Uppbygging íþróttaaðstöðu í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, Halldór Benjamín Hreinsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Njörður Sigurðsson og Sandra Sigurðardóttir skrifa 10. ágúst 2023 12:00 Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar samþykkti á fundi bæjarráðs 10. ágúst 2023 að fresta uppbyggingu Hamarshallarinnar og fara strax af stað með byggingu gervigrasvallar í fullri stærð og leigja húsnæði í Vorsabæ fyrir neðan þjóðveg fyrir inniíþróttir. Ástæða þessa er að gífurleg þörf er á mikilli fjárfestingu í skolphreinsistöð bæjarins en Hveragerðisbær hefur því miður ekki sinnt uppbyggingu hennar í samræmi við íbúafjölgun. Einnig er nú mun erfiðara efnahagsumhverfi og verri lánskjör en fyrir rúmu ári síðan þegar ákveðið var að hefja uppbyggingu nýrrar Hamarshallar. Ekki loftborið íþróttahús heldur varanleg lausn Meirihluti bæjarstjórnar hefur frá því að hann tók við stjórn bæjarins í lok maí 2022 stefnt einarðlega að því koma upp íþróttaaðstöðu sem er varanleg, hagkvæm og hentar öllum, í stað loftborna íþróttahússins sem fauk af grunni sínum í febrúar 2022. Það markmið útilokar í raun sjálfkrafa að nýju loftbornu íþróttahúsi verði komið upp, lausn sem að minnihluti Sjálfstæðisflokksins hefur talað fyrir. Ljóst er að loftborið íþróttahús er ekki varanleg lausn, hún er dýrari en hefðbundnar lausnir til lengri tíma og hentar illa mörgum íþróttum auk þess sem hluti einstaklinga finnur til óþæginda í því vegna loftþrýstings og getur þess vegna ekki notað það. Gervigrasvöllur og íþróttahús leigt Ákveðið hefur verið að koma upp upphituðum gervigrasvelli í fullri stærð á íþróttasvæðinu inni í Dal en þar er framtíðaríþróttasvæði bæjarins skipulagt. Með því verður til góð aðstaða fyrir knattspyrnuiðkun. Nú er aðeins einn löglegur gervigrasvöllur á öllu Suðurlandi og er ljóst að góður möguleiki er að leigja út tíma sem Hamar notar ekki á gervigrasvelli til annarra liða og þar með eru góðir tekjumöguleikar. Hönnun og framkvæmdir á gervigrasvellinum fer strax af stað og standa vonir til þess að hann geti verið kominn upp á næsta ári en nákvæmari tímasetningar um framkvæmdir munu verða gefnar út á næstu vikum. Til þess að mæta mikilli þörf fyrir aðstöðu fyrir inniíþróttir hefur jafnframt verið ákveðið að taka á leigu húsnæði í Vorsabæ fyrir neðan veg. Lagt er upp með að húsnæðið sé um 700 fermetrar að stærð og verður lagt íþróttagólfi og verði leigt í 3-5 ár. Eftir þann tíma er vonast til þess að varanleg aðstaða til inniíþrótta verði komin upp. Þá er lagt upp með að bæta umferðaröryggi verulega í Vorsabæ vegna þessa. Unnið áfram að áætlun um uppbyggingu Hamarshallar Ákveðið hefur verið að fresta áætlunum um uppbyggingu Hamarshallarinnar en ekki hætta við þær. Gerð hefur verið skynsamleg áætlun um áfangauppbyggingu Hamarshallarinnar sem áfram verður byggt á. Tilboð sem bárust í alútboði, sem undirbúið var á síðasta ári, var öllum hafnað nú í apríl og ákveðið hefur verið halda ekki samkeppnisviðræðum við tilboðsgjafa áfram. Með því að fresta málinu og fara í þá uppbyggingu sem að framan er kynnt gefst meira svigrúm til að undirbúa málið vel og skoða alla mögulega kosti í ljósi fjárhagsstöðu. Í því samhengi má nefna að áhugi er á því að skoða samstarfsgrundvöll við fasteignafélög um uppbyggingu Hamarshallarinnar í samhengi við uppbyggingu íþróttahótels eða stækkun íþróttahúss við Skólamörk. Bætt aðstaða í vetur Þá hefur jafnframt verið ákveðið að ráðast í aðgerðir til að bæta þá íþróttaaðstöðu sem þegar er til staðar í bænum í samráði við Íþróttafélagið Hamar. Má þar t.d. nefna að koma upp nýjum körfuboltaspjöldum í íþróttahúsinu og ryðja snjó á gervigrasvellinum á grunni Hamarshallarinnar þegar á þarf að halda. Mikilvægt er að stíga þessi skref til að aðstaðan verði þolanlegri þar til varanlegri aðstaða hefur verið sett upp. Komið að skuldadögum í skolphreinsimálum Innviðaskuldin í Hveragerði er mikil og því miður hefur uppbygging innviða ekki haldist í við mikla íbúafjölgun síðustu ár. Stærsta skuldin er í skolphreinsimálum en hreinsistöð Hveragerðis í Vorsabæ annar ekki lengur íbúum og ferðamönnum í bænum. Staðan í dag er sú að lokað hefur verið fyrir veiði í Varmá vegna mengunar frá skolphreinsistöðinni. Við slíkt verður ekki búið og nauðsynlegt er að forgangsraða fjármunum í uppbyggingu og stækkun skolphreinsistöðvarinnar. Þetta er þó ekki ný staða því í raun hefur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands beint því til Hveragerðisbæjar allt frá árinu 2012 að bæta hreinsun fráveituvatns, en því miður var ekki nægileg áhersla lögð á að bæta fráveitumál hjá fyrrum meirihluta. Þessi staða skýrir m.a. ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar um að fresta uppbyggingu Hamarshallarinnar um skamman tíma á meðan komist er fyrir vind í skolphreinsimálum bæjarins. Með þessum aðgerðum verður íþróttaaðstaða í Hveragerði bætt með það að markmiði að byggja aðstöðu til framtíðar. Höfundar eru bæjarfulltrúar Okkar Hveragerði og Framsóknarflokks í meirihluta bæjarstjórnar Hveragerðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Hamar Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar samþykkti á fundi bæjarráðs 10. ágúst 2023 að fresta uppbyggingu Hamarshallarinnar og fara strax af stað með byggingu gervigrasvallar í fullri stærð og leigja húsnæði í Vorsabæ fyrir neðan þjóðveg fyrir inniíþróttir. Ástæða þessa er að gífurleg þörf er á mikilli fjárfestingu í skolphreinsistöð bæjarins en Hveragerðisbær hefur því miður ekki sinnt uppbyggingu hennar í samræmi við íbúafjölgun. Einnig er nú mun erfiðara efnahagsumhverfi og verri lánskjör en fyrir rúmu ári síðan þegar ákveðið var að hefja uppbyggingu nýrrar Hamarshallar. Ekki loftborið íþróttahús heldur varanleg lausn Meirihluti bæjarstjórnar hefur frá því að hann tók við stjórn bæjarins í lok maí 2022 stefnt einarðlega að því koma upp íþróttaaðstöðu sem er varanleg, hagkvæm og hentar öllum, í stað loftborna íþróttahússins sem fauk af grunni sínum í febrúar 2022. Það markmið útilokar í raun sjálfkrafa að nýju loftbornu íþróttahúsi verði komið upp, lausn sem að minnihluti Sjálfstæðisflokksins hefur talað fyrir. Ljóst er að loftborið íþróttahús er ekki varanleg lausn, hún er dýrari en hefðbundnar lausnir til lengri tíma og hentar illa mörgum íþróttum auk þess sem hluti einstaklinga finnur til óþæginda í því vegna loftþrýstings og getur þess vegna ekki notað það. Gervigrasvöllur og íþróttahús leigt Ákveðið hefur verið að koma upp upphituðum gervigrasvelli í fullri stærð á íþróttasvæðinu inni í Dal en þar er framtíðaríþróttasvæði bæjarins skipulagt. Með því verður til góð aðstaða fyrir knattspyrnuiðkun. Nú er aðeins einn löglegur gervigrasvöllur á öllu Suðurlandi og er ljóst að góður möguleiki er að leigja út tíma sem Hamar notar ekki á gervigrasvelli til annarra liða og þar með eru góðir tekjumöguleikar. Hönnun og framkvæmdir á gervigrasvellinum fer strax af stað og standa vonir til þess að hann geti verið kominn upp á næsta ári en nákvæmari tímasetningar um framkvæmdir munu verða gefnar út á næstu vikum. Til þess að mæta mikilli þörf fyrir aðstöðu fyrir inniíþróttir hefur jafnframt verið ákveðið að taka á leigu húsnæði í Vorsabæ fyrir neðan veg. Lagt er upp með að húsnæðið sé um 700 fermetrar að stærð og verður lagt íþróttagólfi og verði leigt í 3-5 ár. Eftir þann tíma er vonast til þess að varanleg aðstaða til inniíþrótta verði komin upp. Þá er lagt upp með að bæta umferðaröryggi verulega í Vorsabæ vegna þessa. Unnið áfram að áætlun um uppbyggingu Hamarshallar Ákveðið hefur verið að fresta áætlunum um uppbyggingu Hamarshallarinnar en ekki hætta við þær. Gerð hefur verið skynsamleg áætlun um áfangauppbyggingu Hamarshallarinnar sem áfram verður byggt á. Tilboð sem bárust í alútboði, sem undirbúið var á síðasta ári, var öllum hafnað nú í apríl og ákveðið hefur verið halda ekki samkeppnisviðræðum við tilboðsgjafa áfram. Með því að fresta málinu og fara í þá uppbyggingu sem að framan er kynnt gefst meira svigrúm til að undirbúa málið vel og skoða alla mögulega kosti í ljósi fjárhagsstöðu. Í því samhengi má nefna að áhugi er á því að skoða samstarfsgrundvöll við fasteignafélög um uppbyggingu Hamarshallarinnar í samhengi við uppbyggingu íþróttahótels eða stækkun íþróttahúss við Skólamörk. Bætt aðstaða í vetur Þá hefur jafnframt verið ákveðið að ráðast í aðgerðir til að bæta þá íþróttaaðstöðu sem þegar er til staðar í bænum í samráði við Íþróttafélagið Hamar. Má þar t.d. nefna að koma upp nýjum körfuboltaspjöldum í íþróttahúsinu og ryðja snjó á gervigrasvellinum á grunni Hamarshallarinnar þegar á þarf að halda. Mikilvægt er að stíga þessi skref til að aðstaðan verði þolanlegri þar til varanlegri aðstaða hefur verið sett upp. Komið að skuldadögum í skolphreinsimálum Innviðaskuldin í Hveragerði er mikil og því miður hefur uppbygging innviða ekki haldist í við mikla íbúafjölgun síðustu ár. Stærsta skuldin er í skolphreinsimálum en hreinsistöð Hveragerðis í Vorsabæ annar ekki lengur íbúum og ferðamönnum í bænum. Staðan í dag er sú að lokað hefur verið fyrir veiði í Varmá vegna mengunar frá skolphreinsistöðinni. Við slíkt verður ekki búið og nauðsynlegt er að forgangsraða fjármunum í uppbyggingu og stækkun skolphreinsistöðvarinnar. Þetta er þó ekki ný staða því í raun hefur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands beint því til Hveragerðisbæjar allt frá árinu 2012 að bæta hreinsun fráveituvatns, en því miður var ekki nægileg áhersla lögð á að bæta fráveitumál hjá fyrrum meirihluta. Þessi staða skýrir m.a. ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar um að fresta uppbyggingu Hamarshallarinnar um skamman tíma á meðan komist er fyrir vind í skolphreinsimálum bæjarins. Með þessum aðgerðum verður íþróttaaðstaða í Hveragerði bætt með það að markmiði að byggja aðstöðu til framtíðar. Höfundar eru bæjarfulltrúar Okkar Hveragerði og Framsóknarflokks í meirihluta bæjarstjórnar Hveragerðis.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun