Litlir karlar drepa ljúfa risa Rósa Líf Darradóttir skrifar 16. ágúst 2023 09:30 Langreyður er næst stærsta dýr á jörðinni á eftir frænku sinni, steypireyðinni. Hún er skíðishvalur sem nærist að mestu á svifkrabbadýrum. Langreyður er farhvalur og er útbreidd um heimsins höf. Þær eru hvala hraðskreiðastar og geta synt á 45 km/klst hraða. Hvalir eru meðal greindustu spendýra, félagslyndir og með einstaka samskiptahæfileika. Hlutverk þeirra má ekki vanmeta í baráttunni við loftslagsvánna. Á lífsferli sínum bindur eitt stórhveli 33 tonn af kolefni sem er á við þúsundir trjáa. Stórkostlegar verur. Svandís Svavarsdóttir tók ákvörðun fyrr í sumar að stöðva hvalveiðar tímabundið. Grundvöllur að ákvörðun hennar var að veiðarnar stangist á við lög um velferð dýra. Það er þáttur sem fær allt of lítið vægi í ákvörðunartöku ráðamanna. Fyrir þetta á matvælaráðherra lof skilið. Í kjölfarið hefur myndast togstreita innan ríkisstjórnar. Formaður Sjálfstæðisflokks sagði sjónarmið er varða skerðingu atvinnufrelsis ofarlega í huga og að ákvörðun matvælaráðherra hafi ekki haft góð áhrif á stjórnarsamstarfið. Formaður Framsóknarflokks lýsti yfir óánægju sinni þar sem hópur fólks hafi orðið af atvinnutekjum. Hvalveiðar uppfylla ekki lög um velferð dýra. Með öðrum orðum, hvalveiðar brjóta lög. Stuðningsmenn hvalveiða líta gjarnan fram hjá þessu aðalatriði og vísa til réttar um frelsi til atvinnu. Er skilningur manna í alvöru sá að atvinnufrelsið sé ofar öllu? Að frelsi til atvinnu heimili starfsemi sem ekki samræmist lögum landsins? Lög um velferð dýra eru lágmarks reglur í samfélagi manna um hegðun okkar gagnvart öðrum dýrategundum. Þau eru eina björgin sem dýr eiga sér í réttarríki manna. Lögin skapa dýrum réttindi í ljósi þess að þau eru skyni gæddar verur. Réttindi sem fólki ber að virða. Sem dæmi þá greina lögin frá því hvernig skal staðið að aflífun dýra. Þau innihalda ákvæði sem hvalveiðar munu aldrei uppfylla. Þrátt fyrir kjöraðstæður við veiðar er ekki hægt að tryggja skjóta, örugga og sársaukalausa aflífun. Þetta aðalatriði má ekki gleymast. Þá eru rök um skerðingu atvinnufrelsis hjákátleg í meira lagi. Hér er verið að stöðva starfsemi sem brýtur í bága við lög. Starfsemi sem borin er uppi af áhuga og fjárhagslegri getu auðkýfings til að stunda eigið áhugamáli. Áhugamál sem stríðir gegn hagsmunum þjóðar og náttúru. Hið sjúka er að ítök einstaklings geta hugsanlega komið af stað stjórnarkreppu þrátt fyrir að eina rökrétta niðurstaðan í máli þessu sé borðleggjandi: Íslendingar eiga að vernda hvali en ekki pynta og drepa. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Langreyður er næst stærsta dýr á jörðinni á eftir frænku sinni, steypireyðinni. Hún er skíðishvalur sem nærist að mestu á svifkrabbadýrum. Langreyður er farhvalur og er útbreidd um heimsins höf. Þær eru hvala hraðskreiðastar og geta synt á 45 km/klst hraða. Hvalir eru meðal greindustu spendýra, félagslyndir og með einstaka samskiptahæfileika. Hlutverk þeirra má ekki vanmeta í baráttunni við loftslagsvánna. Á lífsferli sínum bindur eitt stórhveli 33 tonn af kolefni sem er á við þúsundir trjáa. Stórkostlegar verur. Svandís Svavarsdóttir tók ákvörðun fyrr í sumar að stöðva hvalveiðar tímabundið. Grundvöllur að ákvörðun hennar var að veiðarnar stangist á við lög um velferð dýra. Það er þáttur sem fær allt of lítið vægi í ákvörðunartöku ráðamanna. Fyrir þetta á matvælaráðherra lof skilið. Í kjölfarið hefur myndast togstreita innan ríkisstjórnar. Formaður Sjálfstæðisflokks sagði sjónarmið er varða skerðingu atvinnufrelsis ofarlega í huga og að ákvörðun matvælaráðherra hafi ekki haft góð áhrif á stjórnarsamstarfið. Formaður Framsóknarflokks lýsti yfir óánægju sinni þar sem hópur fólks hafi orðið af atvinnutekjum. Hvalveiðar uppfylla ekki lög um velferð dýra. Með öðrum orðum, hvalveiðar brjóta lög. Stuðningsmenn hvalveiða líta gjarnan fram hjá þessu aðalatriði og vísa til réttar um frelsi til atvinnu. Er skilningur manna í alvöru sá að atvinnufrelsið sé ofar öllu? Að frelsi til atvinnu heimili starfsemi sem ekki samræmist lögum landsins? Lög um velferð dýra eru lágmarks reglur í samfélagi manna um hegðun okkar gagnvart öðrum dýrategundum. Þau eru eina björgin sem dýr eiga sér í réttarríki manna. Lögin skapa dýrum réttindi í ljósi þess að þau eru skyni gæddar verur. Réttindi sem fólki ber að virða. Sem dæmi þá greina lögin frá því hvernig skal staðið að aflífun dýra. Þau innihalda ákvæði sem hvalveiðar munu aldrei uppfylla. Þrátt fyrir kjöraðstæður við veiðar er ekki hægt að tryggja skjóta, örugga og sársaukalausa aflífun. Þetta aðalatriði má ekki gleymast. Þá eru rök um skerðingu atvinnufrelsis hjákátleg í meira lagi. Hér er verið að stöðva starfsemi sem brýtur í bága við lög. Starfsemi sem borin er uppi af áhuga og fjárhagslegri getu auðkýfings til að stunda eigið áhugamáli. Áhugamál sem stríðir gegn hagsmunum þjóðar og náttúru. Hið sjúka er að ítök einstaklings geta hugsanlega komið af stað stjórnarkreppu þrátt fyrir að eina rökrétta niðurstaðan í máli þessu sé borðleggjandi: Íslendingar eiga að vernda hvali en ekki pynta og drepa. Höfundur er læknir.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun