Sértækir skattar á íslenska banka þrisvar sinnum hærri en hvalrekaskattur Ítala
![„Staðreyndin er sú að íslensk fjármálafyrirtæki greiða mun hærri skatta en í nágrannalöndunum. Það er vegna þess að hér eru þrír sérskattar,“ segir Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur SFF.](https://www.visir.is/i/B84B9417ACB11C4095D5EE78DD26BF1C3072C658F1BF801405321558CB8EF15F_713x0.jpg)
Sértækir skattar á íslenska banka eru þrisvar sinnum hærri en Ítalir áforma að leggja einu sinni á sína banka í formi svokallaðs hvalrekaskatts. Hafa ber í huga að arðsemi íslenskra banka er almennt minni en í nágrannalöndum okkar. „Það er ekki ofurhagnaður hjá íslenskum bönkum og þeir eru skattlagðir í meira mæli en erlendis,“ segir hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja.