Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 0-4 | Emil Atlason allt í öllu Kári Mímisson skrifar 14. ágúst 2023 21:15 Emil Atlason [til hægri] fór mikinn í kvöld. Vísir/Diego Emil Atlason skoraði tvö, mögulega þrjú mörk, þegar Stjarnan heimsótti Fylki í lokaleik 19. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu. Stjarnan hafði fyrir leik kvöldsins ekki tapað gegn Fylki í efstu deild í heilan áratug. Á því varð engin breyting í kvöld. Stjarnan mætti í Árbæinn til að leika við Fylki í lokaleik 19. umferðar Bestu deildar karla. Gestirnir úr Garðabæ fóru með afar sannfærandi 4-0 sigur af velli og skelltu sér upp í fjórða sætið í leiðinni. Áhorfendur í Árbænum þurftu ekki að bíða lengi eftir að fyrsta mark leiksins fengi að líta dagsins ljós en það gerði Emil Atlason á fimmtu mínútu eftir frábæra sendingu frá Hilmari Árna Halldórssyni. Ragnar Bragi Sveinsson tapaði boltanum á slæmum stað og Stjarnan brunaði í sókn. Hilmar Árni fékk boltann og átti frábæra sendingu á Emil sem tók glæsilega á móti boltanum með hægri og lagði hann svo snyrtilega í hornið með vinstri. Frábært mark í alla staði og gestirnir komnir yfir. Gestirnir héldu uppteknum hætti og stýrðu leiknum alfarið. Fylkismenn fengu afskaplega lítinn tíma á boltanum og náðu ekki að skapa sér nein alvöru marktækifæri og áttu í vandræðum með spræka Garðbæinga. Á 36. mínútu leiksins tvöfaldaði síðan Stjarnan forystu sína og aftur var það Emil Atlason og í þetta sinn var það hinn 17 ára Helgi Fróði Ingason sem lagði upp fyrir hann. Þetta var í fyrsta sinn í sumar sem Helgi Fróði er í byrjunarliði Stjörnunnar og hann þakkaði heldur betur traustið. Fyrirgjöfin hitti beint í hlaupaleiðina hjá Emil sem mætti boltanum og stangaði hann í netið. Fleira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik því 2-0 fyrir gestina úr Garðabæ. Fylkismenn komu ágætlega úr hléinu og spilamennskan var talsvert betri fyrstu 25 mínúturnar eða svo í seinni hálfleik. Sóknarleikurinn var fremur bitlaus og liðið náði ekki að skapa sér nein opin marktækifæri. Á 72. mínútu gerði Stjarnan út um leikinn þegar Örvar Logi Örvarsson átti góða fyrirgjöf á Emil sem reis hæst í teignum og skallaði að marki af stuttu færi. Skalli hans fór í þverslána og þaðan í Ólaf Kristófer, markmann Fylkis, og þaðan í netið. Sjálfsmark þarf það því miður að vera eins súrt og það hljómar. Það var svo varamaðurinn Joey Gibbs sem setti punktinn yfir i-ið þegar hann skoraði fjórða mark Garðbæinga. Markið byrjaði auðvitað á því að Emil Atlason vann boltann fyrir sína menn og kom honum fram þar sem Róbert Frosti Þorkelsson átti fínan sprett upp hægri vænginn. Róbert Frosti átti góða sendingu á Gibbs sem fékk nægan tíma til að athafna sig. Skot hans var ekki fast en hárnákvæmt. Meira markvert gerðist ekki og því lauk leiknum með afar sannfærandi 4-0 sigri fyrir Stjörnuna. Stjarnan skoraði fjögur í kvöld.Vísir/Diego Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan var talsvert öflugra liðið á vellinum í dag. Fylkismenn náðu ekki að skapa sér nein alvöru færi og sókn Garðbæinga með Emil Atlason fremstan í flokki leit hrikalega vel út í dag. Fylkir átti afar erfitt með pressuna frá Stjörnunni sem gaf heimamönnum engan tíma á boltann. Hverjir stóðu upp úr? Emil Atlason var gjörsamlega frábær í dag og kom að öllum fjórum mörkunum. Frábær frammistaða hjá Emil í dag sem gæti orðið markakóngur þó hann hafi misst af byrjuninni á tímabilinu. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fylkis var ekki góður í dag og það er greinilegt að það á eftir að reynast Árbæingum erfitt að fylla skarð Óskars Borgþórssonar. Það er mikið áhyggjuefni ef það kemur ekkert inn til Fylkis fyrir lok gluggans í mínum huga. Hvað gerist næst? Fylkir fer til Eyja í næstu umferð á meðan Stjarnan fær KR í heimsókn til sín. Leikur ÍBV og Fylkis er á Sunnudaginn og hefst klukkan 16:15 á meðan leikur Stjörnunnar og KR er á mánudaginn eftir viku og hefst klukkan 19:15. Vildum fara í þessa vegferð með okkar mannskap, stóla á hann og klára þetta mót með stæl Rúnar Páll, þjálfari Fylkis.Vísir/Diego Rúnar Páll, þjálfari Fylkis, var að vonum vonsvikinn eftir tapið stóra í kvöld. Hann segist liðið hafa átt afar erfitt í upphafi leiks og að fyrri hálfleikur hafi ekki verið góður hjá liðinu. Á sama tíma hrósar hann sínum gömlu lærisveinum í Stjörnunni fyrir fyrstu tvö mörk leiksins þó svo að hann telji að sýnir menn eigi að geta gert betur í þeim. „Ég veit ekki alveg hvað maður á að segja eiginlega. Við mættum einfaldlega miklu betra liði í dag og sáum varla til sólar hér í fyrri hálfleik. Við vorum ágætir fyrstu 15-20 mínúturnar í seinni hálfleik. Þriðja markið hjá þeim var svona vendipunkturinn í þessu, við vorum ágætir og hefðum getað fengið 2-1 markið en í staðinn skora þeir mark númer þrjú og gera út um þetta.“ „Stjarnan var bara miklu betri en við í dag svo einfalt er það. Við réðum ekkert við það hvernig þeir spiluðu í byrjun leiks og ég tek það bara á mig. Mér fannst við vera undirbúnir en greinilega ekki miða við hvernig þeir spiluðu fyrri hálfleikinn. Ég hef heilt yfir áhyggjur af spilamennskunni í dag. Við leystum þennan fyrri hálfleik illa og vorum langt frá mönnum. Það kom ekkert út úr einu né neinu.“ „Stjarnan er náttúrulega pressulið og menn voru skíthræddir þegar þeir fengu menn á sig. Fyrstu tvö mörkin eru náttúrulega bara hlægilega af okkar hálfu en á sama tíma feikilega vel gert hjá Stjörnumönnum. Við þurfum bara að vera klárir í næsta leik en þetta var ekki gott.“ Glugginn er að loka og þegar Rúnar er spurður hvort eitthvað sé að frétta hjá þeim svona rétt fyrir lok gluggans svara Rúnar snöggt að svo sé ekki. „Nei það er ekkert að gerast hjá okkur.“ En hver er ástæðan fyrir því? „Í sjálfu sér ekki. Það þarf að finna leikmenn hér inn og við ákváðum að fara í þessa vegferð með liðið okkar, fengum Svein Gísla inn á láni því til að reyna að laga varnarleikinn. Það er engin sérstök ástæða fyrir því. Við vildum bara fara í þessa vegferð með okkar mannskap, stóla á hann og klára þetta mót með stæl. Það þýðir ekkert annað.“ Besta deild karla Stjarnan Fylkir
Emil Atlason skoraði tvö, mögulega þrjú mörk, þegar Stjarnan heimsótti Fylki í lokaleik 19. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu. Stjarnan hafði fyrir leik kvöldsins ekki tapað gegn Fylki í efstu deild í heilan áratug. Á því varð engin breyting í kvöld. Stjarnan mætti í Árbæinn til að leika við Fylki í lokaleik 19. umferðar Bestu deildar karla. Gestirnir úr Garðabæ fóru með afar sannfærandi 4-0 sigur af velli og skelltu sér upp í fjórða sætið í leiðinni. Áhorfendur í Árbænum þurftu ekki að bíða lengi eftir að fyrsta mark leiksins fengi að líta dagsins ljós en það gerði Emil Atlason á fimmtu mínútu eftir frábæra sendingu frá Hilmari Árna Halldórssyni. Ragnar Bragi Sveinsson tapaði boltanum á slæmum stað og Stjarnan brunaði í sókn. Hilmar Árni fékk boltann og átti frábæra sendingu á Emil sem tók glæsilega á móti boltanum með hægri og lagði hann svo snyrtilega í hornið með vinstri. Frábært mark í alla staði og gestirnir komnir yfir. Gestirnir héldu uppteknum hætti og stýrðu leiknum alfarið. Fylkismenn fengu afskaplega lítinn tíma á boltanum og náðu ekki að skapa sér nein alvöru marktækifæri og áttu í vandræðum með spræka Garðbæinga. Á 36. mínútu leiksins tvöfaldaði síðan Stjarnan forystu sína og aftur var það Emil Atlason og í þetta sinn var það hinn 17 ára Helgi Fróði Ingason sem lagði upp fyrir hann. Þetta var í fyrsta sinn í sumar sem Helgi Fróði er í byrjunarliði Stjörnunnar og hann þakkaði heldur betur traustið. Fyrirgjöfin hitti beint í hlaupaleiðina hjá Emil sem mætti boltanum og stangaði hann í netið. Fleira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik því 2-0 fyrir gestina úr Garðabæ. Fylkismenn komu ágætlega úr hléinu og spilamennskan var talsvert betri fyrstu 25 mínúturnar eða svo í seinni hálfleik. Sóknarleikurinn var fremur bitlaus og liðið náði ekki að skapa sér nein opin marktækifæri. Á 72. mínútu gerði Stjarnan út um leikinn þegar Örvar Logi Örvarsson átti góða fyrirgjöf á Emil sem reis hæst í teignum og skallaði að marki af stuttu færi. Skalli hans fór í þverslána og þaðan í Ólaf Kristófer, markmann Fylkis, og þaðan í netið. Sjálfsmark þarf það því miður að vera eins súrt og það hljómar. Það var svo varamaðurinn Joey Gibbs sem setti punktinn yfir i-ið þegar hann skoraði fjórða mark Garðbæinga. Markið byrjaði auðvitað á því að Emil Atlason vann boltann fyrir sína menn og kom honum fram þar sem Róbert Frosti Þorkelsson átti fínan sprett upp hægri vænginn. Róbert Frosti átti góða sendingu á Gibbs sem fékk nægan tíma til að athafna sig. Skot hans var ekki fast en hárnákvæmt. Meira markvert gerðist ekki og því lauk leiknum með afar sannfærandi 4-0 sigri fyrir Stjörnuna. Stjarnan skoraði fjögur í kvöld.Vísir/Diego Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan var talsvert öflugra liðið á vellinum í dag. Fylkismenn náðu ekki að skapa sér nein alvöru færi og sókn Garðbæinga með Emil Atlason fremstan í flokki leit hrikalega vel út í dag. Fylkir átti afar erfitt með pressuna frá Stjörnunni sem gaf heimamönnum engan tíma á boltann. Hverjir stóðu upp úr? Emil Atlason var gjörsamlega frábær í dag og kom að öllum fjórum mörkunum. Frábær frammistaða hjá Emil í dag sem gæti orðið markakóngur þó hann hafi misst af byrjuninni á tímabilinu. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fylkis var ekki góður í dag og það er greinilegt að það á eftir að reynast Árbæingum erfitt að fylla skarð Óskars Borgþórssonar. Það er mikið áhyggjuefni ef það kemur ekkert inn til Fylkis fyrir lok gluggans í mínum huga. Hvað gerist næst? Fylkir fer til Eyja í næstu umferð á meðan Stjarnan fær KR í heimsókn til sín. Leikur ÍBV og Fylkis er á Sunnudaginn og hefst klukkan 16:15 á meðan leikur Stjörnunnar og KR er á mánudaginn eftir viku og hefst klukkan 19:15. Vildum fara í þessa vegferð með okkar mannskap, stóla á hann og klára þetta mót með stæl Rúnar Páll, þjálfari Fylkis.Vísir/Diego Rúnar Páll, þjálfari Fylkis, var að vonum vonsvikinn eftir tapið stóra í kvöld. Hann segist liðið hafa átt afar erfitt í upphafi leiks og að fyrri hálfleikur hafi ekki verið góður hjá liðinu. Á sama tíma hrósar hann sínum gömlu lærisveinum í Stjörnunni fyrir fyrstu tvö mörk leiksins þó svo að hann telji að sýnir menn eigi að geta gert betur í þeim. „Ég veit ekki alveg hvað maður á að segja eiginlega. Við mættum einfaldlega miklu betra liði í dag og sáum varla til sólar hér í fyrri hálfleik. Við vorum ágætir fyrstu 15-20 mínúturnar í seinni hálfleik. Þriðja markið hjá þeim var svona vendipunkturinn í þessu, við vorum ágætir og hefðum getað fengið 2-1 markið en í staðinn skora þeir mark númer þrjú og gera út um þetta.“ „Stjarnan var bara miklu betri en við í dag svo einfalt er það. Við réðum ekkert við það hvernig þeir spiluðu í byrjun leiks og ég tek það bara á mig. Mér fannst við vera undirbúnir en greinilega ekki miða við hvernig þeir spiluðu fyrri hálfleikinn. Ég hef heilt yfir áhyggjur af spilamennskunni í dag. Við leystum þennan fyrri hálfleik illa og vorum langt frá mönnum. Það kom ekkert út úr einu né neinu.“ „Stjarnan er náttúrulega pressulið og menn voru skíthræddir þegar þeir fengu menn á sig. Fyrstu tvö mörkin eru náttúrulega bara hlægilega af okkar hálfu en á sama tíma feikilega vel gert hjá Stjörnumönnum. Við þurfum bara að vera klárir í næsta leik en þetta var ekki gott.“ Glugginn er að loka og þegar Rúnar er spurður hvort eitthvað sé að frétta hjá þeim svona rétt fyrir lok gluggans svara Rúnar snöggt að svo sé ekki. „Nei það er ekkert að gerast hjá okkur.“ En hver er ástæðan fyrir því? „Í sjálfu sér ekki. Það þarf að finna leikmenn hér inn og við ákváðum að fara í þessa vegferð með liðið okkar, fengum Svein Gísla inn á láni því til að reyna að laga varnarleikinn. Það er engin sérstök ástæða fyrir því. Við vildum bara fara í þessa vegferð með okkar mannskap, stóla á hann og klára þetta mót með stæl. Það þýðir ekkert annað.“
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti