Fimm hjá hinu opinbera með hærri tekjur en forsetinn Eiður Þór Árnason skrifar 19. ágúst 2023 22:07 Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar og Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. vísir Forstjóri Landspítala raðar sér efst á lista yfir tekjuhæstu embættismenn, forstjóra og starfsmenn hins opinbera. Runólfur Pálsson var með 4,5 milljónir króna á mánuði að jafnaði í tekjur á síðasta ári, miðað við greitt útsvar en næstur er Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar með 4,1 milljón króna á mánuði. Greint er frá þessu í nýju Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í gær og má nálgast hér. Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur árið 2022. Hafa ber í huga að þær tekjur endurspegla þó ekki endilega öll laun viðkomandi. Forstjórar og framkvæmdastjórar innan hins opinbera raða sér ofarlega á listann fyrir árið 2022 en þar má einnig finna Ragnhildi Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra innviðaráðuneytisins með 3,8 milljónir króna og Harald Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóra með 3,4 milljónir. Öll voru þau með hærri tekjur en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands á síðasta ári miðað við útsvarsgreiðslur en Guðni var tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins með 3,2 milljónir á mánuði að jafnaði. Einungis tvær konur birtast í efstu tíu sætum á lista Tekjublaðs Frjálsrar verslunar yfir starfsmenn hins opinbera en ásamt Ragnhildi má þar sjá Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta lýðveldisins í tíunda sæti með 2,8 milljónir króna á mánuði að jafnaði. Tekjuhæstu embættismenn, forstjórar og starfsmenn hins opinbera Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala – 4,5 milljónir króna Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar – 4,1 milljónir króna Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó – 4,0 milljónir króna Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innviðaráðuneytis – 3,8 milljónir króna Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri – 3,4 milljónir króna Gestur Pétursson, fv. Framkvæmdastjóri Veitna – 3,2 milljónir króna Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri Skagafjarðarveitna – 3,1 milljón króna Sigurður Guðjónsson, fv. Forstjóri Hafrannsóknarstofu – 3,0 milljónir króna Ingvar Stefánsson, fv. Frkstj. Fjármála Orkuveitu Rvk. – 3,0 milljónir króna Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti – 2,8 milljónir króna Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í gær en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021 sem var greiddur árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Tekjur Rekstur hins opinbera Strætó Landsvirkjun Landspítalinn Tengdar fréttir Guðni Th. og Jón Gunnarsson tekjuhæstu stjórnmálamennirnir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands var tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins árið 2022. Næst á eftir koma Jón Gunnarsson, alþingismaður og þáverandi dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 18. ágúst 2023 15:45 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Greint er frá þessu í nýju Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í gær og má nálgast hér. Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur árið 2022. Hafa ber í huga að þær tekjur endurspegla þó ekki endilega öll laun viðkomandi. Forstjórar og framkvæmdastjórar innan hins opinbera raða sér ofarlega á listann fyrir árið 2022 en þar má einnig finna Ragnhildi Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra innviðaráðuneytisins með 3,8 milljónir króna og Harald Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóra með 3,4 milljónir. Öll voru þau með hærri tekjur en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands á síðasta ári miðað við útsvarsgreiðslur en Guðni var tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins með 3,2 milljónir á mánuði að jafnaði. Einungis tvær konur birtast í efstu tíu sætum á lista Tekjublaðs Frjálsrar verslunar yfir starfsmenn hins opinbera en ásamt Ragnhildi má þar sjá Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta lýðveldisins í tíunda sæti með 2,8 milljónir króna á mánuði að jafnaði. Tekjuhæstu embættismenn, forstjórar og starfsmenn hins opinbera Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala – 4,5 milljónir króna Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar – 4,1 milljónir króna Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó – 4,0 milljónir króna Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innviðaráðuneytis – 3,8 milljónir króna Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri – 3,4 milljónir króna Gestur Pétursson, fv. Framkvæmdastjóri Veitna – 3,2 milljónir króna Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri Skagafjarðarveitna – 3,1 milljón króna Sigurður Guðjónsson, fv. Forstjóri Hafrannsóknarstofu – 3,0 milljónir króna Ingvar Stefánsson, fv. Frkstj. Fjármála Orkuveitu Rvk. – 3,0 milljónir króna Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti – 2,8 milljónir króna Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í gær en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021 sem var greiddur árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í gær en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021 sem var greiddur árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjur Rekstur hins opinbera Strætó Landsvirkjun Landspítalinn Tengdar fréttir Guðni Th. og Jón Gunnarsson tekjuhæstu stjórnmálamennirnir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands var tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins árið 2022. Næst á eftir koma Jón Gunnarsson, alþingismaður og þáverandi dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 18. ágúst 2023 15:45 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Guðni Th. og Jón Gunnarsson tekjuhæstu stjórnmálamennirnir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands var tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins árið 2022. Næst á eftir koma Jón Gunnarsson, alþingismaður og þáverandi dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 18. ágúst 2023 15:45