Hjólastólavinir leigðu sér þyrlu til að hitta mótorhjólavini sína Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. ágúst 2023 21:00 Hjörtur og Guðni með félögum sínum í BMW mótorhjólaklúbbnum í Galtalæk í gærkvöldi. Aðsend Tveir vinir í hjólastólum, sem báðir slösuðust í sitt hvoru slysinu á mótorhjólum í byrjun sumars komu vinum sínum í BMW mótorhjólaklúbbnum heldur betur á óvart í gærkvöldi þegar þeir mættu á þyrlu í Galtalækjarskóg til að taka þátt í veislu klúbbsins. Þyrlan, sem félagarnir leigðu frá Reykjavík kom við á Selfoss og sótti fréttamann og svo var haldið beint í Galtalæk í Rangárþingi ytra og þar datt andlitið nánast af mönnum þegar þeir sáu þyrluna koma og félagana sína tvo í hjólastólunum koma út úr þyrlunni. Til að hafa húmorinn í lagi var þyrlan merkt sem Sjúkradeildin enda félagarnir búnir að vera meira og minna á sjúkrahúsi og á Grensás í sumar. Hér erum við að tala um þá Guðna Þorbjörnsson og Hjört L. Jónsson, sem báðir eru í hjólastólum eftir sitt hvort mótorhjólaslysið en þeir vonast þó báðir til að losna úr stólunum með tíð og tíma eftir mikla endurhæfingu. Þeim var vel fagnað við þyrluna af félögum sínum í BMW Mótorhjólaklúbbnum með allskonar faðmlögum „Það átti eiginlega engin von á þessu en þessir drengir klikka ekki á einu eða neinu, það er alveg sama hvað þeir taka sér fyrir hendur, þeir bara ganga í hlutina og klára þá,” segir Guðmundur Ragnarsson, formaður BMW mótorhjólaklúbbsins. Hjörtur (t.v.) og Guðni, sem eru báðir í hjólastólum eftir sitthvort mótorhjólaslysið fyrr í sumar. Þeir vonast báðir til að losna úr stólunum með tíð og tíma.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum búnir að sitja saman inni í allt sumar,” segir Hjörtur og bætir Guðni við „á Landspítalanum og sjúkra eitthvað.“ „Ég var mjög veikur þannig að ég endaði líka í hjólastól og var með honum á spítalanum,” segir Guðni. Og þið eruð saman í þessum skrýtna karlahóp? „Já, þetta er mjög flottur hópur og þetta eru okkar traustustu og bestu vinir, sem við eigum,“ segir Guðni. „Við söknuðum þeirra svo mikið að við ákváðum að hitta þá hér í kvöld,“ bætir Hjörtur við. „Það eina sem við gátum gert var að fá þyrlu til að skutla okkur hingað og hitta vinina og hérna erum við,” segir Guðni alsæll. Félagar þeirra Guðna og Hjartar áttu ekki til orð þegar þeir komu á þyrlunni í Galtalæk til að hitta þá til að eiga góða stund með þeim. Mikið var hlegið og fíflast í þessa klukkustund, sem stoppað var á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þyrluflugmaðurinn hafði gaman af fluginu. „Já, já, maður lætur plata sig út í allskonar. Þetta er mjög skemmtilegt enda mjög góður hópur, sem við erum að hitta hérna og búið að vera mjög gaman bara,” segir Reynir Freyr Pétursson, þyrluflugmaður hjá HeliAir Iceland. Reynir Freyr Pétursson þyrluflugmaður hjá HeilAir Iceland, sem flaug með félagana í Galtalæk og hafði gaman af.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Sjá meira
Þyrlan, sem félagarnir leigðu frá Reykjavík kom við á Selfoss og sótti fréttamann og svo var haldið beint í Galtalæk í Rangárþingi ytra og þar datt andlitið nánast af mönnum þegar þeir sáu þyrluna koma og félagana sína tvo í hjólastólunum koma út úr þyrlunni. Til að hafa húmorinn í lagi var þyrlan merkt sem Sjúkradeildin enda félagarnir búnir að vera meira og minna á sjúkrahúsi og á Grensás í sumar. Hér erum við að tala um þá Guðna Þorbjörnsson og Hjört L. Jónsson, sem báðir eru í hjólastólum eftir sitt hvort mótorhjólaslysið en þeir vonast þó báðir til að losna úr stólunum með tíð og tíma eftir mikla endurhæfingu. Þeim var vel fagnað við þyrluna af félögum sínum í BMW Mótorhjólaklúbbnum með allskonar faðmlögum „Það átti eiginlega engin von á þessu en þessir drengir klikka ekki á einu eða neinu, það er alveg sama hvað þeir taka sér fyrir hendur, þeir bara ganga í hlutina og klára þá,” segir Guðmundur Ragnarsson, formaður BMW mótorhjólaklúbbsins. Hjörtur (t.v.) og Guðni, sem eru báðir í hjólastólum eftir sitthvort mótorhjólaslysið fyrr í sumar. Þeir vonast báðir til að losna úr stólunum með tíð og tíma.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum búnir að sitja saman inni í allt sumar,” segir Hjörtur og bætir Guðni við „á Landspítalanum og sjúkra eitthvað.“ „Ég var mjög veikur þannig að ég endaði líka í hjólastól og var með honum á spítalanum,” segir Guðni. Og þið eruð saman í þessum skrýtna karlahóp? „Já, þetta er mjög flottur hópur og þetta eru okkar traustustu og bestu vinir, sem við eigum,“ segir Guðni. „Við söknuðum þeirra svo mikið að við ákváðum að hitta þá hér í kvöld,“ bætir Hjörtur við. „Það eina sem við gátum gert var að fá þyrlu til að skutla okkur hingað og hitta vinina og hérna erum við,” segir Guðni alsæll. Félagar þeirra Guðna og Hjartar áttu ekki til orð þegar þeir komu á þyrlunni í Galtalæk til að hitta þá til að eiga góða stund með þeim. Mikið var hlegið og fíflast í þessa klukkustund, sem stoppað var á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þyrluflugmaðurinn hafði gaman af fluginu. „Já, já, maður lætur plata sig út í allskonar. Þetta er mjög skemmtilegt enda mjög góður hópur, sem við erum að hitta hérna og búið að vera mjög gaman bara,” segir Reynir Freyr Pétursson, þyrluflugmaður hjá HeliAir Iceland. Reynir Freyr Pétursson þyrluflugmaður hjá HeilAir Iceland, sem flaug með félagana í Galtalæk og hafði gaman af.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Sjá meira