Lífið

Líf og fjör víðast hvar um Verslunar­manna­helgina

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Verslunarmannahelgin virðist hafa farið vel fram, enn sem komið er. 
Verslunarmannahelgin virðist hafa farið vel fram, enn sem komið er.  Vísir

Skemmtanahald um Verslunarmannahelgina hefur farið vel fram og enn sem komið er hafa engin stór mál komið á borð lögreglu á helstu útihátíðum. Mikil stemning hefur verið víða um landið. 

Mýrarboltinn leit loks aftur dagsins ljós en hann hafði ekki verið haldinn síðan árið 2019, þá á Ísafirði.  Á Ströndum í Trékyllisvík var Mýrarboltinn haldinn hátíðlegur í dag. 

Síldarævintýrið á Siglufirði fer að auki fram um helgina. Við Síldarminjasafnið fór fram síldarsöltun og bryggjuball í dag. Gestir tóku lagið niðri á höfn. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum var aðfaranótt laugardags nokkuð róleg, en um fimmtán fíkniefnamál komu inn á borð hennar og þjóðhátíðargestur sló til fíkniefnaleitarhunds. 

Þjóðhátíðarstemningin var svo sannarlega við lýði í dag en Söngvakeppni barna var haldin að vana og ekki vantaði upp á stemninguna í hvítu tjöldunum.

Færri eru á Akureyri en oft áður og samkvæmt upplýsingum lögreglu hefur þar sömuleiðis verið rólegt. Á Einni með öllu var þó ekki síður stemning en á Ráðhústorginu var skrautlegur markaður þar sem gestir og gangandi gátu keypt sér ýmiss konar muni. Ivan Vujcic sá um veitingar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.