Formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar segir fimleikafélag bæjarins þurfa að sameinast öðru íþróttafélagi svo laga megi reksturinn. Bærinn mun sjá til þess að fimleikastarfið hefjist aftur í haust, sama hvað en félagið skuldar um tuttugu milljónir.
Bændur á sex stöðum á landinu ætla að bjóða landsmönnum í heimsókn til sín á morgun en þá er „Beint frá býli dagurinn“ í tilefni af fimmtán ára afmæli samtakanna. Afmæliskaka, kaffi og djús verður í boði á öllum stöðunum, auk þess sem bændur og búalið munu kynna og selja vörur sínar.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setur Menningarnótt á Kjarvalsstöðum í hádeginu. Hann segir mikilvægt að fjölskyldur séu saman á hátíðinni og að fólk láti koma sér á óvart. Eyjamenn eru heiðursgestir á Menningarnótt.
Fyrstu hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru komnir í mark. Við heyrum í sigurvegurum hlaupsins.