Öflugt jökulhlaup skolaði burt heilu húsunum Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2023 11:21 Íbúar í Juneau skoða hús sem Mendenhall-áin gróf undan í miklu jökullhlaupi um helgina. AP/Becky Bohrer Engan sakaði þegar jökulhlaup hreif með sér íbúðarhús við bakka Mendenhall-árinnar í Juneau í Alaska í Bandaríkjunum um helgina. Hlaupið var mun kröftugra en fyrri flóð sem hafa orðið á undanförnum árum. Tvö íbúðarhús hrundu í heilu lagi út í ána og hluti af því þriðja þegar hlaupið gróf undan þeim á laugardag. Fimm byggingar til viðbótar voru lýst óíbúðarhæf vegna skemmdanna. Robert Barr, aðstoðarborgarstjóri Juneau, segir þó að mögulegt sé að hægt verði að bjarga einhverjum þeirra með meiriháttar viðgerðum eða uppfyllingu á árbakkanum. Hlaupið fór af stað þegar vatn úr lóni við Mendenhall-jökulinn braut sér leið í gegnum hann og flæddi niður farveg árinnar. Slík flóð hafa átt sér stað á hverju sumri frá 2011. Straumurinn í þeim hefur þó vaxið hægar en í hlaupinu nú, yfirleitt yfir nokkra daga. Áætlað er að hlaupið á laugardag hafi verið helmingi straumþyngra en öflugasta flóðið sem hafði mælst þar áður. Hlaupvatnið skolaði burt mælum sem vísindamenn komu fyrir til þess að safna gögnum um hlaup af þessu tagi, að sögn AP-fréttastofunnar. Jarðvegurinn við ána er að mestu leyti úr jökulseti sem er laust í sig. Því átti áin auðveldara með að narta í árbakkann þar sem húsin stóðu. Juneau er þriðja fjölmennsta borg Alaska. Bystanders could only watch as a home collapsed into the Mendenhall River in Juneau, Alaska, amid major flooding and erosion caused by a new glacier lake outburst flood. https://t.co/GlRVSHI5Y6 pic.twitter.com/5AfXld6mSY— ABC News (@ABC) August 6, 2023 Féll úr lóni sem hopandi jökull skildi eftir sig Þrátt fyrir að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi ekki komið hlaupinu sem slíku af stað sköpuðu þær aðstæðurnar sem gerðu það mögulegt. Vatnið flæddi úr lóni sem hefur myndast í dæld sem Sjálfsvígsjökullinn skilur eftir sig þegar hann hopar vegna hlýnandi loftslags. Mendenhall-jökullinn teppir lónið en hlaupið varð þegar vatnið náði að brjóta sér leið í gegnum ís og krapa. Það streymdi fyrst niður í Mendenhall-vatnið og þaðan niður farveg árinnar og í gegnum Juneau. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá myndband af því hvernig yfirborð lónsins við Sjálfsvígsjökulinn lækkaði þegar vatnið braut sér leið í gegnum Mendenhall-jökulinn á laugardag. Andrew Park, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Bandaríkjanna, segir að fyrsta hlaupið úr lóninu hafi átt sér stað í algeru þurrviðri fyrir tólf árum. Það hafi komið sérfræðingum í opna skjöldu þar sem rigningar séu yfirleitt valdur að flóðum af þessu tagi. Þeir komust brátt að því að bráðnunarvatn og úrkoma sem safnast saman í dældinni skapi slíkan þrýsting á Mendenhall-jökulinn að það nái að brjóta sér leið fram hjá honum. Á hverju ári fyllist lónið þar til nægur þrýstingur myndist til þess að vatnið komist fram hjá fyrirstöðu jökulsins. „Vatn finnur leið. Það finnur veikasta punktinn,“ segir Park við Washington Post. Hún sem hrundi að hluta út í Mendenhall-ána á laugardag. Tvö önnur hús hrundu alveg út í ána.AP/Mark Sabbatini/Juneau Empire Varað við hættu á flóðum úr jökullónum á Íslandi Nær ómögulegt er að spá fyrir um slík jökulhlaup. Allt að fimmtán milljónir manna víða um heim gætu verið í hættu af hlaupum af þessu tagi, meiri en helmingur þeirra í Indlandi, Pakistan, Perú og Kína samkvæmt rannsókn sem birtist fyrr á þessu ári. Allt að sex þúsund manns fórust í einu mannskæðasta jökulhlaupinu í Perú árið 1941. Hlaup úr jökullóni í Bresku Kólumbíu í Kanada fyrir þremur árum er talið hafa náð allt að hundrað metrum en engan sakaði í því. Jökulhlaup á Íslandi verða aðallega þegar vatn sem hefur safnast saman vegna jarðhita eða eldgosa undir jökli brýst fram. Á undanförnum árum hafa jarðfræðingar varað við hættunni á annars konar hlaupum sem geta komið úr lónum við sporða hopandi jökla við grjóthrun úr óstöðugum hlíðum sem jöklarnir skilja eftir. Hér á landi hafa tvö stór berghlaup fallið á jökla á síðastliðinni hálfri öld. Árið 1967 féll mjög stórt berghlaup ofan Steinsholtsjökuls, sem gengur norður úr Eyjafjallajökli, og árið 2007 féll berghlaup á Morsárjökul í sunnanverðum Vatnajökli. Bandaríkin Norðurslóðir Loftslagsmál Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Tvö íbúðarhús hrundu í heilu lagi út í ána og hluti af því þriðja þegar hlaupið gróf undan þeim á laugardag. Fimm byggingar til viðbótar voru lýst óíbúðarhæf vegna skemmdanna. Robert Barr, aðstoðarborgarstjóri Juneau, segir þó að mögulegt sé að hægt verði að bjarga einhverjum þeirra með meiriháttar viðgerðum eða uppfyllingu á árbakkanum. Hlaupið fór af stað þegar vatn úr lóni við Mendenhall-jökulinn braut sér leið í gegnum hann og flæddi niður farveg árinnar. Slík flóð hafa átt sér stað á hverju sumri frá 2011. Straumurinn í þeim hefur þó vaxið hægar en í hlaupinu nú, yfirleitt yfir nokkra daga. Áætlað er að hlaupið á laugardag hafi verið helmingi straumþyngra en öflugasta flóðið sem hafði mælst þar áður. Hlaupvatnið skolaði burt mælum sem vísindamenn komu fyrir til þess að safna gögnum um hlaup af þessu tagi, að sögn AP-fréttastofunnar. Jarðvegurinn við ána er að mestu leyti úr jökulseti sem er laust í sig. Því átti áin auðveldara með að narta í árbakkann þar sem húsin stóðu. Juneau er þriðja fjölmennsta borg Alaska. Bystanders could only watch as a home collapsed into the Mendenhall River in Juneau, Alaska, amid major flooding and erosion caused by a new glacier lake outburst flood. https://t.co/GlRVSHI5Y6 pic.twitter.com/5AfXld6mSY— ABC News (@ABC) August 6, 2023 Féll úr lóni sem hopandi jökull skildi eftir sig Þrátt fyrir að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi ekki komið hlaupinu sem slíku af stað sköpuðu þær aðstæðurnar sem gerðu það mögulegt. Vatnið flæddi úr lóni sem hefur myndast í dæld sem Sjálfsvígsjökullinn skilur eftir sig þegar hann hopar vegna hlýnandi loftslags. Mendenhall-jökullinn teppir lónið en hlaupið varð þegar vatnið náði að brjóta sér leið í gegnum ís og krapa. Það streymdi fyrst niður í Mendenhall-vatnið og þaðan niður farveg árinnar og í gegnum Juneau. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá myndband af því hvernig yfirborð lónsins við Sjálfsvígsjökulinn lækkaði þegar vatnið braut sér leið í gegnum Mendenhall-jökulinn á laugardag. Andrew Park, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Bandaríkjanna, segir að fyrsta hlaupið úr lóninu hafi átt sér stað í algeru þurrviðri fyrir tólf árum. Það hafi komið sérfræðingum í opna skjöldu þar sem rigningar séu yfirleitt valdur að flóðum af þessu tagi. Þeir komust brátt að því að bráðnunarvatn og úrkoma sem safnast saman í dældinni skapi slíkan þrýsting á Mendenhall-jökulinn að það nái að brjóta sér leið fram hjá honum. Á hverju ári fyllist lónið þar til nægur þrýstingur myndist til þess að vatnið komist fram hjá fyrirstöðu jökulsins. „Vatn finnur leið. Það finnur veikasta punktinn,“ segir Park við Washington Post. Hún sem hrundi að hluta út í Mendenhall-ána á laugardag. Tvö önnur hús hrundu alveg út í ána.AP/Mark Sabbatini/Juneau Empire Varað við hættu á flóðum úr jökullónum á Íslandi Nær ómögulegt er að spá fyrir um slík jökulhlaup. Allt að fimmtán milljónir manna víða um heim gætu verið í hættu af hlaupum af þessu tagi, meiri en helmingur þeirra í Indlandi, Pakistan, Perú og Kína samkvæmt rannsókn sem birtist fyrr á þessu ári. Allt að sex þúsund manns fórust í einu mannskæðasta jökulhlaupinu í Perú árið 1941. Hlaup úr jökullóni í Bresku Kólumbíu í Kanada fyrir þremur árum er talið hafa náð allt að hundrað metrum en engan sakaði í því. Jökulhlaup á Íslandi verða aðallega þegar vatn sem hefur safnast saman vegna jarðhita eða eldgosa undir jökli brýst fram. Á undanförnum árum hafa jarðfræðingar varað við hættunni á annars konar hlaupum sem geta komið úr lónum við sporða hopandi jökla við grjóthrun úr óstöðugum hlíðum sem jöklarnir skilja eftir. Hér á landi hafa tvö stór berghlaup fallið á jökla á síðastliðinni hálfri öld. Árið 1967 féll mjög stórt berghlaup ofan Steinsholtsjökuls, sem gengur norður úr Eyjafjallajökli, og árið 2007 féll berghlaup á Morsárjökul í sunnanverðum Vatnajökli.
Bandaríkin Norðurslóðir Loftslagsmál Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira