Vilja Íslendingar að allar þjóðir heims byrji hvalveiðar? Andri Snær Magnason skrifar 16. ágúst 2023 08:00 1. Hvalir eru tignarlegar skepnur, jafnvel stærstu og tignarlegustu skepnur sem jörðin hefur alið af sér. Hvalirnir hefðu átt að vera fyrir löngu teknir inn í þjóðarvitundina með lóunni, Herðubreið og Gullfossi. Að neita okkur um að sjá og skilja tign hvalanna hefur gert okkur fátækari, rétt eins og við værum fátækari ef við sæjum Herðubreið aðeins sem hentuga grjótnámu. Hvalveiðimenn hérlendis hafa ítrekað talað um hvali af óvirðingu, nú síðast látið eins og þeir séu hluti af loftslagsvandanum með því að menga á við 30 bíla. Veiðarnar eru ekki að dýpka skilning okkar á flóknu vistkerfi hafsins heldur þvert á móti, áróðurinn með hvalveiðum er farinn að gera okkur heimskari. Þráhyggja einstaklings sett fram sem þjóðarhagsmunir. Hvert fer kjötið, í hvaða samhengi? Sushi eða hundamatur? Við höfum ekki hugmynd. 2. Vantar okkur mat? Erum við svöng? Væru Bændasamtökin glöð ef 5000 tonn af ódýru hvalkjöti flæddi inn á markaðinn? Alveg örugglega ekki. Hefur hvalkjöt einhverja menningarlega þýðingu fyrir okkur í einhverju samhengi? Nei, ekki eins og í Færeyjum eða Grænlandi. 3. „Við“ ætlum að veiða langreyðar en viljum við í alvöru að þjóðir heims hefji veiðar á þeim? Við höfum ítrekað sent hagsmunaaðila á erlend þing til þess eins að vera með kjaft og dólgslæti. Viljum við að langreyðarnar verði hundeltar á öllum þeim þúsundum kílómetra sem þeir ferðast um árlega? Viljum við að alþjóðlegir markaðir opnist fyrir kjötið? Það myndi strax opna fyrir rányrkju og sjóræningjaveiðar og ef það ætti að skipta alþjóðlegum stofnum jafnt milli allra þjóða, hversu marga hvali mættum ,,við" veiða? 4. Þótt þú skjótir ekki hval þá er ekki þar með sagt að þú sért ekki að drepa hval. Hættan sem steðjar að hvölum á heimsvísu eru ekki þráhyggjuveiðar á Íslandi. Mesta hættan er hnattræn hlýnun, þrávirk efni og þungmálmar, ofveiði, súrnun sjávar, rusl í höfum og skipaumferð. Hagsmunir hvalanna og hagsmunir Íslendinga fara þannig saman. Heimurinn er að miklu leyti áhugalaus og ábyrgðarlaus hvað varðar framtíð hafsins en hvalir eru skepnur sem fanga athygli og áhuga fólks. Við eigum að semja frið við hvalina og fá þá í lið með okkur í baráttu gegn því sem ógnar heimshöfunum. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Tengdar fréttir Dýr aðferð við að rústa orðspori landsins Bragi Ólafsson skrifar um hvalveiðar Íslendinga. 10. ágúst 2023 08:01 Hvalveiðar eru græðgi Sóley Stefánsdóttir skrifar um hvalveiðar. 13. ágúst 2023 14:04 Hvalasöngur Íris Ásmundardóttir dansari fjallar um hvalveiðar Íslendinga. 14. ágúst 2023 12:01 Reikistjörnur Sjón skrifar um hvalveiðar Íslendinga. 15. ágúst 2023 08:02 Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
1. Hvalir eru tignarlegar skepnur, jafnvel stærstu og tignarlegustu skepnur sem jörðin hefur alið af sér. Hvalirnir hefðu átt að vera fyrir löngu teknir inn í þjóðarvitundina með lóunni, Herðubreið og Gullfossi. Að neita okkur um að sjá og skilja tign hvalanna hefur gert okkur fátækari, rétt eins og við værum fátækari ef við sæjum Herðubreið aðeins sem hentuga grjótnámu. Hvalveiðimenn hérlendis hafa ítrekað talað um hvali af óvirðingu, nú síðast látið eins og þeir séu hluti af loftslagsvandanum með því að menga á við 30 bíla. Veiðarnar eru ekki að dýpka skilning okkar á flóknu vistkerfi hafsins heldur þvert á móti, áróðurinn með hvalveiðum er farinn að gera okkur heimskari. Þráhyggja einstaklings sett fram sem þjóðarhagsmunir. Hvert fer kjötið, í hvaða samhengi? Sushi eða hundamatur? Við höfum ekki hugmynd. 2. Vantar okkur mat? Erum við svöng? Væru Bændasamtökin glöð ef 5000 tonn af ódýru hvalkjöti flæddi inn á markaðinn? Alveg örugglega ekki. Hefur hvalkjöt einhverja menningarlega þýðingu fyrir okkur í einhverju samhengi? Nei, ekki eins og í Færeyjum eða Grænlandi. 3. „Við“ ætlum að veiða langreyðar en viljum við í alvöru að þjóðir heims hefji veiðar á þeim? Við höfum ítrekað sent hagsmunaaðila á erlend þing til þess eins að vera með kjaft og dólgslæti. Viljum við að langreyðarnar verði hundeltar á öllum þeim þúsundum kílómetra sem þeir ferðast um árlega? Viljum við að alþjóðlegir markaðir opnist fyrir kjötið? Það myndi strax opna fyrir rányrkju og sjóræningjaveiðar og ef það ætti að skipta alþjóðlegum stofnum jafnt milli allra þjóða, hversu marga hvali mættum ,,við" veiða? 4. Þótt þú skjótir ekki hval þá er ekki þar með sagt að þú sért ekki að drepa hval. Hættan sem steðjar að hvölum á heimsvísu eru ekki þráhyggjuveiðar á Íslandi. Mesta hættan er hnattræn hlýnun, þrávirk efni og þungmálmar, ofveiði, súrnun sjávar, rusl í höfum og skipaumferð. Hagsmunir hvalanna og hagsmunir Íslendinga fara þannig saman. Heimurinn er að miklu leyti áhugalaus og ábyrgðarlaus hvað varðar framtíð hafsins en hvalir eru skepnur sem fanga athygli og áhuga fólks. Við eigum að semja frið við hvalina og fá þá í lið með okkur í baráttu gegn því sem ógnar heimshöfunum. Höfundur er rithöfundur.
Dýr aðferð við að rústa orðspori landsins Bragi Ólafsson skrifar um hvalveiðar Íslendinga. 10. ágúst 2023 08:01
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun