Notaði stolið fé til að gefa milljarða fyrir þingkosningarnar Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2023 09:18 Sam Bankman-Fried á ekki sjö dagana sæla þessa dagana. Réttarhöld yfir honum eiga að hefjast í byrjun otkóber. AP/John Minchillo Bandarískir saksóknarar segja að Sam Bankman-Fried, stofnandi fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, hafi notað meira en þrettán milljarða króna sem hann stal af viðskiptavinum fyrirtækisins til þess að styrkja stjórnmálaflokka fyrir þingkosningar í fyrra. Hann hafi skipað undirmönnum sínum að fela slóð peninganna. Bankman-Fried er ákærður fyrir stórfelld fjársvik í tengslum við FTX, þriðju stærstu rafmyntakauphöll heims, sem fór á hausinn síðasta haust. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa veitt milljörðum dollara af fjármunum viðskiptavina til annars fyrirtækis í hans eigu sem stóð í áhættufjárfestingum. Uppfærð ákæra á hendur Bankman-Fried var lögð fram fyrir alríkisdómstól í New York í gær. Í henni er hann sakaður um að hafa skipað tveimur stjórnendum FTX að komast í kringum takmörk á framlög til stjórnmálaflokka og fela uppruna fjárins. Alls hafi hann notað hundrað milljónir dollara af stolnu fé, jafnvirði rúmra þrettán milljarða króna, í kosningaframlög. Hluti ákærunnar sem snerist um meint samsæri Bankman-Frieds um að brjóta lög um framlög til stjórnmálaframboða var felldur út vegna mótmæla yfirvalda á Bahamaeyjum. Bankman-Fried var framseldur þaðan í desember en yfirvöld þar segjast aldrei hafa ætlað að framselja hann vegna kosningaframlagabrota, að því er segir í frétt Reuters. Bankman-Fried er þó áfram ákærður fyrir kosningaframlögin sem hluta af fjársvikunum og peningaþvættinu sem hann er sakaður um að hafa framið. Ætlaði sér að grisja út þingmenn sem væru á móti rafmyntum Nishad Singh, fyrrverandi yfirverkfræðingur FTX, er annar stjórnendanna sem Bankman-Fried er sagður hafa notað til þess að gefa stjórnmálaflokkunum fé. Singh játaði sig sakan um fjársvik og brot á lögum um kosningaframlög í febrúar. Hann gaf frambjóðendum Demókrataflokksins 9,7 milljónir dollara, jafnvirði hátt í 1,3 milljarða króna, fyrir þingkosningarnar í nóvember. Hann segist hafa vitað af því að féð kæmi frá viðskiptavinum FTX. Hinn maðurinn er Ryan Salame, fyrrverandi aðstoðarforstjóri FTX á Bahamaeyjum. Hann gaf frambjóðendum Repúblikanaflokksins meira en 24 milljónir dollara, jafnvirði hátt í 3,2 milljarða króna, fyrir kosningarnar. Salame neitar að bera vitni í máli Bankman-Frieds og ber fyrir sig rétt sinn til þess að koma ekki sök á sjálfan sig. Saksóknarar segjast hafa undir höndum skilaboð sem Salame frá því í nóvember árið 2021 þar sem hann hafi sagt að Bankman-Fried vildi grisja út bæði demókrata og repúblikana sem hefðu efasemdir um rafmyntir og að hann ætlaði líklega að nota sig sem millilið til þess að gera það repúblikanamegin. „Hann nýtti sér áhrif sín til þess að beita þingið og eftirlitsstofnanir þrýstingi til þess að styðja frumvörp og reglur sem hann taldi að gerði FTX auðveldara fyrir að taka við innistæðum viðskiptavina og vaxa,“ segir í ákærunni á hendur Bankman-Fried. Bankman-Fried segist saklaus af ákærunum á hendur honum. Dómarinn í málinu úrskurðaði að hann hefði brotið gegn skilmálum lausnar sem hann hlaut gegn tryggingu með því að reyna að hafa áhrif á vitni í málinu. Sakborningurinn þarf því að dúsa í fangelsi í Brooklyn að minnsta kosti fram yfir réttarhöldin sem eiga að hefjast 2. október. Gjaldþrot FTX Þingkosningar í Bandaríkjunum Erlend sakamál Tengdar fréttir Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. 27. nóvember 2022 07:01 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bankman-Fried er ákærður fyrir stórfelld fjársvik í tengslum við FTX, þriðju stærstu rafmyntakauphöll heims, sem fór á hausinn síðasta haust. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa veitt milljörðum dollara af fjármunum viðskiptavina til annars fyrirtækis í hans eigu sem stóð í áhættufjárfestingum. Uppfærð ákæra á hendur Bankman-Fried var lögð fram fyrir alríkisdómstól í New York í gær. Í henni er hann sakaður um að hafa skipað tveimur stjórnendum FTX að komast í kringum takmörk á framlög til stjórnmálaflokka og fela uppruna fjárins. Alls hafi hann notað hundrað milljónir dollara af stolnu fé, jafnvirði rúmra þrettán milljarða króna, í kosningaframlög. Hluti ákærunnar sem snerist um meint samsæri Bankman-Frieds um að brjóta lög um framlög til stjórnmálaframboða var felldur út vegna mótmæla yfirvalda á Bahamaeyjum. Bankman-Fried var framseldur þaðan í desember en yfirvöld þar segjast aldrei hafa ætlað að framselja hann vegna kosningaframlagabrota, að því er segir í frétt Reuters. Bankman-Fried er þó áfram ákærður fyrir kosningaframlögin sem hluta af fjársvikunum og peningaþvættinu sem hann er sakaður um að hafa framið. Ætlaði sér að grisja út þingmenn sem væru á móti rafmyntum Nishad Singh, fyrrverandi yfirverkfræðingur FTX, er annar stjórnendanna sem Bankman-Fried er sagður hafa notað til þess að gefa stjórnmálaflokkunum fé. Singh játaði sig sakan um fjársvik og brot á lögum um kosningaframlög í febrúar. Hann gaf frambjóðendum Demókrataflokksins 9,7 milljónir dollara, jafnvirði hátt í 1,3 milljarða króna, fyrir þingkosningarnar í nóvember. Hann segist hafa vitað af því að féð kæmi frá viðskiptavinum FTX. Hinn maðurinn er Ryan Salame, fyrrverandi aðstoðarforstjóri FTX á Bahamaeyjum. Hann gaf frambjóðendum Repúblikanaflokksins meira en 24 milljónir dollara, jafnvirði hátt í 3,2 milljarða króna, fyrir kosningarnar. Salame neitar að bera vitni í máli Bankman-Frieds og ber fyrir sig rétt sinn til þess að koma ekki sök á sjálfan sig. Saksóknarar segjast hafa undir höndum skilaboð sem Salame frá því í nóvember árið 2021 þar sem hann hafi sagt að Bankman-Fried vildi grisja út bæði demókrata og repúblikana sem hefðu efasemdir um rafmyntir og að hann ætlaði líklega að nota sig sem millilið til þess að gera það repúblikanamegin. „Hann nýtti sér áhrif sín til þess að beita þingið og eftirlitsstofnanir þrýstingi til þess að styðja frumvörp og reglur sem hann taldi að gerði FTX auðveldara fyrir að taka við innistæðum viðskiptavina og vaxa,“ segir í ákærunni á hendur Bankman-Fried. Bankman-Fried segist saklaus af ákærunum á hendur honum. Dómarinn í málinu úrskurðaði að hann hefði brotið gegn skilmálum lausnar sem hann hlaut gegn tryggingu með því að reyna að hafa áhrif á vitni í málinu. Sakborningurinn þarf því að dúsa í fangelsi í Brooklyn að minnsta kosti fram yfir réttarhöldin sem eiga að hefjast 2. október.
Gjaldþrot FTX Þingkosningar í Bandaríkjunum Erlend sakamál Tengdar fréttir Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. 27. nóvember 2022 07:01 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. 27. nóvember 2022 07:01