Svínsnýra með fulla virkni eftir mánuð í heiladauðum manni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. ágúst 2023 10:16 Svínsnýrað var grætt í Miller 14. júlí síðastliðinn. AP/Shelby Lum Svínsnýra sem var grætt í heiladauðan mann fyrir meira en mánuði síðan virkar enn og stefnt er að því að fylgjast með þróun mála í að minnsta kosti mánuð til viðbótar. Sérfræðingur segir nýrað starfa jafnvel enn betur en nýra úr manneskju. Tilraunum þar sem líffæri úr svínum eru grædd í menn hefur fjölgað síðustu misseri og þykja hafa gefið góða raun. Bylting varð þegar vísindamenn hófu að notast við líffæri úr erfðabreyttum grísum til að draga úr líkunum á höfnun. Að sögn Dr. Robert Montgomery, forstjóra Langon líffæraígræðslustofnunar New York University, hóf svínsnýrað umsvifalaust að framleiða þvag um leið og það var grætt í hinn 57 ára Maurice „Mo“ Miller. Greint var frá því í fyrra að svínshjarta hefði verið grætt í mann sem stóð frammi fyrir dauðanum. Hann lifði í tvo mánuði eftir aðgerðina. Þá var greint frá því í vikunni að tvö nýru hefðu virkað í heiladauðum einstakling í viku, í tilraun sem var gerð við University of Alabama í Birmingham. Í því tilviki var ákveðið fyrirfram að um sjö daga tilraun yrði að ræða en eitt af álitamálunum sem upp hafa komið í tengslum við rannsóknirnar á ígræðslu dýralíffæra í menn er hversu mikið á að leggja á fjölskyldur þeirra sem líffærin eru grædd í, sem bíða þess að getað grafið ástvininn og syrgt eftir að hann hefur verið formlega úrskurðaður látinn. „Ég átti erfitt með þetta,“ segir Mary Miller-Duffy, systir Mo, í samtali við AP. Þetta hefði hins vegar verið eitthvað sem bróðir hennar hefði viljað. „Hann mun komast í læknisfræðibækurnar og lifa að eilífu,“ segir hún. Dr. Muhammad Mohiuddin við University of Maryland segir ekki ljóst hvort líkami lifandi einstaklings muni bregðast við líffæragjöfinni á sama hátt og líkami einstaklings sem hefur verið úrskurðaður heiladauður. Tilraunirnar séu hins vegar ákveðin aðlögun fyrir almenning, til að venjast tilhugsuninni um líffæraígræðslur úr dýrum. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Vísindi Heilbrigðismál Bandaríkin Dýraheilbrigði Líffæragjöf Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Tilraunum þar sem líffæri úr svínum eru grædd í menn hefur fjölgað síðustu misseri og þykja hafa gefið góða raun. Bylting varð þegar vísindamenn hófu að notast við líffæri úr erfðabreyttum grísum til að draga úr líkunum á höfnun. Að sögn Dr. Robert Montgomery, forstjóra Langon líffæraígræðslustofnunar New York University, hóf svínsnýrað umsvifalaust að framleiða þvag um leið og það var grætt í hinn 57 ára Maurice „Mo“ Miller. Greint var frá því í fyrra að svínshjarta hefði verið grætt í mann sem stóð frammi fyrir dauðanum. Hann lifði í tvo mánuði eftir aðgerðina. Þá var greint frá því í vikunni að tvö nýru hefðu virkað í heiladauðum einstakling í viku, í tilraun sem var gerð við University of Alabama í Birmingham. Í því tilviki var ákveðið fyrirfram að um sjö daga tilraun yrði að ræða en eitt af álitamálunum sem upp hafa komið í tengslum við rannsóknirnar á ígræðslu dýralíffæra í menn er hversu mikið á að leggja á fjölskyldur þeirra sem líffærin eru grædd í, sem bíða þess að getað grafið ástvininn og syrgt eftir að hann hefur verið formlega úrskurðaður látinn. „Ég átti erfitt með þetta,“ segir Mary Miller-Duffy, systir Mo, í samtali við AP. Þetta hefði hins vegar verið eitthvað sem bróðir hennar hefði viljað. „Hann mun komast í læknisfræðibækurnar og lifa að eilífu,“ segir hún. Dr. Muhammad Mohiuddin við University of Maryland segir ekki ljóst hvort líkami lifandi einstaklings muni bregðast við líffæragjöfinni á sama hátt og líkami einstaklings sem hefur verið úrskurðaður heiladauður. Tilraunirnar séu hins vegar ákveðin aðlögun fyrir almenning, til að venjast tilhugsuninni um líffæraígræðslur úr dýrum. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Vísindi Heilbrigðismál Bandaríkin Dýraheilbrigði Líffæragjöf Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira