Þrisvar reitt til höggs Gylfi Þór Gíslason skrifar 21. ágúst 2023 07:19 Um hvað snýst lífið annað en að líða vel og það gerist ef fólk hefur góða heilsu, fjölskyldu hjá sér og lífsviðurværi, þ.e. vinnu sér og sínum til framdráttar. Á Íslandi velur fólk að búa víða um land. Í dreifbýli eða þéttbýli. Sumir hafa ákveðið að flytja af landi brott, nauðugt viljugt. Þannig hefur það verið öldum saman á Íslandi. Lengi mátti almúginn ekki svo mikið sem eiga spotta. Margir flýðu land á öldum áður og gera enn. En fólk hefur reyndar ekki alltaf haft val um að búa hvar sem er á landinu. Of oft hefur lífsviðurværi fólks verið kippt undan því og það neyðst til að flytja búferlum vegna geðþótta ákvarðanna atvinnurekenda eða vegna ákvarðana stjórnvalda. Nú í sumar hefur þrisvar sinnum verið reitt til höggs í Norð-Vesturkjördæmi. Það er vegna ákvarðanna fyrirtækjaeiganda rækjuvinnslunnar á Hólmavík að loka eftir 58 ára starfsemi og segja þar með upp öllum starfsmönnum fyrirtækisins eða 21 starfsmanni, sem er ansi há prósenta vinnandi fólks á svæðinu. Þá er það lokun starfsstöðar Skaginn 3X á Ísafirði. Þar missa 27 manns vinnuna. Þessu til viðbótar er ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að setja á hvalveiðibann sólarhring áður en veiðar áttu að hefjast. Þetta snýst ekki um hvort hvalveiðar séu réttlætanlegar eða ekki. Hvernig staðið var að framkvæmd þessarar stöðvunar er rangt. Þessar ákvarðanir fjármagnseigenda og ríkissvalds kosta fjölda starfsmanna þessara fyrirtækja atvinnuna og leiðir til ómældra óþæginda og óöryggis hjá þessum starfsmönnum og fjölskyldum þeirra. Þá koma til afleiddu áhrifin einnig. Þegar fjölskylda flytur í burtu vegna atvinnumissis fækkar mögulega börnum í leik- og grunnskólum og það aftur getur þýtt færri störf á þeim vettvangi. Þannig að það eru ekki bara störfin í þessum fyrirtækjum sem tapast á þessum svæðum heldur tapast fleiri störf og skattttekjur til sveitarfélaga í kjölfarið á fækkunar á störfum. Það er ólíðandi hvernig fjármagnseigendur og ríkisvaldið getur leyft sér að haga sér gagnvart launþegum og svona ákvarðanar bíta fast í fámennum og viðkvæmum byggðum landsbyggðarinnar. Starfsmenn stökkva ekki í vinnu á næsta hóteli eða í ferþaþjónustufyrirtæki. Þetta eru oft sérhæfð störf og þekking sem þar með fer af svæðinu. Réttur hins vinnandi manns virðist vera enginn. Við lokun Hólmadrangs á Hólmavík er enn eitt dæmi um slæma stöðu hinna dreifðu byggða varðandi atvinnuöryggi er kemur að sjávarútvegi. Við lokun starfsstöðvarinnar Skaginn 3X á Ísafirði er með ólíkindum þar sem fyrirtækið skuli loka á Ísafirði, miðað við allan þann uppgang sem er á stór Ísafjarðarsvæðinu núna. Að lokum er með ólíkindum hvernig ráðherra matvæla skuli voga sér að stöðva hvalveiðar nokkrum klukustundum áður en þær áttu að hefjast. Það þarf að koma á meira atvinnuöryggi og að svona lagað geti ekki átt sér stað. Það þarf að koma á atvinnulýðræði á Íslandi þar sem launþegar eru aðilar að ákvörðunum er snerta hag þeirra, kjör og atvinnuöryggi. Höfundur er formaður Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarinnar á Vestfjörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strandabyggð Ísafjarðarbær Byggðamál Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Um hvað snýst lífið annað en að líða vel og það gerist ef fólk hefur góða heilsu, fjölskyldu hjá sér og lífsviðurværi, þ.e. vinnu sér og sínum til framdráttar. Á Íslandi velur fólk að búa víða um land. Í dreifbýli eða þéttbýli. Sumir hafa ákveðið að flytja af landi brott, nauðugt viljugt. Þannig hefur það verið öldum saman á Íslandi. Lengi mátti almúginn ekki svo mikið sem eiga spotta. Margir flýðu land á öldum áður og gera enn. En fólk hefur reyndar ekki alltaf haft val um að búa hvar sem er á landinu. Of oft hefur lífsviðurværi fólks verið kippt undan því og það neyðst til að flytja búferlum vegna geðþótta ákvarðanna atvinnurekenda eða vegna ákvarðana stjórnvalda. Nú í sumar hefur þrisvar sinnum verið reitt til höggs í Norð-Vesturkjördæmi. Það er vegna ákvarðanna fyrirtækjaeiganda rækjuvinnslunnar á Hólmavík að loka eftir 58 ára starfsemi og segja þar með upp öllum starfsmönnum fyrirtækisins eða 21 starfsmanni, sem er ansi há prósenta vinnandi fólks á svæðinu. Þá er það lokun starfsstöðar Skaginn 3X á Ísafirði. Þar missa 27 manns vinnuna. Þessu til viðbótar er ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að setja á hvalveiðibann sólarhring áður en veiðar áttu að hefjast. Þetta snýst ekki um hvort hvalveiðar séu réttlætanlegar eða ekki. Hvernig staðið var að framkvæmd þessarar stöðvunar er rangt. Þessar ákvarðanir fjármagnseigenda og ríkissvalds kosta fjölda starfsmanna þessara fyrirtækja atvinnuna og leiðir til ómældra óþæginda og óöryggis hjá þessum starfsmönnum og fjölskyldum þeirra. Þá koma til afleiddu áhrifin einnig. Þegar fjölskylda flytur í burtu vegna atvinnumissis fækkar mögulega börnum í leik- og grunnskólum og það aftur getur þýtt færri störf á þeim vettvangi. Þannig að það eru ekki bara störfin í þessum fyrirtækjum sem tapast á þessum svæðum heldur tapast fleiri störf og skattttekjur til sveitarfélaga í kjölfarið á fækkunar á störfum. Það er ólíðandi hvernig fjármagnseigendur og ríkisvaldið getur leyft sér að haga sér gagnvart launþegum og svona ákvarðanar bíta fast í fámennum og viðkvæmum byggðum landsbyggðarinnar. Starfsmenn stökkva ekki í vinnu á næsta hóteli eða í ferþaþjónustufyrirtæki. Þetta eru oft sérhæfð störf og þekking sem þar með fer af svæðinu. Réttur hins vinnandi manns virðist vera enginn. Við lokun Hólmadrangs á Hólmavík er enn eitt dæmi um slæma stöðu hinna dreifðu byggða varðandi atvinnuöryggi er kemur að sjávarútvegi. Við lokun starfsstöðvarinnar Skaginn 3X á Ísafirði er með ólíkindum þar sem fyrirtækið skuli loka á Ísafirði, miðað við allan þann uppgang sem er á stór Ísafjarðarsvæðinu núna. Að lokum er með ólíkindum hvernig ráðherra matvæla skuli voga sér að stöðva hvalveiðar nokkrum klukustundum áður en þær áttu að hefjast. Það þarf að koma á meira atvinnuöryggi og að svona lagað geti ekki átt sér stað. Það þarf að koma á atvinnulýðræði á Íslandi þar sem launþegar eru aðilar að ákvörðunum er snerta hag þeirra, kjör og atvinnuöryggi. Höfundur er formaður Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarinnar á Vestfjörðum.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar