Bergrós eftir að hafa nælt í bronsið: „Vildi enda þetta með stæl“ Aron Guðmundsson skrifar 5. ágúst 2023 11:01 Bergrós Björnsdóttir náði mögnuðum árangri á heimsleikum Crossfit á dögunum Bergrós Björnsdóttir tryggði sér í gær bronsverðlaun í flokki sextán til sautján ára stelpna á heimsleikum Crossfit sem fram fara í Bandaríkjunum þessa dagana. Þetta er í annað sinn sem Bergrós mætti til leiks á heimsleikum CrossFit og gekk hún í gegnum allan tilfinningaskalann í þetta skipti því strax á fyrsta keppnisdegi lenti hún í erfiðri reynslu. Fékk hitaslag. „Við þurftum sem sagt að taka þátt í tveimur keppnisgreinum með mjög stuttu millibili og eftir fyrri greinina fór ég að finna fyrir örari hjartslætti og þurfti um leið að keyra á næstu grein,“ segir Bergrós um stundina erfiðu þegar að hún fór að finna fyrir einkennum hitaslag.„Í miðri seinni greininni fór mér að líða mjög skringilega, mér fannst eins og líkaminn væri að bregðast mér. Ég átti mjög erfitt andardrátt og leið bara ógeðslega illa. Þegar sú æfing var að fara klárast fann ég hvernig það slökknaði bara alveg á líkamanum og ég bara gat ekki haldið áfram.Starfslið heimsleikanna þurfti að bera mig út af keppnisgólfinu og það kom mér um leið í ískalt bað til þess að kæla líkamann niður. Ég hélt að með þessu væri ég búinn að klúðra tækifæri mínu í keppninni því með því að ná ekki að klára endaði ég í tíunda sæti greinarinnar og fékk fá stig.“ Hafði engu að tapa En svo kom á daginn að enn voru möguleikar á sæti á verðlaunapalli og á loka keppnisdeginum setti Bergrós í fluggír, endaði í 2.sæti í næstsíðustu greininni og gerði sér svo lítið fyrir og vann lokagrein mótsins. „Þessir þrír dagar einkenndust af miklum hæðum og lægðum og keppnin á milli okkar stelpnanna var mjög jöfn. Við vorum fimm eða sex stelpur að keppa um sæti á verðlaunapallinum og áttum allar mjög góðan möguleika.“ „Tvær síðustu greinar leikanna voru mjög góðar fyrir mig og ég vissi það alveg. Þær pössuðu mjög vel við mína styrkleika og ég var bara mjög örugg með sjálfa mig fyrir allar þessar hreyfingar, vissi að ég gæti staðið mig vel. Ég hafði engu að tapa, keyrði því bara á þetta og vonaði það besta. Vildi bara enda þetta með stæl.“ „Vil eiga langan og góðan feril“ Tilfinningin eftir að hafa sigrað lokagrein mótsins og tryggt sér þriðja sætið er ólýsanleg að sögn Bergrósar. „Þetta er það besta sem ég veit um og er fullkominn endir á tímabilinu fyrir mig, þetta hefur verið erfitt tímabil og ég er enn að meðtaka þetta. Ég er mjög ánægð með allt saman og stolt af sjálfri mér fyrir það hvernig ég tókst á við bakslög á mótinu.“ Virkilega flottur árangur hjá Bergrós svona snemma á ferlinum. Hverju viltu áorka í framhaldinu, hvert stefnirðu? „Ég vil eiga langan og góðan feril í CrossFit, langar að verða atvinnukona í íþróttinni alveg 100%. Ég ætla því að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að ná því markmiði.“ CrossFit Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Sjá meira
„Við þurftum sem sagt að taka þátt í tveimur keppnisgreinum með mjög stuttu millibili og eftir fyrri greinina fór ég að finna fyrir örari hjartslætti og þurfti um leið að keyra á næstu grein,“ segir Bergrós um stundina erfiðu þegar að hún fór að finna fyrir einkennum hitaslag.„Í miðri seinni greininni fór mér að líða mjög skringilega, mér fannst eins og líkaminn væri að bregðast mér. Ég átti mjög erfitt andardrátt og leið bara ógeðslega illa. Þegar sú æfing var að fara klárast fann ég hvernig það slökknaði bara alveg á líkamanum og ég bara gat ekki haldið áfram.Starfslið heimsleikanna þurfti að bera mig út af keppnisgólfinu og það kom mér um leið í ískalt bað til þess að kæla líkamann niður. Ég hélt að með þessu væri ég búinn að klúðra tækifæri mínu í keppninni því með því að ná ekki að klára endaði ég í tíunda sæti greinarinnar og fékk fá stig.“ Hafði engu að tapa En svo kom á daginn að enn voru möguleikar á sæti á verðlaunapalli og á loka keppnisdeginum setti Bergrós í fluggír, endaði í 2.sæti í næstsíðustu greininni og gerði sér svo lítið fyrir og vann lokagrein mótsins. „Þessir þrír dagar einkenndust af miklum hæðum og lægðum og keppnin á milli okkar stelpnanna var mjög jöfn. Við vorum fimm eða sex stelpur að keppa um sæti á verðlaunapallinum og áttum allar mjög góðan möguleika.“ „Tvær síðustu greinar leikanna voru mjög góðar fyrir mig og ég vissi það alveg. Þær pössuðu mjög vel við mína styrkleika og ég var bara mjög örugg með sjálfa mig fyrir allar þessar hreyfingar, vissi að ég gæti staðið mig vel. Ég hafði engu að tapa, keyrði því bara á þetta og vonaði það besta. Vildi bara enda þetta með stæl.“ „Vil eiga langan og góðan feril“ Tilfinningin eftir að hafa sigrað lokagrein mótsins og tryggt sér þriðja sætið er ólýsanleg að sögn Bergrósar. „Þetta er það besta sem ég veit um og er fullkominn endir á tímabilinu fyrir mig, þetta hefur verið erfitt tímabil og ég er enn að meðtaka þetta. Ég er mjög ánægð með allt saman og stolt af sjálfri mér fyrir það hvernig ég tókst á við bakslög á mótinu.“ Virkilega flottur árangur hjá Bergrós svona snemma á ferlinum. Hverju viltu áorka í framhaldinu, hvert stefnirðu? „Ég vil eiga langan og góðan feril í CrossFit, langar að verða atvinnukona í íþróttinni alveg 100%. Ég ætla því að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að ná því markmiði.“
CrossFit Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Sjá meira