Stefnir í hlýjasta árið frá upphafi eftir funheita sumarmánuði Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2023 09:32 Skyrtuklæddur maður í svitabaði fyrir klukkan sjö um morgun í Mexicali í Maxíkó í júlí. Gríðarlega heitt hefur verið Mexíkó og suðvestanverðum Bandaríkjunum í sumar. AP/Gregory Bull Vaxandi líkur er á því að árið í ár verði það hlýjasta frá upphafi mælinga eftir fordæmalaust heita júní- og júlímánuði. Veðurfyrirbrigðið El niño í Kyrrahafi og hnattræn hlýnun af völdum manna leggjast nú á eitt um að þrýsta meðalhita jarðar upp í nýjar hæðir. Meðalhiti jarðar í júlí var um einni og hálfri gráðu hærri en að meðaltali fyrir iðnbyltingu. Júlí var þannig ekki aðeins hlýjasti júlímánuður frá upphafi mælinga, þriðjungi úr gráðu hlýrri en júlí árið 2019, heldur hlýjasti mánuðurinn frá upphafi samkvæmt gögnum evrópska Kópernikusarverkefnisins. Hitamet af þessu tagi eru yfirleitt slegin með hundraðasta eða tíunda hluta úr gráðu. Júní var einnig sá hlýjasti frá upphafi mælinga að mati stofnunarinnar, bandarísku geimvísindstofnunarinnar NASA og Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA). „Þessi met hafa hörmulegar afleiðingar í för með sér bæði fyrir fólk og plánetuna sem er útsett fyrir æ tíðari og ákafari öfgum,“ sagði Samantha Burgess, aðstoðarfostöðumaður Kópernikusarverkefnisins, þegar tilkynnt var um methitann í júlí í dag. Gögn Kópernikusar ná aftur til ársins 1940. Hitinn sem mældist í júlí er þó hærri en dæmi eru um í mæligögnum NOAA sem ná aftur til 1850. Vísindamenn telja að júlíhitinn sé fordæmalaus mun lengra aftur í tímann, jafnvel þúsundir ára. „Þetta er sláandi met og gerir hann mjög líklega hlýjasta mánuð á jörðinni í tíu þúsund ár,“ segir Stefan Rahmstorf, loftlagsvísindamaður við Potsdam-stofnunina í Þýskalandi, við AP-fréttastofuna. Íbúi í Phoenix í Bandaríkjunum svalar þorstanum. Hiti þar fór vel yfir fjörutíu gráður í meira en mánuð í sumar.AP/Ross D. Franklin Næsta ár kann að verða enn hlýrra með vaxandi El niño Loftslag á jörðinni fer hlýnandi vegna stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Til að bæta gráu ofan á svart myndaðist El niño-veðurfyrirbrigðið í Kyrrahafi fyrr á þessu ári en það vermir að jafnaði lofthjúpinn. „Ég held að það sé óhætt að segja á þessu stigi að 2023 sé langlíklegast til þess að verða hlýjasta árið frá upphafi mælinga,“ segir Zeke Hausfather, loftslagsvísindamaður, við Washington Post. Útreikningar sem byggjast á gögnum Kópernikusar benda til þess að 85 prósent líkur séu á því að 2023 tylli sér á toppinn yfir hlýjustu ár í mælingarsögunni. Gögn NASA og NOAA benda einnig til að meiri en helmingslíkur séu á því að árið setji met. Hausfather býst við því að hitinn verði áfram í hæstu hæðum út árið. Jafnvel þó að svo verði ekki séu líkur á að árshitametið falli í ár. Árið í ár kann að vera aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal. El niño-áhrifin fara enn vaxandi og gætu verið í hámarki á næsta ári. Árið 2024 kann því að verða enn heitara en 2023. Uppfært 9.8.2023 Tilvitnun í Stefan Rahmstorf var breytt eftir að AP-fréttastofan uppfærði sína frétt. Hún hafði upphaflega ranglega eftir Rahmstorf að júlí hafi „klárlega“ verið hlýjasti mánuðurinn á jörðinni í tíu þúsund ár. Hann sagði að mánuðurinn væri „mjög líklega“ sá hlýjasti. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hitinn í methæðum í mánuð Hitinn í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum hefur farið yfir 43 gráður á selsíus þrjátíu og einn dag í röð. Ekkert lát virðist á sumarhitunum í Bandaríkjunum en júlímánuður verður sennilega heitasti mánuður sem mælingar hafa nokkru sinni sýnt. 31. júlí 2023 11:27 Hitinn að sliga heilbrigðiskerfið og fólk kælt niður í líkpokum Heilbrigðisstarfsmenn í Bandaríkjunum hafa gripið til þess ráðs að setja sjúklinga með sólsting, eða hitaslag, í líkpoka fulla af klaka til að kæla þá hratt og örugglega niður. 19. júlí 2023 08:55 Varað við nýjum hitametum á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó Íbúar á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó hafa verið varaðir við því að ný hitamet gætu fallið á morgun, þegar hiti gæti farið yfir 49 stig. Hitabylgjan Karon fylgir nú í kjölfar Kerberusar, sem olli gríðarlegum hita á svæðinu í síðustu viku. 17. júlí 2023 07:48 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Meðalhiti jarðar í júlí var um einni og hálfri gráðu hærri en að meðaltali fyrir iðnbyltingu. Júlí var þannig ekki aðeins hlýjasti júlímánuður frá upphafi mælinga, þriðjungi úr gráðu hlýrri en júlí árið 2019, heldur hlýjasti mánuðurinn frá upphafi samkvæmt gögnum evrópska Kópernikusarverkefnisins. Hitamet af þessu tagi eru yfirleitt slegin með hundraðasta eða tíunda hluta úr gráðu. Júní var einnig sá hlýjasti frá upphafi mælinga að mati stofnunarinnar, bandarísku geimvísindstofnunarinnar NASA og Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA). „Þessi met hafa hörmulegar afleiðingar í för með sér bæði fyrir fólk og plánetuna sem er útsett fyrir æ tíðari og ákafari öfgum,“ sagði Samantha Burgess, aðstoðarfostöðumaður Kópernikusarverkefnisins, þegar tilkynnt var um methitann í júlí í dag. Gögn Kópernikusar ná aftur til ársins 1940. Hitinn sem mældist í júlí er þó hærri en dæmi eru um í mæligögnum NOAA sem ná aftur til 1850. Vísindamenn telja að júlíhitinn sé fordæmalaus mun lengra aftur í tímann, jafnvel þúsundir ára. „Þetta er sláandi met og gerir hann mjög líklega hlýjasta mánuð á jörðinni í tíu þúsund ár,“ segir Stefan Rahmstorf, loftlagsvísindamaður við Potsdam-stofnunina í Þýskalandi, við AP-fréttastofuna. Íbúi í Phoenix í Bandaríkjunum svalar þorstanum. Hiti þar fór vel yfir fjörutíu gráður í meira en mánuð í sumar.AP/Ross D. Franklin Næsta ár kann að verða enn hlýrra með vaxandi El niño Loftslag á jörðinni fer hlýnandi vegna stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Til að bæta gráu ofan á svart myndaðist El niño-veðurfyrirbrigðið í Kyrrahafi fyrr á þessu ári en það vermir að jafnaði lofthjúpinn. „Ég held að það sé óhætt að segja á þessu stigi að 2023 sé langlíklegast til þess að verða hlýjasta árið frá upphafi mælinga,“ segir Zeke Hausfather, loftslagsvísindamaður, við Washington Post. Útreikningar sem byggjast á gögnum Kópernikusar benda til þess að 85 prósent líkur séu á því að 2023 tylli sér á toppinn yfir hlýjustu ár í mælingarsögunni. Gögn NASA og NOAA benda einnig til að meiri en helmingslíkur séu á því að árið setji met. Hausfather býst við því að hitinn verði áfram í hæstu hæðum út árið. Jafnvel þó að svo verði ekki séu líkur á að árshitametið falli í ár. Árið í ár kann að vera aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal. El niño-áhrifin fara enn vaxandi og gætu verið í hámarki á næsta ári. Árið 2024 kann því að verða enn heitara en 2023. Uppfært 9.8.2023 Tilvitnun í Stefan Rahmstorf var breytt eftir að AP-fréttastofan uppfærði sína frétt. Hún hafði upphaflega ranglega eftir Rahmstorf að júlí hafi „klárlega“ verið hlýjasti mánuðurinn á jörðinni í tíu þúsund ár. Hann sagði að mánuðurinn væri „mjög líklega“ sá hlýjasti.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hitinn í methæðum í mánuð Hitinn í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum hefur farið yfir 43 gráður á selsíus þrjátíu og einn dag í röð. Ekkert lát virðist á sumarhitunum í Bandaríkjunum en júlímánuður verður sennilega heitasti mánuður sem mælingar hafa nokkru sinni sýnt. 31. júlí 2023 11:27 Hitinn að sliga heilbrigðiskerfið og fólk kælt niður í líkpokum Heilbrigðisstarfsmenn í Bandaríkjunum hafa gripið til þess ráðs að setja sjúklinga með sólsting, eða hitaslag, í líkpoka fulla af klaka til að kæla þá hratt og örugglega niður. 19. júlí 2023 08:55 Varað við nýjum hitametum á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó Íbúar á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó hafa verið varaðir við því að ný hitamet gætu fallið á morgun, þegar hiti gæti farið yfir 49 stig. Hitabylgjan Karon fylgir nú í kjölfar Kerberusar, sem olli gríðarlegum hita á svæðinu í síðustu viku. 17. júlí 2023 07:48 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Hitinn í methæðum í mánuð Hitinn í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum hefur farið yfir 43 gráður á selsíus þrjátíu og einn dag í röð. Ekkert lát virðist á sumarhitunum í Bandaríkjunum en júlímánuður verður sennilega heitasti mánuður sem mælingar hafa nokkru sinni sýnt. 31. júlí 2023 11:27
Hitinn að sliga heilbrigðiskerfið og fólk kælt niður í líkpokum Heilbrigðisstarfsmenn í Bandaríkjunum hafa gripið til þess ráðs að setja sjúklinga með sólsting, eða hitaslag, í líkpoka fulla af klaka til að kæla þá hratt og örugglega niður. 19. júlí 2023 08:55
Varað við nýjum hitametum á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó Íbúar á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó hafa verið varaðir við því að ný hitamet gætu fallið á morgun, þegar hiti gæti farið yfir 49 stig. Hitabylgjan Karon fylgir nú í kjölfar Kerberusar, sem olli gríðarlegum hita á svæðinu í síðustu viku. 17. júlí 2023 07:48