Vilja að réttað verði yfir Trump árið 2026 Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2023 09:42 Nóg verður að gera hjá Donald Trump á næsta ári að flakka á milli kosningafunda og dómsala vítt og breitt um Bandaríkin. AP/Seth Wenig Lögmenn Donalds Trump krefjast þess að réttarhöld yfir honum vegna ákæru um að hann hafi reynt að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020 hefjist ekki fyrr en eftir hátt í þrjú ár. Sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins vill að réttarhöldin hefjist beint eftir áramót. Trump sætir alríkisákæru fyrir að reyna með ólöglegum hætti að snúa við úrslitum kosninganna sem hann tapaði fyrir að verða þremur árum. Jack Smith, sérstaki saksóknarinn, hefur óskað eftir því að réttarhöldin hefjist 2. janúar, tveimur vikum áður en forval Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar hefst. Trump er með pálmann í höndunum í forvali ef marka má skoðanakannanir. Verjendur Trump lögðu fram sína eigin kröfu fyrir dómi í Washington-borg í gær. Þeir vilja að réttarhöldin hefjist ekki fyrr en í apríl árið 2026, hátt í einu og hálfi eftir forsetakosningar næsta árs, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Hagsmunir almennings felast í réttlæti og sanngjörnum réttarhöldum, ekki flýti til sakfellingar,“ sögðu lögmenn fyrrverandi forsetans í greinargerð sinni. Lögmennirnir segjast þurfu svo langan tíma til undirbúnings vegna þess hversu söguleg réttarhöldin séu og hversu mikið magn sönnunargagna þeir þurfi að plægja í gegnum. Ef þeim ellefu og hálfri milljón blaðsíðna sem gögn málsins telja væri staflað upp næðu þau rúmlega einn og hálfan kílómetra upp í loftið. Þarf að flakka á milli fjögurra dómsala Töluvert púsluspil verður fyrir dómstóla hér og þar um Bandaríkin að ákvarða dagsetningar fyrir réttarhöld yfir Trump en hann er nú ákærður í þremur aðskildum málum fyrir utan kosningamálið í Washington-borg. Í New York sætir hann ákæru umdæmissaksóknara fyrir mútugreiðslur til klámstjörnu, í Flórída alríkisákæru fyrir misferli með ríkisleyndarmál og í Georgíu ákæru umdæmissaksóknara fyrir sinn þátt í að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna þar. New York Times segir að Trump reyni nú að fresta öllum sakamálunum gegn sér. Ráðgjafar Trump fari ekki leynt með það að hann reyni meðal annars að vinna forsetakosningarnar til þess að komast undan ákærum. Nái hann að fresta málunum fram yfir kosningar og verði hann forseti geti hann annað hvort náðað sjálfan sig eða látið dómsmálaráðherrann drepa málin gegn sér. Það gæti hann þó aðeins gert með alríkismálin tvö. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Erlend sakamál Tengdar fréttir Falskir kjörmenn og lygar kjarninn í málinu gegn Trump Listi yfir falska kjörmenn sem Donald Trump og bandamenn hans fengu repúblikana í Georgíu til þess að senda Bandaríkjaþingi og lygar um kosningaúrslitin eru kjarninn í víðfeðmri ákæru á hendur fyrrverandi forsetanum og átján samverkamönnum hans í ríkinu. Nokkrir þeirra eru ákærðir fyrir tilraun til að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. 15. ágúst 2023 13:59 Ætlar áfram að einblína á kosningarnar 2020 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta nýjustu ákæruna gegn sér til að halda því áfram fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Hann er ákærður fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna en ráðgjafar hans hafa hvatt hann til að leggja síðustu kosningar á hilluna. 4. ágúst 2023 16:01 Sérfræðingar efast um tjáningarfrelsisvörn Trumps Verjendur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segja nýjustu ákæruna gegn honum fara gegn rétti hans til tjáningarfrelsis. Saksóknarar segja hins vegar að ákæran snúist ekki eingöngu um hvað Trump sagði um forsetakosningarnar 2020 heldur um hvað hann gerði. 3. ágúst 2023 08:22 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Trump sætir alríkisákæru fyrir að reyna með ólöglegum hætti að snúa við úrslitum kosninganna sem hann tapaði fyrir að verða þremur árum. Jack Smith, sérstaki saksóknarinn, hefur óskað eftir því að réttarhöldin hefjist 2. janúar, tveimur vikum áður en forval Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar hefst. Trump er með pálmann í höndunum í forvali ef marka má skoðanakannanir. Verjendur Trump lögðu fram sína eigin kröfu fyrir dómi í Washington-borg í gær. Þeir vilja að réttarhöldin hefjist ekki fyrr en í apríl árið 2026, hátt í einu og hálfi eftir forsetakosningar næsta árs, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Hagsmunir almennings felast í réttlæti og sanngjörnum réttarhöldum, ekki flýti til sakfellingar,“ sögðu lögmenn fyrrverandi forsetans í greinargerð sinni. Lögmennirnir segjast þurfu svo langan tíma til undirbúnings vegna þess hversu söguleg réttarhöldin séu og hversu mikið magn sönnunargagna þeir þurfi að plægja í gegnum. Ef þeim ellefu og hálfri milljón blaðsíðna sem gögn málsins telja væri staflað upp næðu þau rúmlega einn og hálfan kílómetra upp í loftið. Þarf að flakka á milli fjögurra dómsala Töluvert púsluspil verður fyrir dómstóla hér og þar um Bandaríkin að ákvarða dagsetningar fyrir réttarhöld yfir Trump en hann er nú ákærður í þremur aðskildum málum fyrir utan kosningamálið í Washington-borg. Í New York sætir hann ákæru umdæmissaksóknara fyrir mútugreiðslur til klámstjörnu, í Flórída alríkisákæru fyrir misferli með ríkisleyndarmál og í Georgíu ákæru umdæmissaksóknara fyrir sinn þátt í að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna þar. New York Times segir að Trump reyni nú að fresta öllum sakamálunum gegn sér. Ráðgjafar Trump fari ekki leynt með það að hann reyni meðal annars að vinna forsetakosningarnar til þess að komast undan ákærum. Nái hann að fresta málunum fram yfir kosningar og verði hann forseti geti hann annað hvort náðað sjálfan sig eða látið dómsmálaráðherrann drepa málin gegn sér. Það gæti hann þó aðeins gert með alríkismálin tvö.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Erlend sakamál Tengdar fréttir Falskir kjörmenn og lygar kjarninn í málinu gegn Trump Listi yfir falska kjörmenn sem Donald Trump og bandamenn hans fengu repúblikana í Georgíu til þess að senda Bandaríkjaþingi og lygar um kosningaúrslitin eru kjarninn í víðfeðmri ákæru á hendur fyrrverandi forsetanum og átján samverkamönnum hans í ríkinu. Nokkrir þeirra eru ákærðir fyrir tilraun til að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. 15. ágúst 2023 13:59 Ætlar áfram að einblína á kosningarnar 2020 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta nýjustu ákæruna gegn sér til að halda því áfram fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Hann er ákærður fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna en ráðgjafar hans hafa hvatt hann til að leggja síðustu kosningar á hilluna. 4. ágúst 2023 16:01 Sérfræðingar efast um tjáningarfrelsisvörn Trumps Verjendur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segja nýjustu ákæruna gegn honum fara gegn rétti hans til tjáningarfrelsis. Saksóknarar segja hins vegar að ákæran snúist ekki eingöngu um hvað Trump sagði um forsetakosningarnar 2020 heldur um hvað hann gerði. 3. ágúst 2023 08:22 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Falskir kjörmenn og lygar kjarninn í málinu gegn Trump Listi yfir falska kjörmenn sem Donald Trump og bandamenn hans fengu repúblikana í Georgíu til þess að senda Bandaríkjaþingi og lygar um kosningaúrslitin eru kjarninn í víðfeðmri ákæru á hendur fyrrverandi forsetanum og átján samverkamönnum hans í ríkinu. Nokkrir þeirra eru ákærðir fyrir tilraun til að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. 15. ágúst 2023 13:59
Ætlar áfram að einblína á kosningarnar 2020 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta nýjustu ákæruna gegn sér til að halda því áfram fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Hann er ákærður fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna en ráðgjafar hans hafa hvatt hann til að leggja síðustu kosningar á hilluna. 4. ágúst 2023 16:01
Sérfræðingar efast um tjáningarfrelsisvörn Trumps Verjendur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segja nýjustu ákæruna gegn honum fara gegn rétti hans til tjáningarfrelsis. Saksóknarar segja hins vegar að ákæran snúist ekki eingöngu um hvað Trump sagði um forsetakosningarnar 2020 heldur um hvað hann gerði. 3. ágúst 2023 08:22