Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar

Heimilislausar konur á flótta hafa leitað í Konukot í vikunni en ekki getað fengið þar inn. Forstöðukona segir húsið þétt setið og ástandið oft erfitt. Hún segir skjólstæðinga þeirra sakna þess mjög að hafa aðgang að neyslurými. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar segir fimleikafélag bæjarins þurfa að sameinast öðru íþróttafélagi svo laga megi reksturinn. Bærinn mun sjá til þess að fimleikastarfið hefjist aftur í haust, sama hvað en félagið skuldar um tuttugu milljónir.

Bændur á sex stöðum á landinu ætla að bjóða landsmönnum í heimsókn til sín á morgun en þá er „Beint frá býli dagurinn“ í tilefni af fimmtán ára afmæli samtakanna. Afmæliskaka, kaffi og djús verður í boði á öllum stöðunum, auk þess sem bændur og búalið munu kynna og selja vörur sínar.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setur Menningarnótt á Kjarvalsstöðum í hádeginu. Hann segir mikilvægt að fjölskyldur séu saman á hátíðinni og að fólk láti koma sér á óvart. Eyjamenn eru heiðursgestir á Menningarnótt.

Fyrstu hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru komnir í mark. Við heyrum í sigurvegurum hlaupsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×