„Af hverju erum við alltaf að forðast íslenskuna?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. ágúst 2023 13:50 Eiríkur segist hafa áhyggjur af því hvaða hugmyndir um íslenskuna slíkar nafnabreytingar opinberi. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emiritus í íslenskri málfræði, segir að sér þyki nýtt nafn Rúmfatalagersins, JYSK, sérlega óheppilegt. Óvíst sé hvernig eigi að bera það fram auk þess sem það falli ekki vel inn í íslensku. Aðalatriðið sé þó að einstaka nafnabreytingar skipti ekki máli í stóra samhenginu, heldur hefur Eiríkur áhyggjur af því hvernig þær endurspegla ríkjandi hugmyndir um tungumálið. „Eitt og eitt heiti skiptir ekki máli þannig séð, en maður verður að horfa á þetta í samhengi og hvað svona nafnbreyting sýnir um hugmyndir okkar um íslensku og útlensku. Af hverju erum við alltaf að forðast íslenskuna?“ spyr Eiríkur í samtali við Vísi. Eins og komið hefur fram hyggst Rúmfatalagerinn breyta nafni sínu í JYSK, að danskri fyrirmynd, í lok september. Forsvarsmenn segja nafnbreytinguna síðasta skrefið í viðamiklum breytingum og segja nýja nafnið styðja áherslur sínar á aðrar vörur en rúmföt, þar sem Rúmfatalagerinn endurspegli ekki lengur vöruúrval. Um er að ræða enn eina breytinguna á íslenskum nöfnum á stuttum tíma en í júní var tilkynnt að sódavatnið Toppur yrði Bonaqua. Óheppilegt hugarfar „Svona einangruð dæmi skipta í raun engu máli. Það skiptir engu máli þó að einhver vara eins og Toppur eða eitthvert fyrirtæki eins og Rúmfatalagerinn breyti um nafn. Það sem ég hef miklu meiri áhyggjur af er í raun og veru það sem liggur að baki. Þetta viðhorf, eða hugmynd eða trú að erlend heiti séu á einhvern hátt heppilegri og að íslensk heiti séu, að því er virðist, hallærisleg,“ segir Eríkur. Hann segir það hafa tíðkast um langa hríð hér á landi að fyrirtæki beri erlend nöfn, eða allt frá aldamótum 19. og 20. aldar hið minnsta. Það sé hinsvegar nýjung að nú taki fyrirtæki upp erlend nöfn, bæði á sér sjálfum og vörum sínum í stað íslenskra sem hefð sé fyrir. „Ég hef miklu meiri áhyggjur af sjúkdómnum sjálfum heldur en sjúkdómseinkennunum. Þetta bara ber vott um þetta hugarfar, sem er óheppilegt, að erlend heiti virki á einhvern hátt betur heldur en íslensk.“ Falli illa inn í íslenskuna Eiríkur segir að sér þyki nafnið JYSK sérlega óheppilegt þar sem ekki sé á hreinu hvernig eigi að bera það fram. Hvort segja eigi „Jisk“ með íslenskum áherslum eða „Jusk“ með þeim dönsku. „Þarna kemur náttúrulega upp þessi vandi, hvernig á að bera þetta fram? Eigum við að líta svo á að þetta sé íslenskt orð og bera Y- fram eins og i, eins og við gerum í íslenskum orðum og segja „Jisk,“ eða eigum við að líkja eftir dönskum framburði og segja „Jusk“ eða eitthvað svoleiðis? Þetta er nú strax eitt sem er óheppilegt, finnst mér við þessa breytingu og kannski ekki alveg úthugsað því hvernig sem þú berð það fram þá hljómar það einhvern veginn mjög undarlega og fellur ekki inn í málið.“ Eiríkur segir ljóst að Rúmfatalagerinn hafi selt töluvert meira en bara rúmföt um nokkurra ára skeið.„Ókei látum það gott heita en það er engin afsökun fyrir því að taka upp útlenskt heiti. Það hefði alveg eins verið hægt að finna eitthvað íslenskt sem þá hentar betur.“ Eiríkur ræddi nafnbreytingu sódavatnsins Topps í Bonaqua í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í lok júní. Verslun Íslensk tunga Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Eitt og eitt heiti skiptir ekki máli þannig séð, en maður verður að horfa á þetta í samhengi og hvað svona nafnbreyting sýnir um hugmyndir okkar um íslensku og útlensku. Af hverju erum við alltaf að forðast íslenskuna?“ spyr Eiríkur í samtali við Vísi. Eins og komið hefur fram hyggst Rúmfatalagerinn breyta nafni sínu í JYSK, að danskri fyrirmynd, í lok september. Forsvarsmenn segja nafnbreytinguna síðasta skrefið í viðamiklum breytingum og segja nýja nafnið styðja áherslur sínar á aðrar vörur en rúmföt, þar sem Rúmfatalagerinn endurspegli ekki lengur vöruúrval. Um er að ræða enn eina breytinguna á íslenskum nöfnum á stuttum tíma en í júní var tilkynnt að sódavatnið Toppur yrði Bonaqua. Óheppilegt hugarfar „Svona einangruð dæmi skipta í raun engu máli. Það skiptir engu máli þó að einhver vara eins og Toppur eða eitthvert fyrirtæki eins og Rúmfatalagerinn breyti um nafn. Það sem ég hef miklu meiri áhyggjur af er í raun og veru það sem liggur að baki. Þetta viðhorf, eða hugmynd eða trú að erlend heiti séu á einhvern hátt heppilegri og að íslensk heiti séu, að því er virðist, hallærisleg,“ segir Eríkur. Hann segir það hafa tíðkast um langa hríð hér á landi að fyrirtæki beri erlend nöfn, eða allt frá aldamótum 19. og 20. aldar hið minnsta. Það sé hinsvegar nýjung að nú taki fyrirtæki upp erlend nöfn, bæði á sér sjálfum og vörum sínum í stað íslenskra sem hefð sé fyrir. „Ég hef miklu meiri áhyggjur af sjúkdómnum sjálfum heldur en sjúkdómseinkennunum. Þetta bara ber vott um þetta hugarfar, sem er óheppilegt, að erlend heiti virki á einhvern hátt betur heldur en íslensk.“ Falli illa inn í íslenskuna Eiríkur segir að sér þyki nafnið JYSK sérlega óheppilegt þar sem ekki sé á hreinu hvernig eigi að bera það fram. Hvort segja eigi „Jisk“ með íslenskum áherslum eða „Jusk“ með þeim dönsku. „Þarna kemur náttúrulega upp þessi vandi, hvernig á að bera þetta fram? Eigum við að líta svo á að þetta sé íslenskt orð og bera Y- fram eins og i, eins og við gerum í íslenskum orðum og segja „Jisk,“ eða eigum við að líkja eftir dönskum framburði og segja „Jusk“ eða eitthvað svoleiðis? Þetta er nú strax eitt sem er óheppilegt, finnst mér við þessa breytingu og kannski ekki alveg úthugsað því hvernig sem þú berð það fram þá hljómar það einhvern veginn mjög undarlega og fellur ekki inn í málið.“ Eiríkur segir ljóst að Rúmfatalagerinn hafi selt töluvert meira en bara rúmföt um nokkurra ára skeið.„Ókei látum það gott heita en það er engin afsökun fyrir því að taka upp útlenskt heiti. Það hefði alveg eins verið hægt að finna eitthvað íslenskt sem þá hentar betur.“ Eiríkur ræddi nafnbreytingu sódavatnsins Topps í Bonaqua í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í lok júní.
Verslun Íslensk tunga Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent