Neymar gerði tveggja ára samning við sádí-arabíska félagið og fær 138 milljónir punda í laun á ári eða 23 milljarða króna. Þetta eru ekki eins góð laun og hjá Cristiano Ronaldo en stórbrotin laun engu að síður.
Það eru aftur á móti fríðindin sem Al-Hilal bjóða Brasilíumanninum sem hafa kannski vakið enn meiri athygli.
Neymar joining Saudi Arabia s Al-Hilal in £86m deal as PSG end galáctico era https://t.co/coEqOLMOPI
— Guardian sport (@guardian_sport) August 14, 2023
Samkvænt frétt Foot Mercat þá mun Neymar fá aðgengi að einkaflugvél, hann fær risahús með starfsfólki, 80 þúsund evru bónus fyrir hvern sigur Al-Hilal (11,5 milljónir) og 500 þúsund evrur fyrir hverja færslu á samfélagsmiðlum sem hrósar Sádí Arabíu en það gera 72 milljónir króna.
Al-Hilal er frá Riyadh og spilar heimaleiki sína á Alþjóðlega King Fahd leikvanginum sem tekur yfir 68 þúsund áhorfendur.
Al-Hilal endaði í þriðja sæti á síðustu leiktíð en liðið sótti í sumar Kalidou Koulibaly frá Chelsea, Rúben Neves frá Wolves og Sergej Milinković-Savić frá Lazio og Malcom frá Zenit Sánkti Pétursburg.
A private plane at his disposal
— Khel Now World Football (@KhelNowWF) August 14, 2023
A huge house with staff
80,000 bonus for every Al-Hilal win
500,000 for every social media post that promotes Saudi Arabia
These are some of the perks Neymar will experience because of his move to Al-Hilal, via @FootMercato pic.twitter.com/5gQtJdnsTg