Fótbolti

Rúnar Alex til Car­diff: Leitaði ráða hjá Aroni Einari

Aron Guðmundsson skrifar
Rúnar Alex með Erol Bulut, þjálfara Cardiff City
Rúnar Alex með Erol Bulut, þjálfara Cardiff City Mynd: Cardiff City

Ís­lenski lands­liðs­mark­vörðurinn í fót­bolta, Rúnar Alex Rúnars­son hefur gengið til liðs við enska B-deildar liðið Car­diff City á láni frá Arsenal út tíma­bilið. Þetta stað­festir fé­lagið í til­kynningu á heima­síðu sinni.

„Ég mjög á­nægður með að skiptin hafi gengið í gegn. Þetta tók smá tíma en ég er mjög á­nægður með að vera kominn hingað,“ segir Rúnar Alex í við­tali sem birtist á heima­síðu Car­diff City.

Car­diff City hafði sett sig í sam­band við um­boðs­mann Rúnars Alex og greint honum frá á­huga sínum á því að fá ís­lenska lands­liðs­mark­vörðinn í sínar raðir.

Rúnar Alex á­kvað síðan að leita til ís­lenska lands­liðs­fyrir­liðans Arons Einars Gunnars­sonar til þess að fá frekari upp­lýsingar um Car­diff City en Aron Einar lék þar við góðan orð­stír á sínum tíma.

Aron Einar á sínum tíma með Cardiff City Vísir/Getty

„Það fyrsta sem hann sagði við mig var „stökktu á þetta“ hann elskaði tímann sinn hér. Þá ræddi þjálfarinn einnig við mig um það hvernig fót­bolta hann vill að liðið spili, hvað hann vill sjá frá mér og hvaða hlut­verk hann vildi að ég hefði hér.

Hann sá mig spila í Tyrk­landi, þegar að ég var á láni þar hjá Alanya­spor, og það er mjög gott að vita af því að ég er að koma spila fyrir þjálfara sem þekkir mig og mína eigin­leika.

Rúnar Alex hlakkar til að fá bresku fót­bolta­geð­veikina beint í æð.

„Þegar að ég gekk til liðs við Arsenal þá var Co­vid-19 heims­far­aldurinn ríkjandi og því fékk ég ekki að upp­lifa stemninguna sem kemur frá stuðnings­mönnum að fullu. Ég er því virki­lega spenntur fyrir því að spila í þessu and­rúms­lofti.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×