Lundi með gigt í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. ágúst 2023 20:30 Lundinn Karen í Vestmannaeyjum, sem er með gigt en er þó öll að koma til vegna góðrar meðhöndlunar, sem hún hefur fengið á safninu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Lundi í Vestmannaeyjum, sem heitir Karen er nú í sérstakri meðferð því hún er með gigt og líður oft illa vegna þess. Á milli verkja fær hún að fara í dagdvöl með hinum lundunum en hún er einstaklega klár að synda. Það hefur verið mikið að gera á Sea Life Trust safninu í Vestmannaeyjum í sumar enda mikið af ferðamönnum í eyjunni. Það eru alþjóðleg góðgerðasamtök, sem reka safnið. Lundarnir þar vekja alltaf mikinn áhuga fólks en þar eru 10 lundar til sýnis, sem fólk keppist við að mynda þegar þeir synda eða stilla sér upp fyrir framan myndavélarnar. En inn á safninu er lundi með gigt, sem dvelur á sérstakri sjúkrastofuþar sem hann fær sérstaka meðhöndlun. Ástæðan er sú að þar er sérstök sjúkrastofa þar sem hugað er að veikindum lundanna ef þeir eru slappir eða eitthvað lélegir. Oft hressast þeir við ef þeir fá ný veidda loðna en hún er þó ekki alltaf þeginn því Karen hunsar oft loðnuna. „Þegar hún kom til okkar þá gat hún rosalega lítið labbað og átti mjög erfitt með gang en hún er búin að vera í stöðugri endurhæfingu hjá okkur. Hún er með gigt í mjöðmunum,” segir Þóra Gísladóttir, framkvæmdastjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum og bætir við. „Það er búið að vera að vinna rosalega mikið með hana og þá með fæturna sérstaklega. Karen er ofboðslega klár að synda, það virðist ekki þvælast fyrir henni en hún á erfitt með gang eins og maður getur séð, þá haltrar hún um en er orðin miklu betri en hún var.” Þóra segir að Karen fari alltaf í dagdvöl til hinna lundann á daginn. „Þá fer hún í dagdvöl og fær að synda með þeim og henni finnst það rosalega gaman en hún er í herberginu sína yfir nóttina á meðan það er engin til að fylgjast með,” segir Þóra. Þóra Gísladóttir, sem er framkvæmdastjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum. Þóra segir að á pysjutímabilinu sem stendur nú yfir í Vestmannaeyjum komi alltaf einhverjar pysjur til þeirra á sjúkrastofu safnsins. “Já, það er rétt og meðhöndlun á pysjum er allt önnur núna heldur en hún var hér áður fyrr. Við leggjum rosalega mikla áherslu núna til dæmis að fólk noti hanska því það áttar sig kannski ekki á þvi hvað fitan á höndunum okkar hefur slæmar afleiðingar fyrir pysjurnar til dæmis,” segir Þóra. Heimasíða safnsins Vestmannaeyjar Fuglar Dýr Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Það hefur verið mikið að gera á Sea Life Trust safninu í Vestmannaeyjum í sumar enda mikið af ferðamönnum í eyjunni. Það eru alþjóðleg góðgerðasamtök, sem reka safnið. Lundarnir þar vekja alltaf mikinn áhuga fólks en þar eru 10 lundar til sýnis, sem fólk keppist við að mynda þegar þeir synda eða stilla sér upp fyrir framan myndavélarnar. En inn á safninu er lundi með gigt, sem dvelur á sérstakri sjúkrastofuþar sem hann fær sérstaka meðhöndlun. Ástæðan er sú að þar er sérstök sjúkrastofa þar sem hugað er að veikindum lundanna ef þeir eru slappir eða eitthvað lélegir. Oft hressast þeir við ef þeir fá ný veidda loðna en hún er þó ekki alltaf þeginn því Karen hunsar oft loðnuna. „Þegar hún kom til okkar þá gat hún rosalega lítið labbað og átti mjög erfitt með gang en hún er búin að vera í stöðugri endurhæfingu hjá okkur. Hún er með gigt í mjöðmunum,” segir Þóra Gísladóttir, framkvæmdastjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum og bætir við. „Það er búið að vera að vinna rosalega mikið með hana og þá með fæturna sérstaklega. Karen er ofboðslega klár að synda, það virðist ekki þvælast fyrir henni en hún á erfitt með gang eins og maður getur séð, þá haltrar hún um en er orðin miklu betri en hún var.” Þóra segir að Karen fari alltaf í dagdvöl til hinna lundann á daginn. „Þá fer hún í dagdvöl og fær að synda með þeim og henni finnst það rosalega gaman en hún er í herberginu sína yfir nóttina á meðan það er engin til að fylgjast með,” segir Þóra. Þóra Gísladóttir, sem er framkvæmdastjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum. Þóra segir að á pysjutímabilinu sem stendur nú yfir í Vestmannaeyjum komi alltaf einhverjar pysjur til þeirra á sjúkrastofu safnsins. “Já, það er rétt og meðhöndlun á pysjum er allt önnur núna heldur en hún var hér áður fyrr. Við leggjum rosalega mikla áherslu núna til dæmis að fólk noti hanska því það áttar sig kannski ekki á þvi hvað fitan á höndunum okkar hefur slæmar afleiðingar fyrir pysjurnar til dæmis,” segir Þóra. Heimasíða safnsins
Vestmannaeyjar Fuglar Dýr Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent