Opnar sig um líkamsskynjunarröskun og lýtaaðgerðir Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. ágúst 2023 15:00 Robbie Williams opnaði sig nýlega um glímu sína við líkamsskynjunarröskun og sjálfshatur. EPA/Guillaume Horcajuelo Söngvarinn Robbie Williams opnaði sig í síðasta mánuði um glímu sína við líkamsskynjunarröskun og sjálfshatur vegna slæmrar líkamsímyndar. Í gær greindi hann frá því að hann hygðist fara í lýtaaðgerðir til að laga sokkin augu sín. Hinn 49 ára gamli Williams greindi frá áralangri glímu sinni við líkamsskynjunarröskun (e. body dysmorphia) á Instagram-síðu sinni í síðasta mánuði. Líkamsskynjunarröskun er geðröskun sem einkennist af áleitnum hugsunum um útlitsgalla sem er þó ekki til staðar. Nú á sunnudag greindi hann frá fyrirhuguðum lýtaaðgerðum sínum í leit að hinum fullkomna líkama. „Allir horfa á lýtaaðgerðir og segja Guð nei, ekki gera það. En enginn sér góðar lýtaagerðir af því maður tekur ekki eftir þeim. Flestir í mínum bransa hafa farið í mjög góðar lýtaaðgerðir,“ sagði hann við The Sun. „Ég vil smá fyllingu í augun af því ég lít út fyrir að vera með sokkin augu. Það er fullt af hlutum sem við þurfum ekki sem við fáum okkur samt,“ sagði hann. Þá greindi hann einnig frá því að hann vildi halda hárinu sínu eins lengi og hann gæti. Hann hefði tvisvar reynt að fara í hárígræðslu en fengið neitun í bæði skiptin. Átakanleg barátta við slæma líkamsímynd Williams birti 17. júlí síðastliðinn færslu á Instagram. Á myndinni mátti sjá tvær teiknaðar fígurar þar sem önnur segir „Þetta hefur gengið of langt“ á meðan hin segir „Æjj, guð blessi þig“. Fyrir ofan fígúrurnar stóð „Fyrirmyndarlíkamsþyngd mín er að fólk hafi áhyggjur af mér“. Við færsluna skrifaði William langan texta um líkamsímynd sína í gegnum tíðina og sagðist vera með líkamsskynjunarröskun. Myndin sem Williams birti á Instagram-síðu sinni.Instagram „Ég gæti skrifað bók um sjálfshatur hvað varðar líkamsímynd mína. Algjört sjálfshatur, ljótleikinn við að líða ljótum,“ sagði Williams meðal annars í færslunni. „Þið getið ímyndað ykkur hvað hugur minn sér. Eða þið getið það kannski ekki, hvort sem er þá er þetta fokking hörmung. Þessa stundina er ég mjór... En verandi ég, hugsar heilinn Fokking frábært Rob, þér tókst að verða mjór og núna ertu orðinn gamall, til hamingju, golf-klapp.“ „Baráttan er raunveruleg, sorgin átakanleg. Ég hef haft þetta allt mitt líf. Og þetta mun ekki minnka,“ sagði hann einnig. Hér fyrir neðan má sjá færsluna í heild sinni. View this post on Instagram A post shared by Robbie Williams (@robbiewilliams) Bretland Lýtalækningar Hollywood Tengdar fréttir Robbie Williams fór ekki út úr húsi vegna víðáttufælni Breski söngvarinn Robbie Williams opnaði sig á dögunum um víðáttufælni sem hann barðist við á árum áður í viðtali við SunOnline. 15. júlí 2019 13:50 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Sjá meira
Hinn 49 ára gamli Williams greindi frá áralangri glímu sinni við líkamsskynjunarröskun (e. body dysmorphia) á Instagram-síðu sinni í síðasta mánuði. Líkamsskynjunarröskun er geðröskun sem einkennist af áleitnum hugsunum um útlitsgalla sem er þó ekki til staðar. Nú á sunnudag greindi hann frá fyrirhuguðum lýtaaðgerðum sínum í leit að hinum fullkomna líkama. „Allir horfa á lýtaaðgerðir og segja Guð nei, ekki gera það. En enginn sér góðar lýtaagerðir af því maður tekur ekki eftir þeim. Flestir í mínum bransa hafa farið í mjög góðar lýtaaðgerðir,“ sagði hann við The Sun. „Ég vil smá fyllingu í augun af því ég lít út fyrir að vera með sokkin augu. Það er fullt af hlutum sem við þurfum ekki sem við fáum okkur samt,“ sagði hann. Þá greindi hann einnig frá því að hann vildi halda hárinu sínu eins lengi og hann gæti. Hann hefði tvisvar reynt að fara í hárígræðslu en fengið neitun í bæði skiptin. Átakanleg barátta við slæma líkamsímynd Williams birti 17. júlí síðastliðinn færslu á Instagram. Á myndinni mátti sjá tvær teiknaðar fígurar þar sem önnur segir „Þetta hefur gengið of langt“ á meðan hin segir „Æjj, guð blessi þig“. Fyrir ofan fígúrurnar stóð „Fyrirmyndarlíkamsþyngd mín er að fólk hafi áhyggjur af mér“. Við færsluna skrifaði William langan texta um líkamsímynd sína í gegnum tíðina og sagðist vera með líkamsskynjunarröskun. Myndin sem Williams birti á Instagram-síðu sinni.Instagram „Ég gæti skrifað bók um sjálfshatur hvað varðar líkamsímynd mína. Algjört sjálfshatur, ljótleikinn við að líða ljótum,“ sagði Williams meðal annars í færslunni. „Þið getið ímyndað ykkur hvað hugur minn sér. Eða þið getið það kannski ekki, hvort sem er þá er þetta fokking hörmung. Þessa stundina er ég mjór... En verandi ég, hugsar heilinn Fokking frábært Rob, þér tókst að verða mjór og núna ertu orðinn gamall, til hamingju, golf-klapp.“ „Baráttan er raunveruleg, sorgin átakanleg. Ég hef haft þetta allt mitt líf. Og þetta mun ekki minnka,“ sagði hann einnig. Hér fyrir neðan má sjá færsluna í heild sinni. View this post on Instagram A post shared by Robbie Williams (@robbiewilliams)
Bretland Lýtalækningar Hollywood Tengdar fréttir Robbie Williams fór ekki út úr húsi vegna víðáttufælni Breski söngvarinn Robbie Williams opnaði sig á dögunum um víðáttufælni sem hann barðist við á árum áður í viðtali við SunOnline. 15. júlí 2019 13:50 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Sjá meira
Robbie Williams fór ekki út úr húsi vegna víðáttufælni Breski söngvarinn Robbie Williams opnaði sig á dögunum um víðáttufælni sem hann barðist við á árum áður í viðtali við SunOnline. 15. júlí 2019 13:50