Toney rýfur þögnina í opinskáu viðtali: Situr af sér átta mánaða bann Aron Guðmundsson skrifar 21. ágúst 2023 13:00 Ivan Toney var til viðtals í hlaðvarpinu The Diary of a CEO Vísir/Skjáskot Ivan Toney, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford hefur í fyrsta sinn tjáð sig um veðmálafíkn sína og brot sín á veðmálareglum sem sáu til þess að hann var dæmdur í langt bann frá knattspyrnuiðkun. Í opinskáu viðtali í hlaðvarpinu The Diary of a CEO greinir Toney, sem nú situr af sér átta mánaða bann sökum brota á veðmálareglum, frá því að hann sé nú hættur að veðja á leiki og þá segist hann einnig hafa logið að rannsakendum í fyrstu yfirheyrslum. Ákærurnar á hendur Toney fyrir brot á veðmálareglum voru alls 232 talsins og segist Toney sjálfur ekki ráma í að hafa framið öll brotin sem eru tilgreind í ákærunum. Hann hafi hins vegar gengist við þeim öllum til þess að klára málið af. „Ég ætlaði mér bara að hafna öllum ásökunum og hélt að það yrði allt í góðu því þeir myndu ekki finna neitt, en þá sýndu þeir mér allt það sem þeir voru með í höndunum.“ Það að Toney hafi gengist við öllum brotunum mun hafa stytt bannið úr fimmtán mánuðum niður í átta en hann á erfitt með að sætta sig við ýmislegt í ferlinu, frá því að fyrstu fréttir birtust í fjölmiðlum af brotunum skömmu fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Toney í leik með Brentford Vísir/Getty Stærsta refsingin var að missa af HM Toney hafði verið á miklu flugi í liði enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford og voru taldar góðar líkur á því að hann yrði hluti af leikmannahópi enska landsliðsins á HM í Katar. Ásakanirnar litu dagsins ljós í fjölmiðlum og þá varð fljótt ljóst að HM draumur hans væri úti. „Ég hugsa að þessar ásakanir, varðandi brot á veðmálareglum, spili þar stóra rullu,“ segir Toney sem hefur mikið velt fyrir sér tímasetningunni á því að orómurinn um brot hans fór af stað og svo þegar að ákveðið var að refsa honum. Toney í leik með enska landsliðinuVísir/Getty Þannig að þú telur að þeir hafi hent fréttinni fram á sínum tíma til þess að koma í veg fyrir að þú myndir spila fyrir England? „Meðal annars, en einnig til þess að gera þetta að stærri frétt. Það er mín persónulega skoðun á þessu máli. Ef þú ert með leikmann, sem er á leiðinni á heimsmeistaramótið með enska landsliðinu sem er sakaður um brot á veðmálareglum, þá er það stærri frétt (heldur en að leikmaður Brentford væri sakaður um þau brot).“ „Tímasetningin engin tilviljun“ Enska landsliðið spilar undir merkjum enska knattspyrnusambandið sem er einnig með dómsvaldið innan enskrar knattspyrnu og setti fram ákærurnar á hendur Toney. Maður myndi áætla að það hafi sett fram ákærurnar á þessum tímapunkti því ef sambandið hefði ekki gert það gæti það haft í för með sér afleiðingar fyrir enska landsliðið eða álit fólks á liðinu. „Ábyggilega mér finnst tímasetningin allavegana engin tilviljun en að þurfa að eiga bæði við afleiðingarnar þegar fréttin fer í loftið og svo eftir síðasta tímabil þegar að ég var dæmdur í átta mánaða bann svona löngu eftir. Stærsta refsingin fyrir mig var að missa af tækifærinu á því að spila á heimsmeistaramótinu. Það særði mig meira. Mér leið mjög illa á þeim tímapunkti, fannst eins og einhver væri að reyna ná sér niður á mér og koma í veg fyrir að ég myndi spila fyrir enska landsliðið.“ Hann hefur þurft að verma sæti í stúkunni á heimavelli Brentford undanfarið Vísir/Getty Toney tekur fulla ábyrgð á sínum gjörðum og ætlar sér að koma sterkari til baka þegar að bannið hans rennur út í janúar á næsta ári. „Það er mikið af efasemdarröddum þarna úti sem telja að ég verði ekki sami leikmaðurinn þegar að ég sný til baka og þær hafa rétt fyrir sér. Ég verð ekki sami maður, ég verð enn betri maður en sá sem var að skora öll þessi mörk fyrir bannið.“ Enski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Sjá meira
Í opinskáu viðtali í hlaðvarpinu The Diary of a CEO greinir Toney, sem nú situr af sér átta mánaða bann sökum brota á veðmálareglum, frá því að hann sé nú hættur að veðja á leiki og þá segist hann einnig hafa logið að rannsakendum í fyrstu yfirheyrslum. Ákærurnar á hendur Toney fyrir brot á veðmálareglum voru alls 232 talsins og segist Toney sjálfur ekki ráma í að hafa framið öll brotin sem eru tilgreind í ákærunum. Hann hafi hins vegar gengist við þeim öllum til þess að klára málið af. „Ég ætlaði mér bara að hafna öllum ásökunum og hélt að það yrði allt í góðu því þeir myndu ekki finna neitt, en þá sýndu þeir mér allt það sem þeir voru með í höndunum.“ Það að Toney hafi gengist við öllum brotunum mun hafa stytt bannið úr fimmtán mánuðum niður í átta en hann á erfitt með að sætta sig við ýmislegt í ferlinu, frá því að fyrstu fréttir birtust í fjölmiðlum af brotunum skömmu fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Toney í leik með Brentford Vísir/Getty Stærsta refsingin var að missa af HM Toney hafði verið á miklu flugi í liði enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford og voru taldar góðar líkur á því að hann yrði hluti af leikmannahópi enska landsliðsins á HM í Katar. Ásakanirnar litu dagsins ljós í fjölmiðlum og þá varð fljótt ljóst að HM draumur hans væri úti. „Ég hugsa að þessar ásakanir, varðandi brot á veðmálareglum, spili þar stóra rullu,“ segir Toney sem hefur mikið velt fyrir sér tímasetningunni á því að orómurinn um brot hans fór af stað og svo þegar að ákveðið var að refsa honum. Toney í leik með enska landsliðinuVísir/Getty Þannig að þú telur að þeir hafi hent fréttinni fram á sínum tíma til þess að koma í veg fyrir að þú myndir spila fyrir England? „Meðal annars, en einnig til þess að gera þetta að stærri frétt. Það er mín persónulega skoðun á þessu máli. Ef þú ert með leikmann, sem er á leiðinni á heimsmeistaramótið með enska landsliðinu sem er sakaður um brot á veðmálareglum, þá er það stærri frétt (heldur en að leikmaður Brentford væri sakaður um þau brot).“ „Tímasetningin engin tilviljun“ Enska landsliðið spilar undir merkjum enska knattspyrnusambandið sem er einnig með dómsvaldið innan enskrar knattspyrnu og setti fram ákærurnar á hendur Toney. Maður myndi áætla að það hafi sett fram ákærurnar á þessum tímapunkti því ef sambandið hefði ekki gert það gæti það haft í för með sér afleiðingar fyrir enska landsliðið eða álit fólks á liðinu. „Ábyggilega mér finnst tímasetningin allavegana engin tilviljun en að þurfa að eiga bæði við afleiðingarnar þegar fréttin fer í loftið og svo eftir síðasta tímabil þegar að ég var dæmdur í átta mánaða bann svona löngu eftir. Stærsta refsingin fyrir mig var að missa af tækifærinu á því að spila á heimsmeistaramótinu. Það særði mig meira. Mér leið mjög illa á þeim tímapunkti, fannst eins og einhver væri að reyna ná sér niður á mér og koma í veg fyrir að ég myndi spila fyrir enska landsliðið.“ Hann hefur þurft að verma sæti í stúkunni á heimavelli Brentford undanfarið Vísir/Getty Toney tekur fulla ábyrgð á sínum gjörðum og ætlar sér að koma sterkari til baka þegar að bannið hans rennur út í janúar á næsta ári. „Það er mikið af efasemdarröddum þarna úti sem telja að ég verði ekki sami leikmaðurinn þegar að ég sný til baka og þær hafa rétt fyrir sér. Ég verð ekki sami maður, ég verð enn betri maður en sá sem var að skora öll þessi mörk fyrir bannið.“
Enski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Sjá meira