Fær milljarð Bandaríkjadala í skaðabætur vegna hefndarkláms Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. ágúst 2023 08:50 Konu frá Texas voru dæmdir 1,2 milljarðar í skaðabætur vegna hefndarkláms sem fyrrverandi kærasti hennar dreifði af henni. Getty/Houston Chronicle Bandarískri konu voru dæmdir 1,2 milljarðar Bandaríkjadala í skaðabætur vegna hefndarkláms sem fyrrverandi kærasti hennar hafði dreift af henni. Konan sem er frá Texas og gengur undir skammstöfuninni D.L. í dómskjölum höfðaði mál gegn fyrrverandi kærasta sínum, Marques Jamal Jackson, í apríl 2022 fyrir að áreita hana með því að dreifa nektarmyndum af henni á samfélagsmiðlum. Kviðdómur í Harris-sýslu í Texas komst að þeirri niðurstöðu að konan hefði verið fórnarlamb hefndarkláms og voru henni dæmdir 1,2 milljarður Bandaríkjadala (um 132 milljarðar íslenskra króna) í skaðabætur. Þar af 200 milljónir dala vegna andlegrar angistar og milljarður í refsibætur. Sendi nektarmyndir á vini og fjölskyldu Samkvæmt málsókninni hafði Jackson dreift nektarmyndum af fyrrverandi kærustu sinni, sem hann fékk á meðan þau voru saman, á samfélagsmiðlum og klámsíðum til að „gera hana vandræðalega, áreita, kvelja, niðurlægja og smána opinberlega“. Í málssókninni er Jackson einnig sakaður um að hlera öryggiskerfi fyrrverandi tengdamóður sinnar til að njósna um D.L. eftir að þau hættu saman. Hann bjó sömuleiðis til falska netaðganga og sendi hlekki á vini hennar og fjölskyldu á síður þar sem búið var að hlaða upp nektarmyndum af henni. Þá var hann einnig sakaður um að taka pening af bankareikning hennar til að greiða leigu sína og aðra reikninga. Vildi eyðileggja líf hennar Jackson og D.L. hófu samband sitt 2016 og fluttu saman til Chicago þar sem honum bauðst starf. Samkvæmt dómsskjölum fannst D.L. eðlilegt að deila persónulegum myndum af sér með honum á meðan á sambandinu stóð. Hins vegar hafi hann haldið í myndirnar eftir að þau hættu saman í október 2021, þvert gegn hennar vilja. Skömmu eftir að D.L. flutti aftur til Texas byrjaði Jackson að deila nektarmyndum af henni. Þá hlóð hann myndum af henni upp á samfélagsmiðla og merkti vinnuveitendur hennar og líkamsrækt. Í dómsskjölum er að finna lokaskilaboð Jackson til D.L. þar sem segir „Þú munt eyða restinni af ævi þinni í að reyna og mistakast að þurrka þig af netinu. Allir sem þú hittir munu heyra söguna og leita að myndunum.“ Táknrænn sigur fyrir fórnarlömb hefndarkláms Bradford Gilde, lögfræðingur D.L., sagði að skaðabæturnar væru táknrænn sigur fyrir fórnarlömb hefndarkláms sem væri blanda af andlegu, kynferðislegu og heimilisofbeldi. Þó það væri ólíklegt að peningurinn fengist hefði D.L. fengið mannorð sitt aftur. Málið er nýjasta hefndarklámsmálið í Bandaríkjunum þar sem fórnarlömbum eru dæmdar gríðarháar skaðabætur þó skaðabætur D.L. séu sér á parti. Árið 2021 var konu frá Maryland dæmdar 500 þúsund dala skaðabætur eftir að maður birti nektarmyndir af henni á netinu. Þá hlaut kona frá Kaliforníu 6,45 milljónir Bandaríkjadala árið 2018 eftir að fyrrverandi kærasti hennar deildi nektarmyndum af henni. Öll ríki Bandaríkjanna nema Massachusetts og Suður-Karólína hafa bannað hefndarklám. Löggjafinn í Massachusetts hefur kynnt aðgerðir sem banna hefndarklám en lögin hafa ekki enn verið samþykkt af löggjafarþingi ríkisins. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Hataðasti maðurinn á netinu: „Ég skulda engum neitt“ Netflix gaf nýlega út heimildarþættina „Most Hated Man on the Internet“ eða „Hataðasti Maðurinn á Veraldarvefnum“ þar sem farið er yfir sögu Hunter Moore sem varð frægur á sínum tíma fyrir að stofna vefsíðuna IsAnyoneUp.com sem birti hefndarklám en nú hefur hann tjáð sig um málið. 5. ágúst 2022 21:31 „Meiri niðurlæging en nokkur manneskja á að upplifa“ Helga Sigrún Hermannsdóttir varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi í formi myndar sem fór í dreifingu á netinu og dúkkaði reglulega upp yfir fimm ára tímabil. Erfitt var fyrir Helgu að aðhafast nokkuð í málinu þar eð myndin var ekki af henni, en nafn hennar var þó ávallt samofið dreifingunni. 8. júlí 2018 09:00 Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Konan sem er frá Texas og gengur undir skammstöfuninni D.L. í dómskjölum höfðaði mál gegn fyrrverandi kærasta sínum, Marques Jamal Jackson, í apríl 2022 fyrir að áreita hana með því að dreifa nektarmyndum af henni á samfélagsmiðlum. Kviðdómur í Harris-sýslu í Texas komst að þeirri niðurstöðu að konan hefði verið fórnarlamb hefndarkláms og voru henni dæmdir 1,2 milljarður Bandaríkjadala (um 132 milljarðar íslenskra króna) í skaðabætur. Þar af 200 milljónir dala vegna andlegrar angistar og milljarður í refsibætur. Sendi nektarmyndir á vini og fjölskyldu Samkvæmt málsókninni hafði Jackson dreift nektarmyndum af fyrrverandi kærustu sinni, sem hann fékk á meðan þau voru saman, á samfélagsmiðlum og klámsíðum til að „gera hana vandræðalega, áreita, kvelja, niðurlægja og smána opinberlega“. Í málssókninni er Jackson einnig sakaður um að hlera öryggiskerfi fyrrverandi tengdamóður sinnar til að njósna um D.L. eftir að þau hættu saman. Hann bjó sömuleiðis til falska netaðganga og sendi hlekki á vini hennar og fjölskyldu á síður þar sem búið var að hlaða upp nektarmyndum af henni. Þá var hann einnig sakaður um að taka pening af bankareikning hennar til að greiða leigu sína og aðra reikninga. Vildi eyðileggja líf hennar Jackson og D.L. hófu samband sitt 2016 og fluttu saman til Chicago þar sem honum bauðst starf. Samkvæmt dómsskjölum fannst D.L. eðlilegt að deila persónulegum myndum af sér með honum á meðan á sambandinu stóð. Hins vegar hafi hann haldið í myndirnar eftir að þau hættu saman í október 2021, þvert gegn hennar vilja. Skömmu eftir að D.L. flutti aftur til Texas byrjaði Jackson að deila nektarmyndum af henni. Þá hlóð hann myndum af henni upp á samfélagsmiðla og merkti vinnuveitendur hennar og líkamsrækt. Í dómsskjölum er að finna lokaskilaboð Jackson til D.L. þar sem segir „Þú munt eyða restinni af ævi þinni í að reyna og mistakast að þurrka þig af netinu. Allir sem þú hittir munu heyra söguna og leita að myndunum.“ Táknrænn sigur fyrir fórnarlömb hefndarkláms Bradford Gilde, lögfræðingur D.L., sagði að skaðabæturnar væru táknrænn sigur fyrir fórnarlömb hefndarkláms sem væri blanda af andlegu, kynferðislegu og heimilisofbeldi. Þó það væri ólíklegt að peningurinn fengist hefði D.L. fengið mannorð sitt aftur. Málið er nýjasta hefndarklámsmálið í Bandaríkjunum þar sem fórnarlömbum eru dæmdar gríðarháar skaðabætur þó skaðabætur D.L. séu sér á parti. Árið 2021 var konu frá Maryland dæmdar 500 þúsund dala skaðabætur eftir að maður birti nektarmyndir af henni á netinu. Þá hlaut kona frá Kaliforníu 6,45 milljónir Bandaríkjadala árið 2018 eftir að fyrrverandi kærasti hennar deildi nektarmyndum af henni. Öll ríki Bandaríkjanna nema Massachusetts og Suður-Karólína hafa bannað hefndarklám. Löggjafinn í Massachusetts hefur kynnt aðgerðir sem banna hefndarklám en lögin hafa ekki enn verið samþykkt af löggjafarþingi ríkisins.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Hataðasti maðurinn á netinu: „Ég skulda engum neitt“ Netflix gaf nýlega út heimildarþættina „Most Hated Man on the Internet“ eða „Hataðasti Maðurinn á Veraldarvefnum“ þar sem farið er yfir sögu Hunter Moore sem varð frægur á sínum tíma fyrir að stofna vefsíðuna IsAnyoneUp.com sem birti hefndarklám en nú hefur hann tjáð sig um málið. 5. ágúst 2022 21:31 „Meiri niðurlæging en nokkur manneskja á að upplifa“ Helga Sigrún Hermannsdóttir varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi í formi myndar sem fór í dreifingu á netinu og dúkkaði reglulega upp yfir fimm ára tímabil. Erfitt var fyrir Helgu að aðhafast nokkuð í málinu þar eð myndin var ekki af henni, en nafn hennar var þó ávallt samofið dreifingunni. 8. júlí 2018 09:00 Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Hataðasti maðurinn á netinu: „Ég skulda engum neitt“ Netflix gaf nýlega út heimildarþættina „Most Hated Man on the Internet“ eða „Hataðasti Maðurinn á Veraldarvefnum“ þar sem farið er yfir sögu Hunter Moore sem varð frægur á sínum tíma fyrir að stofna vefsíðuna IsAnyoneUp.com sem birti hefndarklám en nú hefur hann tjáð sig um málið. 5. ágúst 2022 21:31
„Meiri niðurlæging en nokkur manneskja á að upplifa“ Helga Sigrún Hermannsdóttir varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi í formi myndar sem fór í dreifingu á netinu og dúkkaði reglulega upp yfir fimm ára tímabil. Erfitt var fyrir Helgu að aðhafast nokkuð í málinu þar eð myndin var ekki af henni, en nafn hennar var þó ávallt samofið dreifingunni. 8. júlí 2018 09:00
Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22