Spá fjórtándu stýrivaxtahækkuninni í röð Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. ágúst 2023 13:35 Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,25 prósentustiga hækkun. vísir Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,25 prósentustig í næstu viku. Hækkunin yrði sú fjórtánda í röð og meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, færu úr 8,75% í 9,0%. Þann 24. maí síðastliðinn hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 1,25 prósentustig. Mikil óánægja ríkti meðal landsmanna en þá voru stýrivextirnir þegar orðnir 133 prósentum hærri en á evrusvæðinu. Það er fleira en hjaðnandi verðbólga sem styður þá kenningu að nefndin taki mun minna skref í næstu viku en á síðustu fundum, segir í hagsjá Landsbankans. „Helst ber að nefna að vaxtahækkanir virðast loks farnar að slá á innlenda eftirspurn. Kortavelta Íslendinga innanlands hefur nú dregist saman fimm mánuði í röð og heildarkortaveltan fjóra mánuði í röð, eftir að hafa aukist nær viðstöðulaust frá ágúst 2021. Þá hefur íbúðamarkaður haldið áfram að kólna í sumar og íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkað tvo mánuði í röð. Telur hagfræðideildin að það væri óvarlegt að halda vöxtum óbreyttum, ekki síst í ljósi þess hversu stutt er í næstu kjaraviðræður. Nefndinni hefur verið tíðrætt um mikilvægi þess að koma í veg fyrir víxlverkun launa og verðlags og sér sig sennilega knúna til að minna á að Seðlabankinn muni áfram beita sér til þess að stuðla að verðstöðugleika. „Aðeins sjö vikur eru á milli næstu tveggja funda peningastefnunefndar og því hefur hún tækifæri til að hækka vexti aftur strax í október ef hún telur þörf á.“ Landsbankinn Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Enn hækkar Seðlabankinn stýrivexti og nú um 1,25 prósentustig Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 7,5 prósentum í 8,75. 24. maí 2023 08:31 Vonandi ekki þjóðarsátt um að Seðlabankinn bregðist einn við Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir gríðarlega mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins standi undir sinni ábyrgð og taki þátt í því að bregðast við verðbólgu og verðbólguvæntingum með Seðlabanka Íslands. 24. maí 2023 10:56 Spyr hvers vegna seðlabankastjóra sé leyft að grafa undan lífskjörum lágtekjufólks Formaður Eflingar segir ríkisstjórnina ekki gera neitt til að draga úr neyslu hátekjufólks og segir hana eftirláta Seðlabankanum að grafa undan lífskjörum þeirra sem minnst hafa á milli handanna. Sá hópur standi berskjaldaður gagnvart flæðandi „verðbólgu- og vaxtahrauni“. 24. maí 2023 12:51 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Sjá meira
Hækkunin yrði sú fjórtánda í röð og meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, færu úr 8,75% í 9,0%. Þann 24. maí síðastliðinn hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 1,25 prósentustig. Mikil óánægja ríkti meðal landsmanna en þá voru stýrivextirnir þegar orðnir 133 prósentum hærri en á evrusvæðinu. Það er fleira en hjaðnandi verðbólga sem styður þá kenningu að nefndin taki mun minna skref í næstu viku en á síðustu fundum, segir í hagsjá Landsbankans. „Helst ber að nefna að vaxtahækkanir virðast loks farnar að slá á innlenda eftirspurn. Kortavelta Íslendinga innanlands hefur nú dregist saman fimm mánuði í röð og heildarkortaveltan fjóra mánuði í röð, eftir að hafa aukist nær viðstöðulaust frá ágúst 2021. Þá hefur íbúðamarkaður haldið áfram að kólna í sumar og íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkað tvo mánuði í röð. Telur hagfræðideildin að það væri óvarlegt að halda vöxtum óbreyttum, ekki síst í ljósi þess hversu stutt er í næstu kjaraviðræður. Nefndinni hefur verið tíðrætt um mikilvægi þess að koma í veg fyrir víxlverkun launa og verðlags og sér sig sennilega knúna til að minna á að Seðlabankinn muni áfram beita sér til þess að stuðla að verðstöðugleika. „Aðeins sjö vikur eru á milli næstu tveggja funda peningastefnunefndar og því hefur hún tækifæri til að hækka vexti aftur strax í október ef hún telur þörf á.“
Landsbankinn Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Enn hækkar Seðlabankinn stýrivexti og nú um 1,25 prósentustig Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 7,5 prósentum í 8,75. 24. maí 2023 08:31 Vonandi ekki þjóðarsátt um að Seðlabankinn bregðist einn við Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir gríðarlega mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins standi undir sinni ábyrgð og taki þátt í því að bregðast við verðbólgu og verðbólguvæntingum með Seðlabanka Íslands. 24. maí 2023 10:56 Spyr hvers vegna seðlabankastjóra sé leyft að grafa undan lífskjörum lágtekjufólks Formaður Eflingar segir ríkisstjórnina ekki gera neitt til að draga úr neyslu hátekjufólks og segir hana eftirláta Seðlabankanum að grafa undan lífskjörum þeirra sem minnst hafa á milli handanna. Sá hópur standi berskjaldaður gagnvart flæðandi „verðbólgu- og vaxtahrauni“. 24. maí 2023 12:51 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Sjá meira
Enn hækkar Seðlabankinn stýrivexti og nú um 1,25 prósentustig Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 7,5 prósentum í 8,75. 24. maí 2023 08:31
Vonandi ekki þjóðarsátt um að Seðlabankinn bregðist einn við Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir gríðarlega mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins standi undir sinni ábyrgð og taki þátt í því að bregðast við verðbólgu og verðbólguvæntingum með Seðlabanka Íslands. 24. maí 2023 10:56
Spyr hvers vegna seðlabankastjóra sé leyft að grafa undan lífskjörum lágtekjufólks Formaður Eflingar segir ríkisstjórnina ekki gera neitt til að draga úr neyslu hátekjufólks og segir hana eftirláta Seðlabankanum að grafa undan lífskjörum þeirra sem minnst hafa á milli handanna. Sá hópur standi berskjaldaður gagnvart flæðandi „verðbólgu- og vaxtahrauni“. 24. maí 2023 12:51