Lífið

Reynir að bera sig vel í veikindum eigin­mannsins

Máni Snær Þorláksson skrifar
Red 2 premiere
EPA/MICHAEL NELSON

Emma Heming Willis segir að þó svo að það líti út fyrir að allt sé í góðu hjá henni þá sé það ekki raunin. Erfiðleikarnir sem fylgja veikindum eiginmanns hennar, leikarans Bruce Willis, taki á.

„Ég veit að það lítur út fyrir að ég sé að lifa mínu besta lifi en ég þarf meðvitað að reyna á hverjum degi að lifa eins góðu lífi og ég get,“ segir Emma í myndbandi sem hún birtir á samfélagsmiðlinum Instagram.

Fjölskylda Bruce Willis tilkynnti á síðasta ári að leikarinn hafi greinst með málstol og að hann væri hættur að leika. Fyrr á þessu ári greindi fjölskyldan svo frá því að hann væri með framheilabilun.

Ljóst er að veikindi Willis hafa reynst eiginkonu hans erfið þó svo að hún láti það ekki endilega í ljós. „Ég vil ekki að það sé rangtúlkað að ég sé góð, því ég er það ekki. Ég er ekki góð,“ segir Emma.

Það sé erfitt að gera sitt besta á hverjum degi en að hún geri það fyrir sig og fjölskylduna sína. „Þegar við erum ekki að hugsa um okkur sjálf þá getum við ekki hugsað um þau sem við elskum.“

Emma bað aðra sem eru í svipaðri stöðu og hún að senda sér myndir til að brjóta upp daginn. Síðar birti hún færslu í hringrás (e. story) á samfélagsmiðlinum og þakkaði fyrir myndirnar og stuðninginn sem fólk sendi henni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.