Mig langar ekki að vera sís Alexander Björn Gunnarsson skrifar 16. ágúst 2023 14:31 Hæ, ég heiti Alexander og ég er trans maður. Fyrir þau sem þurfa frekari útskýringu þá þýðir það að ég fékk úthlutað kvenkyni við fæðingu, allir héldu að ég væri stelpa og seinna, kona, þangað til að ég sagði þeim að ég væri í raun karlmaður. Ef ég væri sís þá hefði ég bara haldið áfram með lífið mitt sem kona, svo augljóslega þá vildi ég ekki vera sís kona. En það sem ég meina í titlinum er að ég vildi heldur ekki að ég hefði fæðst sís karlmaður. Ég er fæddur og uppalinn í litlu bæjarfélagi úti á landi. Þegar ég var að alast upp var lítið um opinberar hinsegin fyrirmyndir. Ég var með óljósa hugmynd um hvað það væri að vera samkynhneigður og hafði aldrei heyrt um trans fólk. Ég er mjög þakklátur fyrir að þegar ég var krakki þá fékk ég að vera krakki án þess að vera sett strangar skorður um hvernig stelpur eða strákar ættu að líta út og haga sér. Ég fékk að klæða mig og klippa hárið eins og ég vildi, leika við þau sem ég vildi og stunda þær íþróttir og tómstundir sem mig langaði. Mamma mín hefur sagt mér að ég var mjög ungur þegar ég neitaði að fara í kjól fyrst og því var aldrei þröngvað á mig eftir það. Barnæskan var því frekar frjáls undan ströngum kynjastaðalmyndum. Þegar kom að kynþroskaskeiðinu og unglingsárunum þá urðu þessar kröfur strangari og ég reyndi, eftir bestu getu, að vera eins og hinar stelpurnar. Samfélagsleg norm voru búin að ná festu í huganum. Þrátt fyrir mýtur um það að allt trans fólk upplifi kynþroskann sem eitt stórt áfall þá var það ekki raunin hjá mér. Ég vissi ennþá ekki að trans fólk væri til á þessum tíma en ég er heldur ekki með neinar minningar um kynama á þessum árum, en það er sú vanlíðan sem getur fylgt því að upplifa kynvitund sína á skjön við líkamlega kyneinkenni. Ég var þó farinn að átta mig á því að ég laðaðist frekar að konum en körlum og kom út sem lesbía þegar ég var 18 ára. Að koma út úr skápnum sem lesbía og fór að prófa mig áfram með karllægari kyntjáningu, sem ég fann fljótt að hentaði mér vel. Ég hef verið í kringum 22 ára þegar ég sá í fyrsta skipti trans manneskju á svipuðum aldri og ég sem talaði opinberlega um það að fara í eitthvað læknisfræðilegt ferli til þess að reyna að samræma líkama sinn við kynvitund. Ég lærði orðin yfir tilfinningar sem ég hafði alltaf haft og það var ekki aftur snúið eftir það. Það tók mig samt fjögur ár eftir það að koma út sjálfur sem trans og byrja mitt eigið læknisfræðilega ferli til að samræma líkamann minn við kynvitund mína. Í þá daga var oft talað um að fæðast í röngum líkama og ég hef átt fjölmörg tímabil þar sem ég óskaði þess að ég hefði bara fæðst sem strákur. Í dag, nokkrum árum seinna, er mjög þakklátur fyrir þessa lífsreynslu. Ég hef upplifun og reynslu sem mikill minnihluti fólks hefur og það hefur gert mig víðsýnni en ég hefði sennilega annars verið. Ég hef djúpan skilning á reynsluheimi kvenna og stúlkna sem fáir karlmenn hafa. Ég hef notað þessa reynslu til þess að mennta mig og get nú í gegnum störf mín aðstoðað annað trans fólk og fjölskyldur þeirra sem er mér mjög dýrmætt. Samt sem áður veit ég að ég tilheyri forréttindahópi innan trans samfélagsins. Ég skilgreini mig sem trans mann innan tvíhyggjunnar sem þýðir að ég er ekki kynsegin, en kynsegin fólk rekur sig á marga veggi í okkar tvískipta samfélagi. Ég uppfylli einnig margar af þeim væntingum sem fólk hefur til karlmanna, bæði í útliti og hegðun, og því á fólk oftast auðvelt með að samþykkja mig sem karlmann. Ég er sjúkratryggður á Íslandi og hef alltaf upplifað mikið fjárhagslegt öryggi og hef mjög gott stuðningsnet. Það var því ekki erfitt fyrir mig að fá aðgang að þeirri kynstaðfestandi þjónustu sem ég þurfti og biðtíminn var ekki langur eftir að ég var kominn með “greininguna”. Nær undantekningarlaust talar fólk um mig í karlkyni og segir hann þegar þau tala um og við mig og nota nafnið sem ég hef kosið mér þegar rætt er um og við mig. Ég hef aðgang að allri þessari þjónustu og þessum réttindum vegna áratuga baráttu þeirra sem ruddu brautina og börðust fyrir bættum réttindum og þjónustu fyrir trans fólk, sem til dæmis gerði mér kleift að breyta kynskráningu og nafni í Þjóðskrá. Ég hef gengið í gegnum tímabil í þessu ferli þar sem sjálfsmyndin var bjöguð og sjálfstraustið lítið. Ég var ekki öruggur með sjálfan mig og það læddust oft að mér efasemdir um að þetta væri rétta leiðin fyrir mig eða að ég myndi aldrei verða “alvöru” karlmaður. Ég notaði ekki almenningssalerni í mörg ár af ótta við að einhver myndi segja eitthvað við mig. Gleymdu því að fara í sund eða líkamsrækt eða aðra staði þar sem skiptiaðstaða er kynjaskipt. Flest hafa orðið vör við umræðuna sem hefur verið í gangi í samfélaginu nýlega um trans fólk og bakslagið sem er í gangi. Ég ætla ekki að fara nánar út í það hér en ég vil segja að ég er að upplifa í fyrsta skipti á ævinni ótta við að verða fyrir aðkasti og jafnvel ofbeldi úti á götu fyrir að vera trans manneskja á Íslandi. Ég hef aldrei viljað fela það að ég sé trans og hef frá því að ég kom út úr skápnum talað mjög opinskátt um mig og mitt ferli. Ég er einnig með kyntjáningu sem er innan þess ramma sem samfélagið hefur skilgreint fyrir kyntjáningu karlmanna. Það veldur því að ég fæ oft að heyra einhverja útgáfu af setningunni: “Ég hefði aldrei giskað á að þú værir trans.” Ég veit að fólk sem segir þetta meinar vel og meinar þetta sem hrós. En það er ekki hrós og ég vil að fólk sjái að ég er trans. Það er ekkert leyndarmál og ekkert til að skammast sín fyrir. Eða öllu heldur, ég vil að fólk geri sér grein fyrir því að trans fólk er alls konar og sís fólk er alls konar og það er ekki hægt að sjá það utan á fólki. Þessi hugmynd, að hrósa mér fyrir að líta ekki út fyrir að vera trans, er í raun birtingarmynd fordóma gagnvart trans fólki. Það á rætur að rekja í rótgrónar hugmyndir og staðalmyndir um það hvernig konur eiga að líta út og hvernig karlar eiga að líta út, og að fólk með kyntjáningu sem samræmist þessum staðalímyndum ætti að fá hrós en fólk sem hefur kyntjáningu sem eru í ósamræmi við þær ætti að vera refsað. Ég hafna þessum hugmyndum og vil að okkur sé öllum fagnað, sama hversu nálægt samfélagslegum hugmyndum um karla og konur við erum. Ég er trans karlmaður og ég er stoltur af því að vera trans karlmaður. Ég vil ekki að neinn haldi að ég sé sís karlmaður og það er ekki hrós að segja mér að ég líti ekki út fyrir að vera trans. Það væri að hafna þessum stóra hluta af sjálfum mér og líta fram hjá þessari miklu lífsreynslu sem ég hef gengið í gegnum til að fá að vera ég sjálfur. Ég óska þess að allt trans fólk, sem og allt annað fólk, fái þann stuðning og það rými sem það þarf til að fá að kynnast sjálfu sér og vera það sjálft. Saman getum við skapað öruggara samfélag fyrir okkur öll að fá að vera við sjálf, frjáls og örugg. Höfundur er trans maður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Hæ, ég heiti Alexander og ég er trans maður. Fyrir þau sem þurfa frekari útskýringu þá þýðir það að ég fékk úthlutað kvenkyni við fæðingu, allir héldu að ég væri stelpa og seinna, kona, þangað til að ég sagði þeim að ég væri í raun karlmaður. Ef ég væri sís þá hefði ég bara haldið áfram með lífið mitt sem kona, svo augljóslega þá vildi ég ekki vera sís kona. En það sem ég meina í titlinum er að ég vildi heldur ekki að ég hefði fæðst sís karlmaður. Ég er fæddur og uppalinn í litlu bæjarfélagi úti á landi. Þegar ég var að alast upp var lítið um opinberar hinsegin fyrirmyndir. Ég var með óljósa hugmynd um hvað það væri að vera samkynhneigður og hafði aldrei heyrt um trans fólk. Ég er mjög þakklátur fyrir að þegar ég var krakki þá fékk ég að vera krakki án þess að vera sett strangar skorður um hvernig stelpur eða strákar ættu að líta út og haga sér. Ég fékk að klæða mig og klippa hárið eins og ég vildi, leika við þau sem ég vildi og stunda þær íþróttir og tómstundir sem mig langaði. Mamma mín hefur sagt mér að ég var mjög ungur þegar ég neitaði að fara í kjól fyrst og því var aldrei þröngvað á mig eftir það. Barnæskan var því frekar frjáls undan ströngum kynjastaðalmyndum. Þegar kom að kynþroskaskeiðinu og unglingsárunum þá urðu þessar kröfur strangari og ég reyndi, eftir bestu getu, að vera eins og hinar stelpurnar. Samfélagsleg norm voru búin að ná festu í huganum. Þrátt fyrir mýtur um það að allt trans fólk upplifi kynþroskann sem eitt stórt áfall þá var það ekki raunin hjá mér. Ég vissi ennþá ekki að trans fólk væri til á þessum tíma en ég er heldur ekki með neinar minningar um kynama á þessum árum, en það er sú vanlíðan sem getur fylgt því að upplifa kynvitund sína á skjön við líkamlega kyneinkenni. Ég var þó farinn að átta mig á því að ég laðaðist frekar að konum en körlum og kom út sem lesbía þegar ég var 18 ára. Að koma út úr skápnum sem lesbía og fór að prófa mig áfram með karllægari kyntjáningu, sem ég fann fljótt að hentaði mér vel. Ég hef verið í kringum 22 ára þegar ég sá í fyrsta skipti trans manneskju á svipuðum aldri og ég sem talaði opinberlega um það að fara í eitthvað læknisfræðilegt ferli til þess að reyna að samræma líkama sinn við kynvitund. Ég lærði orðin yfir tilfinningar sem ég hafði alltaf haft og það var ekki aftur snúið eftir það. Það tók mig samt fjögur ár eftir það að koma út sjálfur sem trans og byrja mitt eigið læknisfræðilega ferli til að samræma líkamann minn við kynvitund mína. Í þá daga var oft talað um að fæðast í röngum líkama og ég hef átt fjölmörg tímabil þar sem ég óskaði þess að ég hefði bara fæðst sem strákur. Í dag, nokkrum árum seinna, er mjög þakklátur fyrir þessa lífsreynslu. Ég hef upplifun og reynslu sem mikill minnihluti fólks hefur og það hefur gert mig víðsýnni en ég hefði sennilega annars verið. Ég hef djúpan skilning á reynsluheimi kvenna og stúlkna sem fáir karlmenn hafa. Ég hef notað þessa reynslu til þess að mennta mig og get nú í gegnum störf mín aðstoðað annað trans fólk og fjölskyldur þeirra sem er mér mjög dýrmætt. Samt sem áður veit ég að ég tilheyri forréttindahópi innan trans samfélagsins. Ég skilgreini mig sem trans mann innan tvíhyggjunnar sem þýðir að ég er ekki kynsegin, en kynsegin fólk rekur sig á marga veggi í okkar tvískipta samfélagi. Ég uppfylli einnig margar af þeim væntingum sem fólk hefur til karlmanna, bæði í útliti og hegðun, og því á fólk oftast auðvelt með að samþykkja mig sem karlmann. Ég er sjúkratryggður á Íslandi og hef alltaf upplifað mikið fjárhagslegt öryggi og hef mjög gott stuðningsnet. Það var því ekki erfitt fyrir mig að fá aðgang að þeirri kynstaðfestandi þjónustu sem ég þurfti og biðtíminn var ekki langur eftir að ég var kominn með “greininguna”. Nær undantekningarlaust talar fólk um mig í karlkyni og segir hann þegar þau tala um og við mig og nota nafnið sem ég hef kosið mér þegar rætt er um og við mig. Ég hef aðgang að allri þessari þjónustu og þessum réttindum vegna áratuga baráttu þeirra sem ruddu brautina og börðust fyrir bættum réttindum og þjónustu fyrir trans fólk, sem til dæmis gerði mér kleift að breyta kynskráningu og nafni í Þjóðskrá. Ég hef gengið í gegnum tímabil í þessu ferli þar sem sjálfsmyndin var bjöguð og sjálfstraustið lítið. Ég var ekki öruggur með sjálfan mig og það læddust oft að mér efasemdir um að þetta væri rétta leiðin fyrir mig eða að ég myndi aldrei verða “alvöru” karlmaður. Ég notaði ekki almenningssalerni í mörg ár af ótta við að einhver myndi segja eitthvað við mig. Gleymdu því að fara í sund eða líkamsrækt eða aðra staði þar sem skiptiaðstaða er kynjaskipt. Flest hafa orðið vör við umræðuna sem hefur verið í gangi í samfélaginu nýlega um trans fólk og bakslagið sem er í gangi. Ég ætla ekki að fara nánar út í það hér en ég vil segja að ég er að upplifa í fyrsta skipti á ævinni ótta við að verða fyrir aðkasti og jafnvel ofbeldi úti á götu fyrir að vera trans manneskja á Íslandi. Ég hef aldrei viljað fela það að ég sé trans og hef frá því að ég kom út úr skápnum talað mjög opinskátt um mig og mitt ferli. Ég er einnig með kyntjáningu sem er innan þess ramma sem samfélagið hefur skilgreint fyrir kyntjáningu karlmanna. Það veldur því að ég fæ oft að heyra einhverja útgáfu af setningunni: “Ég hefði aldrei giskað á að þú værir trans.” Ég veit að fólk sem segir þetta meinar vel og meinar þetta sem hrós. En það er ekki hrós og ég vil að fólk sjái að ég er trans. Það er ekkert leyndarmál og ekkert til að skammast sín fyrir. Eða öllu heldur, ég vil að fólk geri sér grein fyrir því að trans fólk er alls konar og sís fólk er alls konar og það er ekki hægt að sjá það utan á fólki. Þessi hugmynd, að hrósa mér fyrir að líta ekki út fyrir að vera trans, er í raun birtingarmynd fordóma gagnvart trans fólki. Það á rætur að rekja í rótgrónar hugmyndir og staðalmyndir um það hvernig konur eiga að líta út og hvernig karlar eiga að líta út, og að fólk með kyntjáningu sem samræmist þessum staðalímyndum ætti að fá hrós en fólk sem hefur kyntjáningu sem eru í ósamræmi við þær ætti að vera refsað. Ég hafna þessum hugmyndum og vil að okkur sé öllum fagnað, sama hversu nálægt samfélagslegum hugmyndum um karla og konur við erum. Ég er trans karlmaður og ég er stoltur af því að vera trans karlmaður. Ég vil ekki að neinn haldi að ég sé sís karlmaður og það er ekki hrós að segja mér að ég líti ekki út fyrir að vera trans. Það væri að hafna þessum stóra hluta af sjálfum mér og líta fram hjá þessari miklu lífsreynslu sem ég hef gengið í gegnum til að fá að vera ég sjálfur. Ég óska þess að allt trans fólk, sem og allt annað fólk, fái þann stuðning og það rými sem það þarf til að fá að kynnast sjálfu sér og vera það sjálft. Saman getum við skapað öruggara samfélag fyrir okkur öll að fá að vera við sjálf, frjáls og örugg. Höfundur er trans maður.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun