegn gangi leiksins. Markið kom eftir frábært skot Sveins Margeirs fyrir utan vítateiginn. En vonin lifði ekki lengi því aðeins nokkrum mínútum síðar setti Patrick Pedersen fjórða mark Valsmanna eftir stoðsendingu Birkis Más. Norðanmenn spiluðu mun betur í seinni hálfleiknum en þeim fyrri, áttu mörg fín færi og uppskáru vítaspyrnu á 72. mínútu sem Ásgeir Sigurgeirsson skoraði úr. En forskot heimamanna reyndist of mikið fyrir KA til að vinna á og leiknum lauk með 4-2 sigri Vals. Adam Ægir: Setjum smá pressu á Víking Adam Ægir, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinn og segir þá setja pressu á topplið Víkings með þessum sigri. „Bara geggjað, setjum smá pressu á Víking og þetta var líka bara flottur sigur. Sérstaklega fyrstu þrjátíu mínúturnar, voru til fyrirmyndar og ég er bara stoltur af liðinu.“ Valur var algjörlega við stjórnvölin í fyrri hálfleik og fóru með þriggja marka forskot inn í hálfleikinn. En KA menn komu vel út úr búningsherbergjunum og tókst að minnka muninn. „Við slökuðum aðeins á, ég held að það sé eðlilegt þegar við erum 3-0 yfir að þeir taki aðeins fleiri sénsa og KA er gott lið þannig að það er eðlilegt að leikurinn breytist aðeins. Mér fannst við ekki ná að halda nógu vel í boltann í seinni hálfleik en við vorum komnir 3-0 yfir.“ Adam hefur þurft að verma varamannabekkinn í síðustu tveimur leikjum. Hann var þó ekki lengi á bekknum í dag, kom inn fyrir Aron Jóhannsson sem fór meiddur af velli á 27. mínútu. „Það er ekki gaman [að sitja á bekknum], en ég ber bara virðingu fyrir þeirri ákvörðun og við erum með hörkulið. Það verður bara að gera betur til að komast í liðið, en á meðan við vinnum þá gæti mér ekki verið meira sama. Ég er bara sáttur að vinna þessa leiki og við færumst nær markmiðinu okkar að vinna titilinn.“ Adam segist spenntur fyrir næsta leik liðsins, en Valur mætir næst Keflavík, þar sem Adam spilaði á síðasta tímabili. „Það er bara gaman, sérstaklega að leikurinn sé í Keflavík, það verður bara gaman að koma þarna aftur á völlinn og fá að spreyta sig aðeins. Ég á góðar minningar þaðan þannig að ég er bara spenntur fyrir því.“ Hann var svo spurður út í þá orðróma að erlend félög séu að reyna að kaupa hann. „Nei ég get ekkert verið að tjá mig um það. Ég held það sé bara best að tala sem minnst um það þegar Valur er að standa sig svona vel. Ég held að það sé ekkert hægt að tala neitt um það fyrr en það kemur meira í ljós“ sagði Adam að lokum. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals.Vísir/Diego Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var ánægður með stigin þrjú sem hans lið hlaut í dag. Hann segir liðið hafa spilað frábærlega í fyrri hálfleik en fannst aðeins vanta upp á í seinni hálfleiknum. „Mér fannst við byrja þennan leik alveg frábærlega, spiluðum mjög flottan fyrri hálfleik og vorum sanngjarnt þremur mörkum yfir, hefðum alveg getað skorað meira. Byrjum seinni hálfleikinn af miklum krafti með skotum í stöng og slá en svo bara í næstu sókn fara þeir upp og skora. Við svörum því mjög vel en eftir að þeir setja annað markið sitt fannst mér voða skrítinn bragur á okkur síðustu mínúturnar.“ Þjálfarinn gerði þrefalda skiptingu á 69. mínútu leiksins og eina breytingu á 84. mínútu. „Við gerðum töluverðar breytingar en ég var samt ekki alveg nógu ánægður með síðustu 20-25 mínúturnar, hefðum alveg getað fengið annað mark á okkur. En í heildina var þetta sanngjarn sigur en ég hefði viljað sjá aðeins betri frammistöðu svona heilt yfir.“ Auk þeirra breytinga fór Aron Jóhannsson meiddur af velli í fyrri hálfleik. „Hann var búinn að vera eitthvað tæpur í nára fyrir leik og við vissum af því. Svo fór hann að finna fyrir þessu og við ákváðum að taka ekki neina sénsa og tókum hann út af.“ Valur er nú þremur stigum á eftir Víkingunum í efsta sæti deildarinnar. Víkingar eiga þó leik til góða gegn FH á morgun. Bæði lið spila svo næsta sunnudag áður en þau mætast þann 20. ágúst á Hlíðarenda. „Nú þarf bara aðeins að jafna sig eftir þennan leik, maður fagnar alltaf þremur stigum en svo bara greinum við þennan leik og förum yfir hann. Byrjum að undirbúa okkur fyrir Keflavík og hugsum bara um þann leik, það verður alvöru verkefni að fara þangað og sækja þrjá punkta“ Besta deild karla Valur KA
Valur fór með öruggan 4-2 sigur gegn KA af hólmi í 18. umferð Bestu deildar karla í dag. Valsmennirnir Orri Hrafn og Patrick Pedersen gerðu eitt mark hver, Tryggvi Haraldsson skoraði hin tvö. Fyrra mark KA skoraði Sveinn Margeir Hauksson, Ásgeir Sigurgeirsson setti svo seinna markið úr vítaspyrnu. KA menn hafa verið í stífu leikjaprógrammi síðustu vikur, eru að berjast á þremur vígstöðum í deild, bikar og Evrópukeppni. Þetta er farið að taka sinn toll á liðið, þreyta og meiðsli eru að plaga mannskapinn. Auk þess var miðvörðurinn Dusan Birkovic í banni eftir að hafa fengið rautt spjald í síðasta leik. Valsmenn voru við stjórnvölin frá fyrstu mínútu og komust marki yfir strax á 11. mínútu leiksins. Orri Hrafn átti þar góðan sprett og skot á markið sem Kristjan Jajalo varði, en Tryggvi Haraldsson hirti frákastið og kom boltanum yfir línuna. Þeir félagar voru svo aftur á ferðinni tíu mínútum síðar, en þá gaf Tryggvi Hrafn boltann fyrir. Varnarmaður KA komst í sendinguna og reyndi að hreinsa boltann burt en skaut honum í andlitið á Orra Hrafni og þaðan í markið. Þriðja markið kom svo rétt fyrir hálfleikslok eftir misheppnaða sendingu Daníels Hafsteinssonar, miðjumanns KA. Kristinn Freyr vann boltann, gaf hann á Patrick Pedersen sem lagði hann út á Tryggva og hann þrumaði honum í netið. Valsmenn hófu seinni hálfleikinn á stórsókn þar sem skotið var í þverslánna, varnarmaður KA bjargaði svo á línu áður en þriðja skotið fór í stöngina. Valsmenn hársbreidd frá því að skora fjórða markið. En KA menn sóttu hinum megin og tókst að minnka muninn þvert gegn gangi leiksins. Markið kom eftir frábært skot Sveins Margeirs fyrir utan vítateiginn. En vonin lifði ekki lengi því aðeins nokkrum mínútum síðar setti Patrick Pedersen fjórða mark Valsmanna eftir stoðsendingu Birkis Más. Norðanmenn spiluðu mun betur í seinni hálfleiknum en þeim fyrri, áttu mörg fín færi og uppskáru vítaspyrnu á 72. mínútu sem Ásgeir Sigurgeirsson skoraði úr. En forskot heimamanna reyndist of mikið fyrir KA til að vinna á og leiknum lauk með 4-2 sigri Vals. Adam Ægir: Setjum smá pressu á Víking Adam Ægir, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinn og segir þá setja pressu á topplið Víkings með þessum sigri. „Bara geggjað, setjum smá pressu á Víking og þetta var líka bara flottur sigur. Sérstaklega fyrstu þrjátíu mínúturnar, voru til fyrirmyndar og ég er bara stoltur af liðinu.“ Valur var algjörlega við stjórnvölin í fyrri hálfleik og fóru með þriggja marka forskot inn í hálfleikinn. En KA menn komu vel út úr búningsherbergjunum og tókst að minnka muninn. „Við slökuðum aðeins á, ég held að það sé eðlilegt þegar við erum 3-0 yfir að þeir taki aðeins fleiri sénsa og KA er gott lið þannig að það er eðlilegt að leikurinn breytist aðeins. Mér fannst við ekki ná að halda nógu vel í boltann í seinni hálfleik en við vorum komnir 3-0 yfir.“ Adam hefur þurft að verma varamannabekkinn í síðustu tveimur leikjum. Hann var þó ekki lengi á bekknum í dag, kom inn fyrir Aron Jóhannsson sem fór meiddur af velli á 27. mínútu. „Það er ekki gaman [að sitja á bekknum], en ég ber bara virðingu fyrir þeirri ákvörðun og við erum með hörkulið. Það verður bara að gera betur til að komast í liðið, en á meðan við vinnum þá gæti mér ekki verið meira sama. Ég er bara sáttur að vinna þessa leiki og við færumst nær markmiðinu okkar að vinna titilinn.“ Adam segist spenntur fyrir næsta leik liðsins, en Valur mætir næst Keflavík, þar sem Adam spilaði á síðasta tímabili. „Það er bara gaman, sérstaklega að leikurinn sé í Keflavík, það verður bara gaman að koma þarna aftur á völlinn og fá að spreyta sig aðeins. Ég á góðar minningar þaðan þannig að ég er bara spenntur fyrir því.“ Hann var svo spurður út í þá orðróma að erlend félög séu að reyna að kaupa hann. „Nei ég get ekkert verið að tjá mig um það. Ég held það sé bara best að tala sem minnst um það þegar Valur er að standa sig svona vel. Ég held að það sé ekkert hægt að tala neitt um það fyrr en það kemur meira í ljós“ sagði Adam að lokum. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals.Vísir/Diego Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var ánægður með stigin þrjú sem hans lið hlaut í dag. Hann segir liðið hafa spilað frábærlega í fyrri hálfleik en fannst aðeins vanta upp á í seinni hálfleiknum. „Mér fannst við byrja þennan leik alveg frábærlega, spiluðum mjög flottan fyrri hálfleik og vorum sanngjarnt þremur mörkum yfir, hefðum alveg getað skorað meira. Byrjum seinni hálfleikinn af miklum krafti með skotum í stöng og slá en svo bara í næstu sókn fara þeir upp og skora. Við svörum því mjög vel en eftir að þeir setja annað markið sitt fannst mér voða skrítinn bragur á okkur síðustu mínúturnar.“ Þjálfarinn gerði þrefalda skiptingu á 69. mínútu leiksins og eina breytingu á 84. mínútu. „Við gerðum töluverðar breytingar en ég var samt ekki alveg nógu ánægður með síðustu 20-25 mínúturnar, hefðum alveg getað fengið annað mark á okkur. En í heildina var þetta sanngjarn sigur en ég hefði viljað sjá aðeins betri frammistöðu svona heilt yfir.“ Auk þeirra breytinga fór Aron Jóhannsson meiddur af velli í fyrri hálfleik. „Hann var búinn að vera eitthvað tæpur í nára fyrir leik og við vissum af því. Svo fór hann að finna fyrir þessu og við ákváðum að taka ekki neina sénsa og tókum hann út af.“ Valur er nú þremur stigum á eftir Víkingunum í efsta sæti deildarinnar. Víkingar eiga þó leik til góða gegn FH á morgun. Bæði lið spila svo næsta sunnudag áður en þau mætast þann 20. ágúst á Hlíðarenda. „Nú þarf bara aðeins að jafna sig eftir þennan leik, maður fagnar alltaf þremur stigum en svo bara greinum við þennan leik og förum yfir hann. Byrjum að undirbúa okkur fyrir Keflavík og hugsum bara um þann leik, það verður alvöru verkefni að fara þangað og sækja þrjá punkta“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti