Gætu þurft að sprengja stíflu til að forðast flóðbylgju í Noregi Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2023 14:29 Grafa vinnur að því að styrkja stíflu í ánni Glommu við Braskereidfoss. Óttast er að stíflan bresti. AP/Bard Langvandslien/NTB Scanpix Yfirvöld í Noregi íhuga nú að sprengja hluta stíflu í Glommu, lengstu og vatnsmestu á landsins, sem óttast er að bresti og valdi hamfaraflóði. Ekki sér enn fyrir endann á úrhellisrigningu í Noregi og Svíþjóð sem gert hefur síðustu daga. Uppistöðulón við Braskereidfoss-vatnsaflsvirkjunina er yfirfullt eftir úrkomu síðustu daga. Lokur sem áttu að opnast sjálfkrafa þegar vatnsborðið hækkaði virkuðu ekki og því hefur ekki verið hægt að stýra flæði vatns. Virkjunin er án rafmagns vegna flóðanna og því hefur ekki verið hægt að ná sambandi við lokurnar. Lögregla segir að mögulega þurfi að sprengja gat á stífluna til þess að koma í veg fyrir að byggð fyrir neðan hana verði fyrir skemmdum ef vatn flæðir skyndilega af stað. „Þegar það er svona mikið vatn gætum við ímyndað okkur, í versta falli, nokkurs konar flóðbylgju geisast niður ána,“ sagði Merete Hjertø, talskona norsku lögreglunnar við norska ríkisútvarpið NRK. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin um að sprengja stífluna enn sem komið er, að sögn AP-fréttastofunnar. Aurskriða lenti á nokkrum íbúðarhúsum í Bagn í Valdres í miðsunnanverðum Noregi í gær.AP/Cornelius Poppe/NTB Scanpix Enn bætir í vatnselginn Áfram er spáð verulegri úrkomu í Noregi og Svíþjóð en hlutar beggja landa eru á floti eftir rigningar sem fylgdu storminum Hans. Ár hafa flætt yfir bakka sína, vegir hafa skemmst og fólk slasast af völdum fallandi trjágreina. Rauðar veðurviðvaranir eru í gildi í báðum löndum í dag vegna flóða- og skriðuhættu. Norsk kona á áttræðisaldri lést á sjúkrahúsi í morgun eftir að hún féll út í á í gær. Henni tókst að komast upp á bakkann af eigin rammleik en vegna flóðanna tók það fleiri klukkustundir að koma henni á sjúkrahús, að sögn lögreglu. Fleiri en sex hundruð manns var gert að yfirgefa heimili sín norðan af Osló í nótt. Allar helstu umferðaræðar á milli Osló og Þrándheims voru lokaðir í dag. Norska veðurstofan spáir allt að þrjátíu millímetra úrkomu í sunnanverðu landinu í dag. Þó að það sé ekki í sjálfu sér öfgakennt magn gætu afleiðingar úrkomunnar orðið það vegna ástandsins á svæðinu. Noregur Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Óveðrið Hans veldur usla á Norðurlöndum Yfirvöld í Noregi og Svíþjóð hafa sagt íbúum að búa sig undir gríðarmikið úrhelli næsta sólarhringinn, þegar óveðrið Hans gengur yfir. Miklar rigningar og öflugar vindhviður hafa nú þegar valdið aurskriðum sem truflað hafa vegasamgöngur og þá hafa tilkynningar borist um að þök hafi rifnað af húsum. 8. ágúst 2023 10:34 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira
Uppistöðulón við Braskereidfoss-vatnsaflsvirkjunina er yfirfullt eftir úrkomu síðustu daga. Lokur sem áttu að opnast sjálfkrafa þegar vatnsborðið hækkaði virkuðu ekki og því hefur ekki verið hægt að stýra flæði vatns. Virkjunin er án rafmagns vegna flóðanna og því hefur ekki verið hægt að ná sambandi við lokurnar. Lögregla segir að mögulega þurfi að sprengja gat á stífluna til þess að koma í veg fyrir að byggð fyrir neðan hana verði fyrir skemmdum ef vatn flæðir skyndilega af stað. „Þegar það er svona mikið vatn gætum við ímyndað okkur, í versta falli, nokkurs konar flóðbylgju geisast niður ána,“ sagði Merete Hjertø, talskona norsku lögreglunnar við norska ríkisútvarpið NRK. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin um að sprengja stífluna enn sem komið er, að sögn AP-fréttastofunnar. Aurskriða lenti á nokkrum íbúðarhúsum í Bagn í Valdres í miðsunnanverðum Noregi í gær.AP/Cornelius Poppe/NTB Scanpix Enn bætir í vatnselginn Áfram er spáð verulegri úrkomu í Noregi og Svíþjóð en hlutar beggja landa eru á floti eftir rigningar sem fylgdu storminum Hans. Ár hafa flætt yfir bakka sína, vegir hafa skemmst og fólk slasast af völdum fallandi trjágreina. Rauðar veðurviðvaranir eru í gildi í báðum löndum í dag vegna flóða- og skriðuhættu. Norsk kona á áttræðisaldri lést á sjúkrahúsi í morgun eftir að hún féll út í á í gær. Henni tókst að komast upp á bakkann af eigin rammleik en vegna flóðanna tók það fleiri klukkustundir að koma henni á sjúkrahús, að sögn lögreglu. Fleiri en sex hundruð manns var gert að yfirgefa heimili sín norðan af Osló í nótt. Allar helstu umferðaræðar á milli Osló og Þrándheims voru lokaðir í dag. Norska veðurstofan spáir allt að þrjátíu millímetra úrkomu í sunnanverðu landinu í dag. Þó að það sé ekki í sjálfu sér öfgakennt magn gætu afleiðingar úrkomunnar orðið það vegna ástandsins á svæðinu.
Noregur Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Óveðrið Hans veldur usla á Norðurlöndum Yfirvöld í Noregi og Svíþjóð hafa sagt íbúum að búa sig undir gríðarmikið úrhelli næsta sólarhringinn, þegar óveðrið Hans gengur yfir. Miklar rigningar og öflugar vindhviður hafa nú þegar valdið aurskriðum sem truflað hafa vegasamgöngur og þá hafa tilkynningar borist um að þök hafi rifnað af húsum. 8. ágúst 2023 10:34 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira
Óveðrið Hans veldur usla á Norðurlöndum Yfirvöld í Noregi og Svíþjóð hafa sagt íbúum að búa sig undir gríðarmikið úrhelli næsta sólarhringinn, þegar óveðrið Hans gengur yfir. Miklar rigningar og öflugar vindhviður hafa nú þegar valdið aurskriðum sem truflað hafa vegasamgöngur og þá hafa tilkynningar borist um að þök hafi rifnað af húsum. 8. ágúst 2023 10:34