Hinn látni var 29 ára gamall Grikki, en eins og greint var frá hér á Vísi í morgun lést hann eftir að ólæti brutust út í aðdraganda þessa mikilvæga leiks.
Lögreglan í Aþenu segir frá því að auk þess látna hafi átta slasast í ólátunum og að hátt í hundrað manns hafi verið handteknir.
Tvö hundruð stuðningsmenn króatíska félagsins ferðuðust með bíl suður til Grikklands þrátt fyrir að UEFA hafi bannað stuðningsmenn útiliðsins á leiknum af öryggisástæðum.
Það sem hefði átt að vera seinni leikur liðanna mun fara fram eins og til stóð í Krótaíu næstkomandi þriðjudag, þann 15. ágúst. Leikurinn sem átti að fara fram í kvöld verður hins vegar spilaður annað hvort föstudaginn 18. ágúst eða laugardaginn 19. ágúst.