„Við hefðum aldrei getað skrifað þessa sögu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. ágúst 2023 19:45 Alfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor Pálsson ásamt umboðsmanninum Magnúsi Agnari Magnússyni. Íslenski landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason er genginn í raðir belgíska félagsins Eupen frá Íslendingaliðinu Lyngby í Danmörku. Hann segist spenntur að komast aftur í belgísku deildina. Alfreð skrifaði undir tveggja ára samning við félagið og þurfti Eupen að greiða 2 milljónir danskar krónur fyrir framherjann eða því sem samsvarar tæplega 39 milljónir íslenskra króna. „Þetta kom mjög fljótt upp í lok síðustu viku. Ég framlengdi samning minn í sumar við Lyngby og maður var með fullan huga við það að vera þar áfram og ekki í neinum hugleiðingum að fara. Svo þegar þetta kemur upp þá er tenging við Guðlaug Victor og ég þekki þjálfarann frá Þýskalandi. Og að geta farið í aðeins sterkari deil og svo spilaði stóra rullu að fá tveggja ára samning,“ segir Alfreð í samtali við fréttastofu. Atvinnumannaferill Alfreðs spannar tólf ár og er Eupen annað liðið í Belgíu sem hann leikur fyrir, en hann gekk í raðir Lokeren frá Breiðabliki árið 2011. Á ferli sínum í atvinnumennsku hefur hann einnig leikið fyrir lið á borð við Heerenven í Hollandi, Real Sociedad á Spáni, Olympiakos í Grikklandi og Augsburg í Þýskalandi. Og nú síðast hjá Lyngby. Frábær klúbbur fyrir unga „Ég var ekki að leitast eftir því að fara frá Lyngby, alls ekki. Vinnuumhverfið þar er frábært þó það sé alveg hægt að bæta eitthvað. Þeir vita alveg hvar þeir standa í fæðukeðjunni og þetta er frábær klúbbur fyrir unga leikmenn.“ Andri Lucas Guðjohnsen gekk í raðir Lyngby á láni fyrr í dag og mun því að öllum líkindum taka við stöðu Alfreðs hjá félaginu. „Sævar og Kolli munu taka mjög vel á móti Andra Lucasi og hann fyllir upp í Íslendingakvótann þarna, það verða allavega að vera þrír svo dæmið gangi upp. Þetta er frábær staður fyrir hann að vera með Freysa og hann mun eiga gott tímabil og skora sín mörk.“ Hjá Eupen hittir Alfreð fyrir samherja sinn hjá íslenska landsliðinu en Guðlaugur Victor Pálsson gekk nýverið í raðir félagsins frá DC United. Þeir hafa áður spilað saman hjá félagsliði, í yngri flokkum Fjölnis. „Ég og Gulli höfðum þekkst síðan við vorum átta, níu ára. Við ólumst báðir upp í Grafarvoginum og spiluðum saman í Fjölni í gamla daga. Þetta hefur sennilega verið í kringum árið 2000 eða eitthvað svoleiðis. Við hefðum aldrei getað skrifað þessa sögu, að við værum báðir yfir þrítugt að spila saman fyrir Eupen.“ Fótbolti Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Sjá meira
Alfreð skrifaði undir tveggja ára samning við félagið og þurfti Eupen að greiða 2 milljónir danskar krónur fyrir framherjann eða því sem samsvarar tæplega 39 milljónir íslenskra króna. „Þetta kom mjög fljótt upp í lok síðustu viku. Ég framlengdi samning minn í sumar við Lyngby og maður var með fullan huga við það að vera þar áfram og ekki í neinum hugleiðingum að fara. Svo þegar þetta kemur upp þá er tenging við Guðlaug Victor og ég þekki þjálfarann frá Þýskalandi. Og að geta farið í aðeins sterkari deil og svo spilaði stóra rullu að fá tveggja ára samning,“ segir Alfreð í samtali við fréttastofu. Atvinnumannaferill Alfreðs spannar tólf ár og er Eupen annað liðið í Belgíu sem hann leikur fyrir, en hann gekk í raðir Lokeren frá Breiðabliki árið 2011. Á ferli sínum í atvinnumennsku hefur hann einnig leikið fyrir lið á borð við Heerenven í Hollandi, Real Sociedad á Spáni, Olympiakos í Grikklandi og Augsburg í Þýskalandi. Og nú síðast hjá Lyngby. Frábær klúbbur fyrir unga „Ég var ekki að leitast eftir því að fara frá Lyngby, alls ekki. Vinnuumhverfið þar er frábært þó það sé alveg hægt að bæta eitthvað. Þeir vita alveg hvar þeir standa í fæðukeðjunni og þetta er frábær klúbbur fyrir unga leikmenn.“ Andri Lucas Guðjohnsen gekk í raðir Lyngby á láni fyrr í dag og mun því að öllum líkindum taka við stöðu Alfreðs hjá félaginu. „Sævar og Kolli munu taka mjög vel á móti Andra Lucasi og hann fyllir upp í Íslendingakvótann þarna, það verða allavega að vera þrír svo dæmið gangi upp. Þetta er frábær staður fyrir hann að vera með Freysa og hann mun eiga gott tímabil og skora sín mörk.“ Hjá Eupen hittir Alfreð fyrir samherja sinn hjá íslenska landsliðinu en Guðlaugur Victor Pálsson gekk nýverið í raðir félagsins frá DC United. Þeir hafa áður spilað saman hjá félagsliði, í yngri flokkum Fjölnis. „Ég og Gulli höfðum þekkst síðan við vorum átta, níu ára. Við ólumst báðir upp í Grafarvoginum og spiluðum saman í Fjölni í gamla daga. Þetta hefur sennilega verið í kringum árið 2000 eða eitthvað svoleiðis. Við hefðum aldrei getað skrifað þessa sögu, að við værum báðir yfir þrítugt að spila saman fyrir Eupen.“
Fótbolti Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Sjá meira