Vita enn ekki hvað orsakaði leka í Sporthúsinu Lovísa Arnardóttir skrifar 4. ágúst 2023 19:00 Þröstur segist feginn að starfsfólk hafi verið mætt til vinnu þegar fór að leka. Vísir/Einar Mikill leki varð í Sporthúsinu í Kópavogi í dag. Ákveðið var að taka lögn í sundur fyrir ofan húsið þegar ekkert gekk að finna orsökina. Enn er verið að þurrka í stöðinni en viðgerð á lögninni fer fram eftir verslunarmannahelgina. Enn er ekki vitað hvað orsakaði leka í Sporthúsinu í Kópavogi í dag. Loka þurfti fyrir vatn í stórum hluta Kópavogs vegna lekans en eftir að löngum tíma hafði verið varið í að leita að uppruna hans var að lokum ákveðið að taka lögn í sundur fyrir ofan húsið og leiða vatnið aftur inn með öðrum hætti. Viðgerð á lögninni fer fram eftir helgi en uppruni lekans verður líklega ekki ljós fyrr en henni lýkur. Fjölmennt lið slökkviliðs og starfsmanna bæjarins var við vettvang þegar fréttastofa leit við í dag en annar eigenda Sporthússins var uppi í bústað þegar hann fékk símtal í morgun um lekann. „Dagurinn er búinn að vera nokkuð fjörugur. Hann byrjaði á því að ég fékk símtal um þetta. Góð byrjun á verslunarmannahelginni. En þetta er eins og það er. Spyr ekki að stund eða stað. Það var bara allt á floti,“ segir Þröstur og að honum hafi verið sagt að drífa sig í bæinn. Hann segir að þau hafi verið í bölvuðum vandræðum því það hafi tekið svo langan tíma að finna orsökina en slökkviliðið fór ekki af vettvangi fyrr en á fjórða tímanum í dag. Vatn dreifðist nokkuð víða en hann segist feginn að lekinn hafi byrjað þegar fólk var á staðnum. Vatnið lak yfir um 700 fermetra svæði og hann telur það ekki hafa verið mjög djúpt. Slökkvilið var kallað út vegna lekans klukkan hálf tólf í dag.Vísir/Einar Hann telur að verulegt tjón hafi orðið á stöðinni. „Það er ómögulegt að segja um tjón en auðvitað er það gríðarlegt tjón þegar allt fer á flot og undir alla veggi en vonandi ekki stórtjón. Þetta ætti ekki að trufla starfsemina mikið,“ segir Þröstur en á meðan viðgerðinni stóð var ekki hægt að fara í sturtu á stöðinni eða nota salernið. Hann segir að tryggingafélagið hans sé byrjað að vinna í málinu en á von á því að það verði lið við þurrk í stöðinni alla helgina og að viðgerð getu svo hafist að því loknu. Gera má ráð fyrir því að viðgerð á lögninni sjálfri fyrir utan hefjist á þriðjudag. Kópavogur Slökkvilið Tengdar fréttir Skrúfa fyrir vatnið í hverfinu vegna leka Skrúfa þurfti fyrir vatn í nágrenni við Sporthúsið í Kópavogi í dag vegna leka. Slökkvilið var kallað út klukkan hálf tólf vegna lekans og er enn að störfum. 4. ágúst 2023 14:19 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Sjá meira
Enn er ekki vitað hvað orsakaði leka í Sporthúsinu í Kópavogi í dag. Loka þurfti fyrir vatn í stórum hluta Kópavogs vegna lekans en eftir að löngum tíma hafði verið varið í að leita að uppruna hans var að lokum ákveðið að taka lögn í sundur fyrir ofan húsið og leiða vatnið aftur inn með öðrum hætti. Viðgerð á lögninni fer fram eftir helgi en uppruni lekans verður líklega ekki ljós fyrr en henni lýkur. Fjölmennt lið slökkviliðs og starfsmanna bæjarins var við vettvang þegar fréttastofa leit við í dag en annar eigenda Sporthússins var uppi í bústað þegar hann fékk símtal í morgun um lekann. „Dagurinn er búinn að vera nokkuð fjörugur. Hann byrjaði á því að ég fékk símtal um þetta. Góð byrjun á verslunarmannahelginni. En þetta er eins og það er. Spyr ekki að stund eða stað. Það var bara allt á floti,“ segir Þröstur og að honum hafi verið sagt að drífa sig í bæinn. Hann segir að þau hafi verið í bölvuðum vandræðum því það hafi tekið svo langan tíma að finna orsökina en slökkviliðið fór ekki af vettvangi fyrr en á fjórða tímanum í dag. Vatn dreifðist nokkuð víða en hann segist feginn að lekinn hafi byrjað þegar fólk var á staðnum. Vatnið lak yfir um 700 fermetra svæði og hann telur það ekki hafa verið mjög djúpt. Slökkvilið var kallað út vegna lekans klukkan hálf tólf í dag.Vísir/Einar Hann telur að verulegt tjón hafi orðið á stöðinni. „Það er ómögulegt að segja um tjón en auðvitað er það gríðarlegt tjón þegar allt fer á flot og undir alla veggi en vonandi ekki stórtjón. Þetta ætti ekki að trufla starfsemina mikið,“ segir Þröstur en á meðan viðgerðinni stóð var ekki hægt að fara í sturtu á stöðinni eða nota salernið. Hann segir að tryggingafélagið hans sé byrjað að vinna í málinu en á von á því að það verði lið við þurrk í stöðinni alla helgina og að viðgerð getu svo hafist að því loknu. Gera má ráð fyrir því að viðgerð á lögninni sjálfri fyrir utan hefjist á þriðjudag.
Kópavogur Slökkvilið Tengdar fréttir Skrúfa fyrir vatnið í hverfinu vegna leka Skrúfa þurfti fyrir vatn í nágrenni við Sporthúsið í Kópavogi í dag vegna leka. Slökkvilið var kallað út klukkan hálf tólf vegna lekans og er enn að störfum. 4. ágúst 2023 14:19 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Sjá meira
Skrúfa fyrir vatnið í hverfinu vegna leka Skrúfa þurfti fyrir vatn í nágrenni við Sporthúsið í Kópavogi í dag vegna leka. Slökkvilið var kallað út klukkan hálf tólf vegna lekans og er enn að störfum. 4. ágúst 2023 14:19