Hverjir eru flóttamenn? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 16. ágúst 2023 09:02 - Til upplýsinga fyrir fjölmiðlamenn og aðra vegna ónákvæmrar hugtakanotkunar - Hugtakið flóttamaður er lagalegt hugtak og vel skilgreint í íslenskum lögum sem eru, vel að merkja, í fullu samræmi við alþjóðasamninga. Þannig telst útlendingur vera flóttamaður ef hann er á flótta undan ofsóknum vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar að tilteknum þjóðfélagshópi eða vegna stjórnmálaskoðana og getur ekki eða vill ekki vegna slíks ótta færa sér í nyt vernd þess lands. Útlendingur telst einnig flóttamaður ef raunhæf ástæða er til að ætla að hann eigi á hættu að sæta dauðarefsingu, pyndingum eða annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu eða að hann verði fyrir alvarlegum skaða af völdum handahófskennds ofbeldis í vopnuðum átökum þar sem ekki er greint á milli hernaðarlegra og borgaralegra skotmarka verði hann sendur aftur til heimalands síns. Sama gildir um ríkisfangslausa einstaklinga. Þessi skilgreining byggir sem áður segir á alþjóðasamningum sem Ísland hefur undirgengist um réttarstöðu flóttamanna. Hún er sömuleiðis í samræmi við þá útbreiddu skoðun hér á landi að okkur beri siðferðileg skylda til að leggja okkar af mörkum til lausnar á vanda flóttafólks. Ísland er enda ríkt land í alþjóðlegum samanburði og vel í stakk búið til þess að láta gott af sér leiða. Þótt fámennið setji okkur skorður viljum við standa okkur vel við að taka eftir mætti á móti fólki sem flýr stríðsátök og ofsóknir. Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum en í dag, eða yfir 100 milljónir manna, og þeim fer fjölgandi. En engum er greiði gerður með því að við förum fram úr getu okkar. Það mun ekki enda vel. Samkvæmt framangreindum lögum eiga einstaklingar sem hingað leita og fullnægja skilyrðum laganna rétt á vernd hér á landi. Á meðan íslensk stjórnvöld kanna hvort þeir uppfylli skilyrðin, teljast þeir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Uppfylli einstaklingar ekki skilyrði íslenskra laga til þess að fá vernd, ber þeim að yfirgefa landið að lokinni málsmeðferð stjórnvalda. Þeir hafa þá dvalið hér, sumir hverjir langtímum saman, á framfæri íslenskra skattgreiðenda, enda gera lögin ráð fyrir því. Það er mikilvægt að hér ríki sátt um að Ísland uppfylli áfram skyldur sínar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna og taki vel á móti fólki á flótta undan raunverulegum ógnum. Um það höfum við skapað lagaumgjörð, enda er mikilvægt að neyðarkerfið þjóni þeim sem á þurfa að halda. Enda var til þess stofnað í þeim eina tilgangi. Þá ber öllum á íslensku yfirráðasvæði auðvitað að hlíta lögmætum niðurstöðum stjórnvalda og að fara að fyrirmælum lögreglu – fara sem sé eftir íslenskum lögum í einu og öllu. Það er sömuleiðis mikilvægt að við ræðum áfram og opinskátt þann vanda sem við blasir í þessum málaflokki og notum okkur eins og jafnan annars þróun og reynslu nágrannalanda okkar í þeim efnum. Þá er mikilvægt að við vöndum umræðuna. Þar gerum við misríkar kröfur til þeirra sem leggja til hennar. Við hljótum t.a.m. að gera ríkar kröfur til fjölmiðlafólks um að það viðhafi fagleg vinnubrögð, m.a. með því að nota hugtök eins og flóttafólk ekki á rangan hátt. Enda er það mikilvægt fyrir almenning sem treystir á réttar og sannar upplýsingar og heiðarlega framsetningu úr þeim ranni, sem er í samræmi við siðareglur blaðamanna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
- Til upplýsinga fyrir fjölmiðlamenn og aðra vegna ónákvæmrar hugtakanotkunar - Hugtakið flóttamaður er lagalegt hugtak og vel skilgreint í íslenskum lögum sem eru, vel að merkja, í fullu samræmi við alþjóðasamninga. Þannig telst útlendingur vera flóttamaður ef hann er á flótta undan ofsóknum vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar að tilteknum þjóðfélagshópi eða vegna stjórnmálaskoðana og getur ekki eða vill ekki vegna slíks ótta færa sér í nyt vernd þess lands. Útlendingur telst einnig flóttamaður ef raunhæf ástæða er til að ætla að hann eigi á hættu að sæta dauðarefsingu, pyndingum eða annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu eða að hann verði fyrir alvarlegum skaða af völdum handahófskennds ofbeldis í vopnuðum átökum þar sem ekki er greint á milli hernaðarlegra og borgaralegra skotmarka verði hann sendur aftur til heimalands síns. Sama gildir um ríkisfangslausa einstaklinga. Þessi skilgreining byggir sem áður segir á alþjóðasamningum sem Ísland hefur undirgengist um réttarstöðu flóttamanna. Hún er sömuleiðis í samræmi við þá útbreiddu skoðun hér á landi að okkur beri siðferðileg skylda til að leggja okkar af mörkum til lausnar á vanda flóttafólks. Ísland er enda ríkt land í alþjóðlegum samanburði og vel í stakk búið til þess að láta gott af sér leiða. Þótt fámennið setji okkur skorður viljum við standa okkur vel við að taka eftir mætti á móti fólki sem flýr stríðsátök og ofsóknir. Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum en í dag, eða yfir 100 milljónir manna, og þeim fer fjölgandi. En engum er greiði gerður með því að við förum fram úr getu okkar. Það mun ekki enda vel. Samkvæmt framangreindum lögum eiga einstaklingar sem hingað leita og fullnægja skilyrðum laganna rétt á vernd hér á landi. Á meðan íslensk stjórnvöld kanna hvort þeir uppfylli skilyrðin, teljast þeir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Uppfylli einstaklingar ekki skilyrði íslenskra laga til þess að fá vernd, ber þeim að yfirgefa landið að lokinni málsmeðferð stjórnvalda. Þeir hafa þá dvalið hér, sumir hverjir langtímum saman, á framfæri íslenskra skattgreiðenda, enda gera lögin ráð fyrir því. Það er mikilvægt að hér ríki sátt um að Ísland uppfylli áfram skyldur sínar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna og taki vel á móti fólki á flótta undan raunverulegum ógnum. Um það höfum við skapað lagaumgjörð, enda er mikilvægt að neyðarkerfið þjóni þeim sem á þurfa að halda. Enda var til þess stofnað í þeim eina tilgangi. Þá ber öllum á íslensku yfirráðasvæði auðvitað að hlíta lögmætum niðurstöðum stjórnvalda og að fara að fyrirmælum lögreglu – fara sem sé eftir íslenskum lögum í einu og öllu. Það er sömuleiðis mikilvægt að við ræðum áfram og opinskátt þann vanda sem við blasir í þessum málaflokki og notum okkur eins og jafnan annars þróun og reynslu nágrannalanda okkar í þeim efnum. Þá er mikilvægt að við vöndum umræðuna. Þar gerum við misríkar kröfur til þeirra sem leggja til hennar. Við hljótum t.a.m. að gera ríkar kröfur til fjölmiðlafólks um að það viðhafi fagleg vinnubrögð, m.a. með því að nota hugtök eins og flóttafólk ekki á rangan hátt. Enda er það mikilvægt fyrir almenning sem treystir á réttar og sannar upplýsingar og heiðarlega framsetningu úr þeim ranni, sem er í samræmi við siðareglur blaðamanna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun