Nikkufjör á Borg í Grímsnesi – Harmóníkuleikari á tíræðisaldri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. ágúst 2023 20:30 Fjölmargir harmónikuleikarar eru á Borg ásamt sínu fólki að taka þátt í hátíð helgarinnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Dansinn hefur dunað alla helgina á Borg í Grímsnesi þar sem harmoníkuleikarar og þeirra fólk af öllu landinu hafa verið saman undir dillandi nikkuspili. Harmoníkuleikari á tíræðisaldri gefur ekkert eftir á hátíðinni þegar hljóðfærið er annars vegar. Félag harmonikuunnenda í Reykjavík er alltaf með harmonikukmót á Borg í Grímsnesi um verslunarmannahelgina og þar koma saman harmonikkuleikarar víða af landinu til að spila og skemmta sér með sínu fólki. Hátíðartónleikar voru til dæmis haldnir í gær með sænska harmoníkuleikaranum Anniku Andersson og svo var samspil á tjaldsvæðinu þar sem flott harmoníkulög voru tekin og fólk dansaði á grasflötinni. „Þetta er bara frábært og þetta er svo skemmtilegur félagsskapur og það eru allir velkomnir með. Við viljum bara fá sem flesta,” segir Gyða Guðmundsdóttir, sem er í forsvari fyrir hátíðina og harmónikuleikari með meiru. Mikil og góð stemming er á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kunna allir þessir karlar og konur á nikkur? „Já, já, við kunnum öll eitthvað en við kunnum mismikið en það er bara gaman en svo komum við bara saman og gerum það besta úr þessum hljóðfærum. Ég segi bara eins og einn góður sagði á Bylgjunni að harmonikkan er hljóðfæri hljóðfæranna,” segir Gyða skælbrosandi. Gyða Guðmundsdóttir, sem er í forsvari fyrir hátíðina á Borg og harmónikuleikari með meiru.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Reynir Jónasson, sem er komin á tíræðisaldur er enn að spila á nikkuna sína og gefur ekkert eftir í þeim efnum en hann var líka organisti í 50 ár. „Ég byrjaði að glamra upp úr fermingu og eignaðist svo harmonikku þegar leið á annan áratuginn,” segir Reynir. En hvort er skemmtilegra, orgelið eða nikkan? „Það fer bara eftir því hvernig skapi maður er í. Ég vil ekki gera upp á milli því ég elska hvort tveggja,” segir Reynir. Reynir Jónasson, sem er einn flottasti og besti harmoníkuleikari landsins er á tíræðisaldri en gefur ekkert eftir í spilamennskunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Tónlist Eldri borgarar Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Félag harmonikuunnenda í Reykjavík er alltaf með harmonikukmót á Borg í Grímsnesi um verslunarmannahelgina og þar koma saman harmonikkuleikarar víða af landinu til að spila og skemmta sér með sínu fólki. Hátíðartónleikar voru til dæmis haldnir í gær með sænska harmoníkuleikaranum Anniku Andersson og svo var samspil á tjaldsvæðinu þar sem flott harmoníkulög voru tekin og fólk dansaði á grasflötinni. „Þetta er bara frábært og þetta er svo skemmtilegur félagsskapur og það eru allir velkomnir með. Við viljum bara fá sem flesta,” segir Gyða Guðmundsdóttir, sem er í forsvari fyrir hátíðina og harmónikuleikari með meiru. Mikil og góð stemming er á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kunna allir þessir karlar og konur á nikkur? „Já, já, við kunnum öll eitthvað en við kunnum mismikið en það er bara gaman en svo komum við bara saman og gerum það besta úr þessum hljóðfærum. Ég segi bara eins og einn góður sagði á Bylgjunni að harmonikkan er hljóðfæri hljóðfæranna,” segir Gyða skælbrosandi. Gyða Guðmundsdóttir, sem er í forsvari fyrir hátíðina á Borg og harmónikuleikari með meiru.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Reynir Jónasson, sem er komin á tíræðisaldur er enn að spila á nikkuna sína og gefur ekkert eftir í þeim efnum en hann var líka organisti í 50 ár. „Ég byrjaði að glamra upp úr fermingu og eignaðist svo harmonikku þegar leið á annan áratuginn,” segir Reynir. En hvort er skemmtilegra, orgelið eða nikkan? „Það fer bara eftir því hvernig skapi maður er í. Ég vil ekki gera upp á milli því ég elska hvort tveggja,” segir Reynir. Reynir Jónasson, sem er einn flottasti og besti harmoníkuleikari landsins er á tíræðisaldri en gefur ekkert eftir í spilamennskunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Tónlist Eldri borgarar Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira