Áminning um að plastið drepi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. ágúst 2023 14:35 Ljóst er að mávurinn getur átt erfitt um vik nái hann ekki plastinu af sér. Yfirfullar ruslatunnur og matarafgangar eru sérstaklega freistandi fyrir máva í byggð. Mávur sem festi plast á gogginn á sér á Álftanesi er áminning til allra um að ganga vel frá úrgangi og að minnka notkun á óþarfa plasti eftir bestu getu. Stofnunin hefur látið lögreglu og bæjaryfirvöld í Garðabæ vita af málinu. Þetta kemur fram í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Vísis. Fréttastofu barst mynd frá áhyggjufullum íbúa á Álftanesi af mávi sem lent hefur í ógöngum vegna plastrusls. Íbúinn segir um að ræða áminningu um það að plastið drepi og sé til trafala í lífríkinu. Magn heimilisúrgangs að aukast ár frá ári Umhverfisstofnun hefur ekki borist tilkynning um tjéðan máv, að því er segir í svörum frá stofnunni. Málaflokkurinn sé ekki innan starfsemi stofnunarinnar en samt berist henni öðru hverju ábendingar um villt dýr í hremmingum sem skráðar eru í skjalakerfi stofnunarinnar og þær sendar áfram til viðeigandi aðila. Stofnunin safni hinsvegar ekki ábendingum á kerfisbundinn hátt þannig að auðvelt sé að fá yfirsýn yfir þær. Ábendingum hafi verið komið til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og til Garðabæjar vegna aðgerða sem gæti þurft að grípa til svo hægt sé að losa plastið af fuglinum. „Magn heimilisúrgangs á Íslandi hefur verið að aukast ár frá ári en það er erfitt að segja til um hvort ásókn dýra í úrganginn sé að aukast. Einhverjir mávar verpa í Garðabæ en flestir mávarnir á Höfuðborgarsvæðinu eiga hingað lítið erindi inn í byggð annað en að gramsa eftir fæðu í aðgengilegu rusli bæjarbúa. Yfirfullar ruslatunnur og matarafgangar eru sérstaklega freistandi fyrir mávana.“ Hægt að koma í veg fyrir að mönnum og mávum lendi saman Í svörum stofnunarinnar segir að með því að landsmenn gangi vel frá ruslatunnum og passi að matarafgangar séu ekki skildir eftir úti, til dæmis eftir garðveislur, sé hægt að koma í veg fyrir að mönnum og mávum lendi saman. „Og því betur sem við göngum um, því færri verða tilvikin um að villt dýr lendi í hremmingum vegna nábýlisins við okkur. Þetta tilvik undirstrikar mikilvægi þess að við komum úrganginum okkar í réttan farveg.“ Mávurinn með plastdraslið á goggnum undirstriki mikilvægi þess að landsmenn komi úrgangi sínum í réttan farveg. Nýlega hafi verið innleitt bann við þeim einnota plastvörum sem líklegast eru til að stefna villtum dýrum í hættu, líkt og einnota hnífapörum, rörum og plastburðarpokum. Plastið safnist upp „Á sama tíma voru settar hertar reglur um notkun einnota plastumbúða eins og drykkjarmála, eins og það sem þessi mávur virðist hafa náð að troða á gogginn á sér. Plast brotnar yfirleitt ekki niður í náttúrunni, eða það gerist mjög hægt.“ Plastið safnist þess vegna upp og sýna rannsóknir Umhverfisstofnunar og Náttúrustofu Norðausturlands að stór hluti fýla við Íslandsstrendur eru með plast í maganum, að því er segir í svörum stofnunarinnar. „Eins og þessi mávur sýnir okkur, þá eru dýr lunkin við að koma sér í vandræði. Við getum tekið þessu sem áminningu um að ganga vel frá úrgangi og að minnka notkun á óþarfa plasti eftir bestu getu.“ Dýr Dýraheilbrigði Fuglar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Vísis. Fréttastofu barst mynd frá áhyggjufullum íbúa á Álftanesi af mávi sem lent hefur í ógöngum vegna plastrusls. Íbúinn segir um að ræða áminningu um það að plastið drepi og sé til trafala í lífríkinu. Magn heimilisúrgangs að aukast ár frá ári Umhverfisstofnun hefur ekki borist tilkynning um tjéðan máv, að því er segir í svörum frá stofnunni. Málaflokkurinn sé ekki innan starfsemi stofnunarinnar en samt berist henni öðru hverju ábendingar um villt dýr í hremmingum sem skráðar eru í skjalakerfi stofnunarinnar og þær sendar áfram til viðeigandi aðila. Stofnunin safni hinsvegar ekki ábendingum á kerfisbundinn hátt þannig að auðvelt sé að fá yfirsýn yfir þær. Ábendingum hafi verið komið til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og til Garðabæjar vegna aðgerða sem gæti þurft að grípa til svo hægt sé að losa plastið af fuglinum. „Magn heimilisúrgangs á Íslandi hefur verið að aukast ár frá ári en það er erfitt að segja til um hvort ásókn dýra í úrganginn sé að aukast. Einhverjir mávar verpa í Garðabæ en flestir mávarnir á Höfuðborgarsvæðinu eiga hingað lítið erindi inn í byggð annað en að gramsa eftir fæðu í aðgengilegu rusli bæjarbúa. Yfirfullar ruslatunnur og matarafgangar eru sérstaklega freistandi fyrir mávana.“ Hægt að koma í veg fyrir að mönnum og mávum lendi saman Í svörum stofnunarinnar segir að með því að landsmenn gangi vel frá ruslatunnum og passi að matarafgangar séu ekki skildir eftir úti, til dæmis eftir garðveislur, sé hægt að koma í veg fyrir að mönnum og mávum lendi saman. „Og því betur sem við göngum um, því færri verða tilvikin um að villt dýr lendi í hremmingum vegna nábýlisins við okkur. Þetta tilvik undirstrikar mikilvægi þess að við komum úrganginum okkar í réttan farveg.“ Mávurinn með plastdraslið á goggnum undirstriki mikilvægi þess að landsmenn komi úrgangi sínum í réttan farveg. Nýlega hafi verið innleitt bann við þeim einnota plastvörum sem líklegast eru til að stefna villtum dýrum í hættu, líkt og einnota hnífapörum, rörum og plastburðarpokum. Plastið safnist upp „Á sama tíma voru settar hertar reglur um notkun einnota plastumbúða eins og drykkjarmála, eins og það sem þessi mávur virðist hafa náð að troða á gogginn á sér. Plast brotnar yfirleitt ekki niður í náttúrunni, eða það gerist mjög hægt.“ Plastið safnist þess vegna upp og sýna rannsóknir Umhverfisstofnunar og Náttúrustofu Norðausturlands að stór hluti fýla við Íslandsstrendur eru með plast í maganum, að því er segir í svörum stofnunarinnar. „Eins og þessi mávur sýnir okkur, þá eru dýr lunkin við að koma sér í vandræði. Við getum tekið þessu sem áminningu um að ganga vel frá úrgangi og að minnka notkun á óþarfa plasti eftir bestu getu.“
Dýr Dýraheilbrigði Fuglar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira