Þyrlan sótti slasaða vélsleðamenn við Langjökul Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2023 14:45 TF-Gná gerð tilbúin til flugtaks í dag. Hún verður staðsett á Akureyri um helgina. Landhelgisgæslan Tvær bandarískar konur sem slösuðust í alvarlegu vélsleðaslysi við Langjökul í dag voru fluttar með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Fjöldi björgunarsveitarfólks af öllu Suðurlandi vestan Þjórsár var kallað út vegna slyssins en dregið var úr viðbúnaði vegna þess hversu hratt þyrlan komst á staðinn. Slysið átti sér stað við Skálpanes rétt við Langjökul. Útkall vegna slyssins barst um klukkan eitt samkvæmt upplýsingum Landsbjargar. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar en svo vel vildi til að hún var á æfingaflugi nærri Langjökli þegar kallið barst. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að slysið sé talið alvarlegt. Hann hafði ekki frekari upplýsingar um meiðsl kvennanna aðrar en að önnur þeirra væri slasaðri en hin. Konurnar hafi verið komnir undir læknishendur á Landspítalanum í Fossvogi innan við klukkustund eftir að útkallið barst. Þyrlan lenti þar klukkan rúmlega tvö í dag. Dregið var úr umfangi útkalls björgunarsveita eftir að ljóst varð að þyrlan næði að bregðast snöggt við. Einhver mannskapur þeirra var enn að aðstoða lögreglumenn að komast á staðinn til rannsóknar nú á þriðja tímanum, að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar sinnti einnig útkalli vegna bráðra veikinda í Hornvík á Vestfjöðum fyrr í dag. Þyrlusveitin annast útköll um helgina bæði frá Akureyri og Reykjavík. Lögreglan á Norðurlandi óskaði eftir viðveru hennar þar því gert er ráð fyrir fjölmenni í landshlutanum, meðal annars vegna bæjarhátíðarinnar Fiskidagsins mikla á Dalvík. Þannig styttist viðbragðstími þyrlusveitanna. Í tilkynningu frá Gæslunni segir að þyrlurnar hafi verið gerðar út frá Akureyri og Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina og það hafi gefist vel. Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Slysið átti sér stað við Skálpanes rétt við Langjökul. Útkall vegna slyssins barst um klukkan eitt samkvæmt upplýsingum Landsbjargar. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar en svo vel vildi til að hún var á æfingaflugi nærri Langjökli þegar kallið barst. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að slysið sé talið alvarlegt. Hann hafði ekki frekari upplýsingar um meiðsl kvennanna aðrar en að önnur þeirra væri slasaðri en hin. Konurnar hafi verið komnir undir læknishendur á Landspítalanum í Fossvogi innan við klukkustund eftir að útkallið barst. Þyrlan lenti þar klukkan rúmlega tvö í dag. Dregið var úr umfangi útkalls björgunarsveita eftir að ljóst varð að þyrlan næði að bregðast snöggt við. Einhver mannskapur þeirra var enn að aðstoða lögreglumenn að komast á staðinn til rannsóknar nú á þriðja tímanum, að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar sinnti einnig útkalli vegna bráðra veikinda í Hornvík á Vestfjöðum fyrr í dag. Þyrlusveitin annast útköll um helgina bæði frá Akureyri og Reykjavík. Lögreglan á Norðurlandi óskaði eftir viðveru hennar þar því gert er ráð fyrir fjölmenni í landshlutanum, meðal annars vegna bæjarhátíðarinnar Fiskidagsins mikla á Dalvík. Þannig styttist viðbragðstími þyrlusveitanna. Í tilkynningu frá Gæslunni segir að þyrlurnar hafi verið gerðar út frá Akureyri og Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina og það hafi gefist vel.
Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira