Leynipeppari á bak við tjöldin kveikti í Víkingsstelpunum fyrir bikarúrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2023 11:00 Víkingsstelpurnar fagna hér bikarmeistaratitlinum sem var sá fyrsti hjá kvennaliði félagsins. Vísir/Hulda Margrét Nýkrýndu bikarmeistararnir Nadía Atladóttir og Emma Steinsen Jónsdóttir voru gestir Helenu Ólafsdóttur í upphitun fyrir sextándu umferð Bestu deildar kvenna sem hefst í kvöld. Upphitun er að venju aðgengileg hér á Vísi en þar er farið yfir leiki helgarinnar og spáð í spilin. Lengjudeildarlið Víkings kom flestum mjög mikið á óvart með því að tryggja sér bikarmeistaratitilinn með sannfærandi 3-1 sigri á toppliði Bestu deildar kvenna í Breiðabliki. Nadía er fyrirliði Víkingsliðsins og skoraði tvö mörk í úrslitaleiknum þar af annað þeirra eftir stoðsendingu frá hægri bakverðinum Emmu Steinsen. Helena forvitnaðist um undirbúning Víkingsliðsins fyrir bikarúrslitaleikinn en þar heyrðu Víkingsstelpurnar úr flestum áttum, að þær ætti enga möguleika í bikarúrslitaleiknum. Var tryllt vika „Við vorum búnar að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik. Við vorum alltaf að peppa okkur meira og meira með hverjum deginum. Því nær sem leið leiknum því meira gíraðar vorum við í þetta. Þetta var bara tryllt vika,“ sagði Nadía Atladóttir. Í spjallinu kom fram að það var leynipeppari á bak við tjöldin. Nadía hafði sjálf fengið hann til að hvetja sig áfram fyrir undanúrslitaleikinn á móti FH en nú talaði hann við allt liðið. Klippa: Besta upphitunin: Sextánda umferðin með Nadíu og Emmu Emma pressaði á Nadíu að segja söguna af pepparanum. „Við fengum smá peppfund líka, ekki gleyma honum,“ sagði Emma Steinsen Jónsdóttir en sá sem kveikti í Víkingsliðinu heitir Bjartur. „Þetta er einn mesti snillingur sem ég hef kynnst. Hann gíraður okkur svo sannarlega í gang fyrir leikinn,“ sagði Emma. Geggjaður gæi „Þetta er geggjaður gæi. Ég fór til hans fyrir FH-leikinn. Undanúrslitin. Mér fannst hann bara geðveikur. Ég kom með alls konar taktík inn í klefa fyrir þann leik. Allir voru bara: Hvað er Nadía að gera?,“ sagði Nadía. „Ég hef aldrei séð Nadíu svona. Nadía lætur aldrei svona. Hún var bara ógeðslega gíruð og ég hugsaði: Mig langar í það sem hún fékk,“ sagði Emma. „Svo sagði ég þeim eftir leikinn hvað ég hafði gert. Þær voru smá að naggast í mér: Ætlar þú ekki að heyra í Bjarti fyrir úrslitaleikinn? Ég ákvað að heyra í honum í byrjun vikunnar og hann var mjög gíraður í þetta. Hann hjálpaði okkur alveg mjög mikið,“ sagði Nadía. Gargandi á hverja aðra „Við hittumst þarna í klukkutíma og við vorum gargandi á hverja aðra að við værum með þetta og værum að fara að vinna. Svo endaði þetta meira að segja á því að við vorum allar hoppandi, dansandi og syngjandi bikarmeistarar. Þá hugsaði maður bara að þetta verður svona á eftir,“ sagði Nadía. „Við vorum bara að manifesta,“ sagði Emma. Bjartur Guðmundsson er lærður leikari sem starfar nær eingöngu sem fyrirlesari og frammistöðuþjálfari eða markþjálfi. Helena fékk stelpurnar einnig til að spá fyrir um sextándu umferðina en fjórir leikir fara fram í kvöld og einn á morgun. Leikir umferðarinnar eru: Þriðjudagurinn 15. ágúst 18.00 ÍBV-Keflavík (Stöð 2 Sport 5) 19.15 Selfoss-FH (Stöð 2 Besta Deildin 1) 19.15 Þór/KA-Valur (Stöð 2 Sport) 19.15 Þróttur-Tindastóll (Stöð 2 Besta Deildin 2) Miðvikudagurinn 16. ágúst 18.00 Stjarnan-Breiðablik (Stöð 2 Sport) 20.00 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport) Besta deild kvenna Mjólkurbikar kvenna Lengjudeild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Upphitun er að venju aðgengileg hér á Vísi en þar er farið yfir leiki helgarinnar og spáð í spilin. Lengjudeildarlið Víkings kom flestum mjög mikið á óvart með því að tryggja sér bikarmeistaratitilinn með sannfærandi 3-1 sigri á toppliði Bestu deildar kvenna í Breiðabliki. Nadía er fyrirliði Víkingsliðsins og skoraði tvö mörk í úrslitaleiknum þar af annað þeirra eftir stoðsendingu frá hægri bakverðinum Emmu Steinsen. Helena forvitnaðist um undirbúning Víkingsliðsins fyrir bikarúrslitaleikinn en þar heyrðu Víkingsstelpurnar úr flestum áttum, að þær ætti enga möguleika í bikarúrslitaleiknum. Var tryllt vika „Við vorum búnar að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik. Við vorum alltaf að peppa okkur meira og meira með hverjum deginum. Því nær sem leið leiknum því meira gíraðar vorum við í þetta. Þetta var bara tryllt vika,“ sagði Nadía Atladóttir. Í spjallinu kom fram að það var leynipeppari á bak við tjöldin. Nadía hafði sjálf fengið hann til að hvetja sig áfram fyrir undanúrslitaleikinn á móti FH en nú talaði hann við allt liðið. Klippa: Besta upphitunin: Sextánda umferðin með Nadíu og Emmu Emma pressaði á Nadíu að segja söguna af pepparanum. „Við fengum smá peppfund líka, ekki gleyma honum,“ sagði Emma Steinsen Jónsdóttir en sá sem kveikti í Víkingsliðinu heitir Bjartur. „Þetta er einn mesti snillingur sem ég hef kynnst. Hann gíraður okkur svo sannarlega í gang fyrir leikinn,“ sagði Emma. Geggjaður gæi „Þetta er geggjaður gæi. Ég fór til hans fyrir FH-leikinn. Undanúrslitin. Mér fannst hann bara geðveikur. Ég kom með alls konar taktík inn í klefa fyrir þann leik. Allir voru bara: Hvað er Nadía að gera?,“ sagði Nadía. „Ég hef aldrei séð Nadíu svona. Nadía lætur aldrei svona. Hún var bara ógeðslega gíruð og ég hugsaði: Mig langar í það sem hún fékk,“ sagði Emma. „Svo sagði ég þeim eftir leikinn hvað ég hafði gert. Þær voru smá að naggast í mér: Ætlar þú ekki að heyra í Bjarti fyrir úrslitaleikinn? Ég ákvað að heyra í honum í byrjun vikunnar og hann var mjög gíraður í þetta. Hann hjálpaði okkur alveg mjög mikið,“ sagði Nadía. Gargandi á hverja aðra „Við hittumst þarna í klukkutíma og við vorum gargandi á hverja aðra að við værum með þetta og værum að fara að vinna. Svo endaði þetta meira að segja á því að við vorum allar hoppandi, dansandi og syngjandi bikarmeistarar. Þá hugsaði maður bara að þetta verður svona á eftir,“ sagði Nadía. „Við vorum bara að manifesta,“ sagði Emma. Bjartur Guðmundsson er lærður leikari sem starfar nær eingöngu sem fyrirlesari og frammistöðuþjálfari eða markþjálfi. Helena fékk stelpurnar einnig til að spá fyrir um sextándu umferðina en fjórir leikir fara fram í kvöld og einn á morgun. Leikir umferðarinnar eru: Þriðjudagurinn 15. ágúst 18.00 ÍBV-Keflavík (Stöð 2 Sport 5) 19.15 Selfoss-FH (Stöð 2 Besta Deildin 1) 19.15 Þór/KA-Valur (Stöð 2 Sport) 19.15 Þróttur-Tindastóll (Stöð 2 Besta Deildin 2) Miðvikudagurinn 16. ágúst 18.00 Stjarnan-Breiðablik (Stöð 2 Sport) 20.00 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport)
Leikir umferðarinnar eru: Þriðjudagurinn 15. ágúst 18.00 ÍBV-Keflavík (Stöð 2 Sport 5) 19.15 Selfoss-FH (Stöð 2 Besta Deildin 1) 19.15 Þór/KA-Valur (Stöð 2 Sport) 19.15 Þróttur-Tindastóll (Stöð 2 Besta Deildin 2) Miðvikudagurinn 16. ágúst 18.00 Stjarnan-Breiðablik (Stöð 2 Sport) 20.00 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport)
Besta deild kvenna Mjólkurbikar kvenna Lengjudeild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira