Stefnir í hlýjasta árið frá upphafi eftir funheita sumarmánuði Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2023 09:32 Skyrtuklæddur maður í svitabaði fyrir klukkan sjö um morgun í Mexicali í Maxíkó í júlí. Gríðarlega heitt hefur verið Mexíkó og suðvestanverðum Bandaríkjunum í sumar. AP/Gregory Bull Vaxandi líkur er á því að árið í ár verði það hlýjasta frá upphafi mælinga eftir fordæmalaust heita júní- og júlímánuði. Veðurfyrirbrigðið El niño í Kyrrahafi og hnattræn hlýnun af völdum manna leggjast nú á eitt um að þrýsta meðalhita jarðar upp í nýjar hæðir. Meðalhiti jarðar í júlí var um einni og hálfri gráðu hærri en að meðaltali fyrir iðnbyltingu. Júlí var þannig ekki aðeins hlýjasti júlímánuður frá upphafi mælinga, þriðjungi úr gráðu hlýrri en júlí árið 2019, heldur hlýjasti mánuðurinn frá upphafi samkvæmt gögnum evrópska Kópernikusarverkefnisins. Hitamet af þessu tagi eru yfirleitt slegin með hundraðasta eða tíunda hluta úr gráðu. Júní var einnig sá hlýjasti frá upphafi mælinga að mati stofnunarinnar, bandarísku geimvísindstofnunarinnar NASA og Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA). „Þessi met hafa hörmulegar afleiðingar í för með sér bæði fyrir fólk og plánetuna sem er útsett fyrir æ tíðari og ákafari öfgum,“ sagði Samantha Burgess, aðstoðarfostöðumaður Kópernikusarverkefnisins, þegar tilkynnt var um methitann í júlí í dag. Gögn Kópernikusar ná aftur til ársins 1940. Hitinn sem mældist í júlí er þó hærri en dæmi eru um í mæligögnum NOAA sem ná aftur til 1850. Vísindamenn telja að júlíhitinn sé fordæmalaus mun lengra aftur í tímann, jafnvel þúsundir ára. „Þetta er sláandi met og gerir hann mjög líklega hlýjasta mánuð á jörðinni í tíu þúsund ár,“ segir Stefan Rahmstorf, loftlagsvísindamaður við Potsdam-stofnunina í Þýskalandi, við AP-fréttastofuna. Íbúi í Phoenix í Bandaríkjunum svalar þorstanum. Hiti þar fór vel yfir fjörutíu gráður í meira en mánuð í sumar.AP/Ross D. Franklin Næsta ár kann að verða enn hlýrra með vaxandi El niño Loftslag á jörðinni fer hlýnandi vegna stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Til að bæta gráu ofan á svart myndaðist El niño-veðurfyrirbrigðið í Kyrrahafi fyrr á þessu ári en það vermir að jafnaði lofthjúpinn. „Ég held að það sé óhætt að segja á þessu stigi að 2023 sé langlíklegast til þess að verða hlýjasta árið frá upphafi mælinga,“ segir Zeke Hausfather, loftslagsvísindamaður, við Washington Post. Útreikningar sem byggjast á gögnum Kópernikusar benda til þess að 85 prósent líkur séu á því að 2023 tylli sér á toppinn yfir hlýjustu ár í mælingarsögunni. Gögn NASA og NOAA benda einnig til að meiri en helmingslíkur séu á því að árið setji met. Hausfather býst við því að hitinn verði áfram í hæstu hæðum út árið. Jafnvel þó að svo verði ekki séu líkur á að árshitametið falli í ár. Árið í ár kann að vera aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal. El niño-áhrifin fara enn vaxandi og gætu verið í hámarki á næsta ári. Árið 2024 kann því að verða enn heitara en 2023. Uppfært 9.8.2023 Tilvitnun í Stefan Rahmstorf var breytt eftir að AP-fréttastofan uppfærði sína frétt. Hún hafði upphaflega ranglega eftir Rahmstorf að júlí hafi „klárlega“ verið hlýjasti mánuðurinn á jörðinni í tíu þúsund ár. Hann sagði að mánuðurinn væri „mjög líklega“ sá hlýjasti. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hitinn í methæðum í mánuð Hitinn í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum hefur farið yfir 43 gráður á selsíus þrjátíu og einn dag í röð. Ekkert lát virðist á sumarhitunum í Bandaríkjunum en júlímánuður verður sennilega heitasti mánuður sem mælingar hafa nokkru sinni sýnt. 31. júlí 2023 11:27 Hitinn að sliga heilbrigðiskerfið og fólk kælt niður í líkpokum Heilbrigðisstarfsmenn í Bandaríkjunum hafa gripið til þess ráðs að setja sjúklinga með sólsting, eða hitaslag, í líkpoka fulla af klaka til að kæla þá hratt og örugglega niður. 19. júlí 2023 08:55 Varað við nýjum hitametum á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó Íbúar á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó hafa verið varaðir við því að ný hitamet gætu fallið á morgun, þegar hiti gæti farið yfir 49 stig. Hitabylgjan Karon fylgir nú í kjölfar Kerberusar, sem olli gríðarlegum hita á svæðinu í síðustu viku. 17. júlí 2023 07:48 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Meðalhiti jarðar í júlí var um einni og hálfri gráðu hærri en að meðaltali fyrir iðnbyltingu. Júlí var þannig ekki aðeins hlýjasti júlímánuður frá upphafi mælinga, þriðjungi úr gráðu hlýrri en júlí árið 2019, heldur hlýjasti mánuðurinn frá upphafi samkvæmt gögnum evrópska Kópernikusarverkefnisins. Hitamet af þessu tagi eru yfirleitt slegin með hundraðasta eða tíunda hluta úr gráðu. Júní var einnig sá hlýjasti frá upphafi mælinga að mati stofnunarinnar, bandarísku geimvísindstofnunarinnar NASA og Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA). „Þessi met hafa hörmulegar afleiðingar í för með sér bæði fyrir fólk og plánetuna sem er útsett fyrir æ tíðari og ákafari öfgum,“ sagði Samantha Burgess, aðstoðarfostöðumaður Kópernikusarverkefnisins, þegar tilkynnt var um methitann í júlí í dag. Gögn Kópernikusar ná aftur til ársins 1940. Hitinn sem mældist í júlí er þó hærri en dæmi eru um í mæligögnum NOAA sem ná aftur til 1850. Vísindamenn telja að júlíhitinn sé fordæmalaus mun lengra aftur í tímann, jafnvel þúsundir ára. „Þetta er sláandi met og gerir hann mjög líklega hlýjasta mánuð á jörðinni í tíu þúsund ár,“ segir Stefan Rahmstorf, loftlagsvísindamaður við Potsdam-stofnunina í Þýskalandi, við AP-fréttastofuna. Íbúi í Phoenix í Bandaríkjunum svalar þorstanum. Hiti þar fór vel yfir fjörutíu gráður í meira en mánuð í sumar.AP/Ross D. Franklin Næsta ár kann að verða enn hlýrra með vaxandi El niño Loftslag á jörðinni fer hlýnandi vegna stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Til að bæta gráu ofan á svart myndaðist El niño-veðurfyrirbrigðið í Kyrrahafi fyrr á þessu ári en það vermir að jafnaði lofthjúpinn. „Ég held að það sé óhætt að segja á þessu stigi að 2023 sé langlíklegast til þess að verða hlýjasta árið frá upphafi mælinga,“ segir Zeke Hausfather, loftslagsvísindamaður, við Washington Post. Útreikningar sem byggjast á gögnum Kópernikusar benda til þess að 85 prósent líkur séu á því að 2023 tylli sér á toppinn yfir hlýjustu ár í mælingarsögunni. Gögn NASA og NOAA benda einnig til að meiri en helmingslíkur séu á því að árið setji met. Hausfather býst við því að hitinn verði áfram í hæstu hæðum út árið. Jafnvel þó að svo verði ekki séu líkur á að árshitametið falli í ár. Árið í ár kann að vera aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal. El niño-áhrifin fara enn vaxandi og gætu verið í hámarki á næsta ári. Árið 2024 kann því að verða enn heitara en 2023. Uppfært 9.8.2023 Tilvitnun í Stefan Rahmstorf var breytt eftir að AP-fréttastofan uppfærði sína frétt. Hún hafði upphaflega ranglega eftir Rahmstorf að júlí hafi „klárlega“ verið hlýjasti mánuðurinn á jörðinni í tíu þúsund ár. Hann sagði að mánuðurinn væri „mjög líklega“ sá hlýjasti.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hitinn í methæðum í mánuð Hitinn í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum hefur farið yfir 43 gráður á selsíus þrjátíu og einn dag í röð. Ekkert lát virðist á sumarhitunum í Bandaríkjunum en júlímánuður verður sennilega heitasti mánuður sem mælingar hafa nokkru sinni sýnt. 31. júlí 2023 11:27 Hitinn að sliga heilbrigðiskerfið og fólk kælt niður í líkpokum Heilbrigðisstarfsmenn í Bandaríkjunum hafa gripið til þess ráðs að setja sjúklinga með sólsting, eða hitaslag, í líkpoka fulla af klaka til að kæla þá hratt og örugglega niður. 19. júlí 2023 08:55 Varað við nýjum hitametum á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó Íbúar á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó hafa verið varaðir við því að ný hitamet gætu fallið á morgun, þegar hiti gæti farið yfir 49 stig. Hitabylgjan Karon fylgir nú í kjölfar Kerberusar, sem olli gríðarlegum hita á svæðinu í síðustu viku. 17. júlí 2023 07:48 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Hitinn í methæðum í mánuð Hitinn í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum hefur farið yfir 43 gráður á selsíus þrjátíu og einn dag í röð. Ekkert lát virðist á sumarhitunum í Bandaríkjunum en júlímánuður verður sennilega heitasti mánuður sem mælingar hafa nokkru sinni sýnt. 31. júlí 2023 11:27
Hitinn að sliga heilbrigðiskerfið og fólk kælt niður í líkpokum Heilbrigðisstarfsmenn í Bandaríkjunum hafa gripið til þess ráðs að setja sjúklinga með sólsting, eða hitaslag, í líkpoka fulla af klaka til að kæla þá hratt og örugglega niður. 19. júlí 2023 08:55
Varað við nýjum hitametum á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó Íbúar á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó hafa verið varaðir við því að ný hitamet gætu fallið á morgun, þegar hiti gæti farið yfir 49 stig. Hitabylgjan Karon fylgir nú í kjölfar Kerberusar, sem olli gríðarlegum hita á svæðinu í síðustu viku. 17. júlí 2023 07:48