Gætu þurft að sprengja stíflu til að forðast flóðbylgju í Noregi Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2023 14:29 Grafa vinnur að því að styrkja stíflu í ánni Glommu við Braskereidfoss. Óttast er að stíflan bresti. AP/Bard Langvandslien/NTB Scanpix Yfirvöld í Noregi íhuga nú að sprengja hluta stíflu í Glommu, lengstu og vatnsmestu á landsins, sem óttast er að bresti og valdi hamfaraflóði. Ekki sér enn fyrir endann á úrhellisrigningu í Noregi og Svíþjóð sem gert hefur síðustu daga. Uppistöðulón við Braskereidfoss-vatnsaflsvirkjunina er yfirfullt eftir úrkomu síðustu daga. Lokur sem áttu að opnast sjálfkrafa þegar vatnsborðið hækkaði virkuðu ekki og því hefur ekki verið hægt að stýra flæði vatns. Virkjunin er án rafmagns vegna flóðanna og því hefur ekki verið hægt að ná sambandi við lokurnar. Lögregla segir að mögulega þurfi að sprengja gat á stífluna til þess að koma í veg fyrir að byggð fyrir neðan hana verði fyrir skemmdum ef vatn flæðir skyndilega af stað. „Þegar það er svona mikið vatn gætum við ímyndað okkur, í versta falli, nokkurs konar flóðbylgju geisast niður ána,“ sagði Merete Hjertø, talskona norsku lögreglunnar við norska ríkisútvarpið NRK. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin um að sprengja stífluna enn sem komið er, að sögn AP-fréttastofunnar. Aurskriða lenti á nokkrum íbúðarhúsum í Bagn í Valdres í miðsunnanverðum Noregi í gær.AP/Cornelius Poppe/NTB Scanpix Enn bætir í vatnselginn Áfram er spáð verulegri úrkomu í Noregi og Svíþjóð en hlutar beggja landa eru á floti eftir rigningar sem fylgdu storminum Hans. Ár hafa flætt yfir bakka sína, vegir hafa skemmst og fólk slasast af völdum fallandi trjágreina. Rauðar veðurviðvaranir eru í gildi í báðum löndum í dag vegna flóða- og skriðuhættu. Norsk kona á áttræðisaldri lést á sjúkrahúsi í morgun eftir að hún féll út í á í gær. Henni tókst að komast upp á bakkann af eigin rammleik en vegna flóðanna tók það fleiri klukkustundir að koma henni á sjúkrahús, að sögn lögreglu. Fleiri en sex hundruð manns var gert að yfirgefa heimili sín norðan af Osló í nótt. Allar helstu umferðaræðar á milli Osló og Þrándheims voru lokaðir í dag. Norska veðurstofan spáir allt að þrjátíu millímetra úrkomu í sunnanverðu landinu í dag. Þó að það sé ekki í sjálfu sér öfgakennt magn gætu afleiðingar úrkomunnar orðið það vegna ástandsins á svæðinu. Noregur Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Óveðrið Hans veldur usla á Norðurlöndum Yfirvöld í Noregi og Svíþjóð hafa sagt íbúum að búa sig undir gríðarmikið úrhelli næsta sólarhringinn, þegar óveðrið Hans gengur yfir. Miklar rigningar og öflugar vindhviður hafa nú þegar valdið aurskriðum sem truflað hafa vegasamgöngur og þá hafa tilkynningar borist um að þök hafi rifnað af húsum. 8. ágúst 2023 10:34 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Uppistöðulón við Braskereidfoss-vatnsaflsvirkjunina er yfirfullt eftir úrkomu síðustu daga. Lokur sem áttu að opnast sjálfkrafa þegar vatnsborðið hækkaði virkuðu ekki og því hefur ekki verið hægt að stýra flæði vatns. Virkjunin er án rafmagns vegna flóðanna og því hefur ekki verið hægt að ná sambandi við lokurnar. Lögregla segir að mögulega þurfi að sprengja gat á stífluna til þess að koma í veg fyrir að byggð fyrir neðan hana verði fyrir skemmdum ef vatn flæðir skyndilega af stað. „Þegar það er svona mikið vatn gætum við ímyndað okkur, í versta falli, nokkurs konar flóðbylgju geisast niður ána,“ sagði Merete Hjertø, talskona norsku lögreglunnar við norska ríkisútvarpið NRK. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin um að sprengja stífluna enn sem komið er, að sögn AP-fréttastofunnar. Aurskriða lenti á nokkrum íbúðarhúsum í Bagn í Valdres í miðsunnanverðum Noregi í gær.AP/Cornelius Poppe/NTB Scanpix Enn bætir í vatnselginn Áfram er spáð verulegri úrkomu í Noregi og Svíþjóð en hlutar beggja landa eru á floti eftir rigningar sem fylgdu storminum Hans. Ár hafa flætt yfir bakka sína, vegir hafa skemmst og fólk slasast af völdum fallandi trjágreina. Rauðar veðurviðvaranir eru í gildi í báðum löndum í dag vegna flóða- og skriðuhættu. Norsk kona á áttræðisaldri lést á sjúkrahúsi í morgun eftir að hún féll út í á í gær. Henni tókst að komast upp á bakkann af eigin rammleik en vegna flóðanna tók það fleiri klukkustundir að koma henni á sjúkrahús, að sögn lögreglu. Fleiri en sex hundruð manns var gert að yfirgefa heimili sín norðan af Osló í nótt. Allar helstu umferðaræðar á milli Osló og Þrándheims voru lokaðir í dag. Norska veðurstofan spáir allt að þrjátíu millímetra úrkomu í sunnanverðu landinu í dag. Þó að það sé ekki í sjálfu sér öfgakennt magn gætu afleiðingar úrkomunnar orðið það vegna ástandsins á svæðinu.
Noregur Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Óveðrið Hans veldur usla á Norðurlöndum Yfirvöld í Noregi og Svíþjóð hafa sagt íbúum að búa sig undir gríðarmikið úrhelli næsta sólarhringinn, þegar óveðrið Hans gengur yfir. Miklar rigningar og öflugar vindhviður hafa nú þegar valdið aurskriðum sem truflað hafa vegasamgöngur og þá hafa tilkynningar borist um að þök hafi rifnað af húsum. 8. ágúst 2023 10:34 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Óveðrið Hans veldur usla á Norðurlöndum Yfirvöld í Noregi og Svíþjóð hafa sagt íbúum að búa sig undir gríðarmikið úrhelli næsta sólarhringinn, þegar óveðrið Hans gengur yfir. Miklar rigningar og öflugar vindhviður hafa nú þegar valdið aurskriðum sem truflað hafa vegasamgöngur og þá hafa tilkynningar borist um að þök hafi rifnað af húsum. 8. ágúst 2023 10:34