Búa sig undir flóð og „sögulega mikla“ rigningu vegna Hilary Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2023 23:31 Íbúar í San Bernardino í Kaliforníu undirbúa sig undir komu Hilary með því að safna sandi í poka til að nýta í flóðavarnir. Vísir/AP Yfirvöld í Mexíkó og í Bandaríkjunum búa sig nú undir komu fellibylsins Hilary en því mun fylgja gríðarleg rigning og búa yfirvöld í Kaliforníuríki sig undir mikil flóð vegna veðurofsans sem óttast er að geti valdið mannskaða. Í umfjöllun Guardian kemur fram að fellibylurinn sé nú skammt frá vesturströnd Bandaríkjanna og Mexíkó. Búist er við því að veðurofsinn fari minnkandi á næstu dögum og verði orðinn að hitabeltisstormi þegar hann fer yfir suðurhluta Kaliforníuríkis. Ef af verður er um að ræða fyrsta hitabeltisstorminn sem fer yfir Kaliforníu í 84 ár. Hafa yfirvöld í Bandaríkjunum áhyggjur af þeirri gríðarlegu rigningu sem fylgja mun veðrinu og flóðum sem munu fylgja. Yfirvöld í Mexíkó hafa þegar gert ráðstafanir vegna komu Hilary og meðal annars boðað lokun skóla næstu daga. Haft er eftir Montserrat Caballero Ramírez, borgarstjóra Tíjúana borgar þar sem búa yfir 1,9 milljónir manna, að opnaðar verði í hið minnsta fjórar fjöldahjálparstöðvar í borginni á meðan veðrið ríður yfir. Í umfjöllun Guardian kemur fram að yfirvöld í suðurhluta Kaliforníuríkis hafi á meðan róið að því öllum árum að koma heimilislausu fólki í skjól áður en veðrið ríður yfir. Þá hefur Joe Biden, Bandaríkjaforseti, sagt ríkisstjórnina fylgjast með málum vegna veðursins. Haft er eftir Janice Hahn, formanni viðbragðsnefndar á vegum Los Angeles sýslu að enginn hafi búist við því að þurfa nokkurn tímann að þurfa að undirbúa sig undir slíkt veður. Verið sé að vinna að því að aðstoða íbúa við að undirbúa sig fyrir veðrið, meðal annars með því að útdeila sandpokum til flóðvarna. Þá er haft eftir Kristen Corbosiero, loftlagsvísindamanni á vegum Albany háskóla að ef rigni eins mikið og búist sé við, sé það sögulegt met. Búist er við um sex sentímetra rigningu. „Slíkt hefur aldrei áður gerst í suðurhluta Kaliforníu,“ segir Kristen. Bandaríkin Mexíkó Náttúruhamfarir Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Í umfjöllun Guardian kemur fram að fellibylurinn sé nú skammt frá vesturströnd Bandaríkjanna og Mexíkó. Búist er við því að veðurofsinn fari minnkandi á næstu dögum og verði orðinn að hitabeltisstormi þegar hann fer yfir suðurhluta Kaliforníuríkis. Ef af verður er um að ræða fyrsta hitabeltisstorminn sem fer yfir Kaliforníu í 84 ár. Hafa yfirvöld í Bandaríkjunum áhyggjur af þeirri gríðarlegu rigningu sem fylgja mun veðrinu og flóðum sem munu fylgja. Yfirvöld í Mexíkó hafa þegar gert ráðstafanir vegna komu Hilary og meðal annars boðað lokun skóla næstu daga. Haft er eftir Montserrat Caballero Ramírez, borgarstjóra Tíjúana borgar þar sem búa yfir 1,9 milljónir manna, að opnaðar verði í hið minnsta fjórar fjöldahjálparstöðvar í borginni á meðan veðrið ríður yfir. Í umfjöllun Guardian kemur fram að yfirvöld í suðurhluta Kaliforníuríkis hafi á meðan róið að því öllum árum að koma heimilislausu fólki í skjól áður en veðrið ríður yfir. Þá hefur Joe Biden, Bandaríkjaforseti, sagt ríkisstjórnina fylgjast með málum vegna veðursins. Haft er eftir Janice Hahn, formanni viðbragðsnefndar á vegum Los Angeles sýslu að enginn hafi búist við því að þurfa nokkurn tímann að þurfa að undirbúa sig undir slíkt veður. Verið sé að vinna að því að aðstoða íbúa við að undirbúa sig fyrir veðrið, meðal annars með því að útdeila sandpokum til flóðvarna. Þá er haft eftir Kristen Corbosiero, loftlagsvísindamanni á vegum Albany háskóla að ef rigni eins mikið og búist sé við, sé það sögulegt met. Búist er við um sex sentímetra rigningu. „Slíkt hefur aldrei áður gerst í suðurhluta Kaliforníu,“ segir Kristen.
Bandaríkin Mexíkó Náttúruhamfarir Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira