Fótbolti

PSG sam­þykkir til­boð Al-Hilal í Neymar: Læknis­skoðun í dag

Aron Guðmundsson skrifar
Neymar er á leið til Sádi-Arabíu ef marka má nýjustu fréttir
Neymar er á leið til Sádi-Arabíu ef marka má nýjustu fréttir Vísir/Getty

Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain hafa samþykkt tilboð frá sádi-arabíska liðinu Al-Hilal í brasilíska sóknarmanninn Neymar. Sky Sports greinir frá og segir leikmanninn gangast undir læknisskoðun í dag.  

Sky Sports telur nánast öruggt að fé­lags­skipti Neymar til Al-Hilal gangi í gegn á næstu 48 klukku­stundum en hann er þá næsta stór­stjarnan til þess að færa sig um set úr Evrópu­boltanum yfir til sádi-arabísku deildarinnar.

Kaup­verð Al-Hilal á kappanum er talið vera því sem nemur rúmum 86 milljónum punda, tölu­vert lægri upp­hæð en sú sem Paris Saint-Germain greiddi fyrir leik­manninn er hann gekk til liðs við fé­lagið frá Barcelona árið 2017.

Þá borgaði PSG því sem nemur 200 milljónum punda til þess að gera Neymar að leik­manni sínum, met­u­pp­hæð sem hefur verið greidd fyrir leik­mann í knatt­spyrnu­heiminum.

Neymar er 31 árs gamall og ef því sem kemst næst ekki í plönum nýja knatt­spyrnu­stjóra fé­lagsins, Luis Enriqu­e.

Neymar hlaut knatt­spyrnu­legt upp­eldi í heima­landi sínu Brasilíu hjá Santos en sumarið 2013 var hann keyptur til spænska stór­veldisins Barcelona þar sem að hann spilaði 186 leiki með aðal­liði fé­lagsins, skoraði 105 mörk og gaf 76 stoð­sendingar.

Hann fór svo, líkt og fyrr segir, til Paris Saint-Germain og hefur þar spilað 173 leiki, skorað 118 mörk og gefið 77 stoð­sendingar.

Þá á hann að baki 124 leiki fyrir brasilíska lands­liðið og hefur í þeim leikjum skorað 77 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×