Það var ríkisfréttastofan KCNA sem sagði frá breytingunum en Kim hefur að auki kallað eftir auknum undirbúningi fyrir stríðsátök; aukinni vopnaframleiðslu og fleiri heræfingum.
Tilkynnt var um skipun Ri í tengslum við fund hermálanefndar landsins og í kjölfar heimsóknar leiðtogans í vopnaframleiðslufyrirtæki, þar sem hann sást meðal annars prófa skotvopn. Notaði hann tækifærið til að boða aukna vopna- og skotfæraframleiðslu.
Þá sagði ríkisfréttastofan Kim hafa rætt um fjölgun heræfinga til að þjálfa hermenn landsins á nýjust vopn og búnað. Tilgangurinn væri að gera heraflann undirbúinn undir að stríð gæti brotist út á hverri stundu.
Efnt verður til mikillar herskrúðgöngu 9. september næstkomandi, til að halda upp á að 75 ár eru liðin frá stofnun alþýðulýðveldisins. Fyrir um tveimur vikum var Kim viðstaddur aðra herskrúðgöngu ásamt fulltrúum frá Kína og Rússlandi þar sem nýjustu vopn landsins voru sýnd.