Umboðsskrifstofan Carey Dodd Associates greindi frá andláti hans á Facebook á þriðjudag. Þar kom fram að Kent hefði dáið friðsamlega umvafinn fjölskyldu og vinum.
Kent var fæddur og uppalinn í Essex. Hann lærði við leiklistaháskólann Italia Conti og útskrifaðist þaðan árið 2007. Fyrsta stóra rulla hans var í hryllingsmyndinni Mirrors árið 2008.
Eftir það lék hann í fjölda kvikmynda, sjónvarpsþátta og stuttmynda, þar á meðal Snow White and the Huntsman, EastEnders, Shameless og Dungeons and Dragons: Honor Among Thieves sem kom út fyrr á árinu.
Þekktasta hlutverk hans var þó vafalaust þegar hann lék geitahirði sem fór með látna dóttur sína til Daenerys Targaryen eftir að hún var drepin af dreka í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones.