Útskrifaðist úr grunnskóla í vor en byrjar ekki í menntaskóla í dag eins og önnur börn Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. ágúst 2023 14:42 Mæðginin Kristján Jakov og Marina á góðri stundu. Marina hefur reynt að berjast fyrir því að sonur sinn fái pláss í skóla sem sinnir hans þörfum en það hefur ekki gengið. Aðsent Kristján Jakov Lazarev útskrifaðist úr Klettaskóla í vor en byrjar ekki í menntaskóla í dag eins og önnur börn. Móðir hans segir að honum hafi verið synjað um pláss í skólunum tveimur sem hentuðu honum en hann er einhverfur, mállaus og með þroskahömlun. Hún segist hafa verið send á milli fólks í kerfinu og fái engin almennileg svör. „Sonur minn var í Klettaskóla og útskrifast núna í vor. Svo vorum við að sækja um menntaskólanám. Fyrsta valið var Fjölbrautaskólinn í Ármúla og annað valið var sérdeild í Menntaskólanum í Kópavogi. Okkur var synjað frá báðum skólum,“ segir Marina Lazareva, móðir Kristjáns. Í bréfi sem þau fengu í kjölfarið var þeim tjáð að sonur þeirra væri kominn á biðlista, það væri verið að vinna í málinu og það myndi vonandi reddast sem fyrst. Hverjar voru ástæður fyrir synjuninni? „Ég sendi bréf til skólameistara í júnímánuði og bað um rökstuðning. Frá Fjölbraut í Ármúla kom svar frá Magnúsi [skólameistara] að það væri fullt í skólanum og Jakov væri einn af þeim sem hefði verið synjað,“ segir Marina. „Rökstuðning frá MK fékk ég ekki fyrr en í ágúst þegar ég hringdi í skrifstofuna þegar hún opnaði eftir Verslunarmannahelgi og bað um rökstuðning. Ég fékk sama svar, skólinn er fullur og við getum ekki tekið á móti fleiri einstaklingum.“ Erfitt að sækja meira fjármagn Fjölskyldunni bauðst í upphafi árs að Jakov kæmist að í Fjölbrautaskólanum í Mosfellsbæ. Á móti fengi hann að komast að í Klettabæ sem er sértækt úrræði fyrir einstaklinga á öllum aldri. Það henti Jakov hins vegar ekki samkvæmt Marinu. Marina hefur unnið í tæp tuttugu ár hjá Ási styrktarfélagi, sjálfseignarstofnun sem þjónustar fatlað fólk.Aðsent „Við búum í Mosó og erum búin að heimsækja skólann. Þetta hentar okkur engan veginn og starfsfólk Klettaskóla var sammála okkur. Það er ekkert úrræði fyrir hann þar,“ segir hún. Hvers vegna hentar Fjölbrautaskólinn í Mosfellsbæ ekki? „Þessi einstaklingur þarf mikla umönnun sem FMOS bjóða ekki upp á,“ segir hún. „Strákurinn er greindur með einhverfu og þroskahömlun. Hann var alltaf með mann með sér, yfirleitt tvo í liðveislu. Þetta er rosalega krefjandi einstaklingur, hann er mállaus og talar ekki,“ segir Marina. „Ef þið viljið fá þessa þjónustu, sérmann sem þarf að vinna með honum, þá þurfum við að sækja meira fjármagn sem er rosalega erfitt. Við lofum engu af því við þurfum fjármagn til að ráða meira fólk í vinnu,“ segir Marina að hafi verið sagt við þau þar. Fáir starfsmenn og starfið á grunnstigi Þegar fjölskyldan var í fríi erlendis í júlí fengu þau hringingu frá Menntamálastofnun og var þeim boðið að koma í heimsókn í Kvennó að skoða sérbrautina sem opnar þar í haust. Kristján útskrifaðist úr Klettaskóla í vor en er enn í lausu lofti hvað varðar menntaskólapláss.Aðsent „Þetta var rosaseint en við mættum samt í Kvennó,“ segir Marina. Þar fengu þau kynningu á nýju sérnámsbrautinni. Fjölskyldan hafi strax spurt út í það hversu margir yrðu á brautinni og hversu margir starfsmenn yrðu með nemendunum. „Þetta hljómar þannig að það eru tíu nemendur á móti tveimur starfsmönnum,“ segir Marina. „Skólinn er ekki með neitt prógram, þetta er á núllstigi og þetta hentar okkur alls ekki,“ segir hún. Marina segir að brautin sé ennþá í það mikilli mótun að þau hafi ekki fengið nein almennileg svör um hvernig starfið yrði skipulagt. Það væri unnið í samstarfi við aðra skóla en síðan var þeim sagt að það væri svo fallegt umhverfi að farið væri með börnin út að labba. Marina segir það ekki vera ásættanlegt námsfyrirkomulag. Allir bekkjarfélagarnir komnir í FÁ „Við erum búin að sækja um skóla sem hentar okkar einstakling. Ár eftir ár gerist það sama, við foreldrar fylgjumst með því, það er engin breyting í kerfinu,“ segir hún. Þá veltir hún því líka fyrir sér hvaða formúla sé notuð til að taka einstaklinga inn í skóla. Þegar þau sátu kynningarfund í lok skólaársins í Klettaskóla var þeim tjáð í kynningu að Klettaskólabörn væru alltaf í forgangi. „Það sem er merkilegt er að allir bekkjarfélagar hans eru búnir að komast inn í FÁ nema hann,“ segir hún. „Málið snýst um það að í dag er skólaganga allra byrjuð en við erum heima. Það hringir enginn í okkur. Hvað eigum við að gera? Hvernig gengur þetta með vinnu mannsins míns og með vinnuna hjá mér. Hvað eigum við að gera við son okkar?“ Vill skóla sem sinnir grunnþörfum sonar síns Maðurinn sem þau höfðu verið í sambandi við hjá Menntamálastofnun tjáði þeim í ágúst að hann væri á leiðinni í sumarfrí. Þá var þeim sagt að hafa samband við Þórdísi Sigurðardóttur, sem er yfir Menntamálastofnun. Kristján Jakov Lazarov er einhverfur og með þroskahömlun. Hann hefur þurft mikla þjónustu í gegnum tíðina sem hún segir að Kvennó og FMOS geti ekki boðið.Aðsent Það hafi verið erfitt að þurfa að byrja upp á nýtt að útskýra mál Jakovs. Þá hafi samskipti þeirra Þórdísar ekki endað vel. „Þessi kona var ofboðslega pirruð og svaraði mér dónalega. Eins og hún sagði „Það er búið að bjóða ykkur margt, hvað viljið þið meira?“ Á maður að eiga von á svona svari eða talar hún svona við mig af því ég er útlensk?“ „Svo spurði hún mig hvort ég væri með einhverja manneskju sem talað íslensku betur. Fyrirgefðu, ég skil fullkomlega hvað hún segir og hvað hún meinar,“ segir Marina. „Ég vil skóla sem hentar syni okkar og svarar hans grunnþörfum. Það er nógu mikið að gerast núna, skipta um frístundarheimili, skipta um skóla og missa liðveislu. Það er mikið fyrir þetta fólk að það gerist allt á sama tíma.“ „Hann er óöruggur og skilur ekki hvað er í gangi,“ segir hún. Það sé vont að horfa upp á alla bekkjarfélagana fara í skóla. Það sé enginn sem hringi, ekki einu sinni til að viðurkenna að staðan sé vond og vonlaus. Ekkert gerist þó stöðugt sé verið að vinna í málinu Marina hefur ítrekað reynt að fá svör við því hver staðan sé hjá syni hennar innan kerfisins. Hún hefur verið send á milli aðila hjá bæði Menntamálastofnun og menntamálaráðuneytinu en fær engin svör. „Ég er búinn að heyra í allt sumar, við erum að vinna í þessu,“ segir hún en ekkert gerist. Í síðustu viku sagði sérfræðingur hjá menntamálaráðuneytinu að hún fengi upplýsingar um málið í síðasta lagi á fimmtudag. En það kom barst ekki. Hún sendi tölvupóst á föstudag til að reka á eftir og fékk loksins svar núna upp úr eitt. Þar stóð „Ég þarf að biðja ykkur um meiri biðlund – það er verið að skoða málið en ég hef ekki meiri upplýsingar í bili.“ Vísir hefur óskað eftir svörum frá Þórdísi Sigurðardóttur, forstjóra Menntamálastofnunar. Verið er að vinna í þeim svörum. Börn og uppeldi Réttindi barna Málefni fatlaðs fólks Jafnréttismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Sonur minn var í Klettaskóla og útskrifast núna í vor. Svo vorum við að sækja um menntaskólanám. Fyrsta valið var Fjölbrautaskólinn í Ármúla og annað valið var sérdeild í Menntaskólanum í Kópavogi. Okkur var synjað frá báðum skólum,“ segir Marina Lazareva, móðir Kristjáns. Í bréfi sem þau fengu í kjölfarið var þeim tjáð að sonur þeirra væri kominn á biðlista, það væri verið að vinna í málinu og það myndi vonandi reddast sem fyrst. Hverjar voru ástæður fyrir synjuninni? „Ég sendi bréf til skólameistara í júnímánuði og bað um rökstuðning. Frá Fjölbraut í Ármúla kom svar frá Magnúsi [skólameistara] að það væri fullt í skólanum og Jakov væri einn af þeim sem hefði verið synjað,“ segir Marina. „Rökstuðning frá MK fékk ég ekki fyrr en í ágúst þegar ég hringdi í skrifstofuna þegar hún opnaði eftir Verslunarmannahelgi og bað um rökstuðning. Ég fékk sama svar, skólinn er fullur og við getum ekki tekið á móti fleiri einstaklingum.“ Erfitt að sækja meira fjármagn Fjölskyldunni bauðst í upphafi árs að Jakov kæmist að í Fjölbrautaskólanum í Mosfellsbæ. Á móti fengi hann að komast að í Klettabæ sem er sértækt úrræði fyrir einstaklinga á öllum aldri. Það henti Jakov hins vegar ekki samkvæmt Marinu. Marina hefur unnið í tæp tuttugu ár hjá Ási styrktarfélagi, sjálfseignarstofnun sem þjónustar fatlað fólk.Aðsent „Við búum í Mosó og erum búin að heimsækja skólann. Þetta hentar okkur engan veginn og starfsfólk Klettaskóla var sammála okkur. Það er ekkert úrræði fyrir hann þar,“ segir hún. Hvers vegna hentar Fjölbrautaskólinn í Mosfellsbæ ekki? „Þessi einstaklingur þarf mikla umönnun sem FMOS bjóða ekki upp á,“ segir hún. „Strákurinn er greindur með einhverfu og þroskahömlun. Hann var alltaf með mann með sér, yfirleitt tvo í liðveislu. Þetta er rosalega krefjandi einstaklingur, hann er mállaus og talar ekki,“ segir Marina. „Ef þið viljið fá þessa þjónustu, sérmann sem þarf að vinna með honum, þá þurfum við að sækja meira fjármagn sem er rosalega erfitt. Við lofum engu af því við þurfum fjármagn til að ráða meira fólk í vinnu,“ segir Marina að hafi verið sagt við þau þar. Fáir starfsmenn og starfið á grunnstigi Þegar fjölskyldan var í fríi erlendis í júlí fengu þau hringingu frá Menntamálastofnun og var þeim boðið að koma í heimsókn í Kvennó að skoða sérbrautina sem opnar þar í haust. Kristján útskrifaðist úr Klettaskóla í vor en er enn í lausu lofti hvað varðar menntaskólapláss.Aðsent „Þetta var rosaseint en við mættum samt í Kvennó,“ segir Marina. Þar fengu þau kynningu á nýju sérnámsbrautinni. Fjölskyldan hafi strax spurt út í það hversu margir yrðu á brautinni og hversu margir starfsmenn yrðu með nemendunum. „Þetta hljómar þannig að það eru tíu nemendur á móti tveimur starfsmönnum,“ segir Marina. „Skólinn er ekki með neitt prógram, þetta er á núllstigi og þetta hentar okkur alls ekki,“ segir hún. Marina segir að brautin sé ennþá í það mikilli mótun að þau hafi ekki fengið nein almennileg svör um hvernig starfið yrði skipulagt. Það væri unnið í samstarfi við aðra skóla en síðan var þeim sagt að það væri svo fallegt umhverfi að farið væri með börnin út að labba. Marina segir það ekki vera ásættanlegt námsfyrirkomulag. Allir bekkjarfélagarnir komnir í FÁ „Við erum búin að sækja um skóla sem hentar okkar einstakling. Ár eftir ár gerist það sama, við foreldrar fylgjumst með því, það er engin breyting í kerfinu,“ segir hún. Þá veltir hún því líka fyrir sér hvaða formúla sé notuð til að taka einstaklinga inn í skóla. Þegar þau sátu kynningarfund í lok skólaársins í Klettaskóla var þeim tjáð í kynningu að Klettaskólabörn væru alltaf í forgangi. „Það sem er merkilegt er að allir bekkjarfélagar hans eru búnir að komast inn í FÁ nema hann,“ segir hún. „Málið snýst um það að í dag er skólaganga allra byrjuð en við erum heima. Það hringir enginn í okkur. Hvað eigum við að gera? Hvernig gengur þetta með vinnu mannsins míns og með vinnuna hjá mér. Hvað eigum við að gera við son okkar?“ Vill skóla sem sinnir grunnþörfum sonar síns Maðurinn sem þau höfðu verið í sambandi við hjá Menntamálastofnun tjáði þeim í ágúst að hann væri á leiðinni í sumarfrí. Þá var þeim sagt að hafa samband við Þórdísi Sigurðardóttur, sem er yfir Menntamálastofnun. Kristján Jakov Lazarov er einhverfur og með þroskahömlun. Hann hefur þurft mikla þjónustu í gegnum tíðina sem hún segir að Kvennó og FMOS geti ekki boðið.Aðsent Það hafi verið erfitt að þurfa að byrja upp á nýtt að útskýra mál Jakovs. Þá hafi samskipti þeirra Þórdísar ekki endað vel. „Þessi kona var ofboðslega pirruð og svaraði mér dónalega. Eins og hún sagði „Það er búið að bjóða ykkur margt, hvað viljið þið meira?“ Á maður að eiga von á svona svari eða talar hún svona við mig af því ég er útlensk?“ „Svo spurði hún mig hvort ég væri með einhverja manneskju sem talað íslensku betur. Fyrirgefðu, ég skil fullkomlega hvað hún segir og hvað hún meinar,“ segir Marina. „Ég vil skóla sem hentar syni okkar og svarar hans grunnþörfum. Það er nógu mikið að gerast núna, skipta um frístundarheimili, skipta um skóla og missa liðveislu. Það er mikið fyrir þetta fólk að það gerist allt á sama tíma.“ „Hann er óöruggur og skilur ekki hvað er í gangi,“ segir hún. Það sé vont að horfa upp á alla bekkjarfélagana fara í skóla. Það sé enginn sem hringi, ekki einu sinni til að viðurkenna að staðan sé vond og vonlaus. Ekkert gerist þó stöðugt sé verið að vinna í málinu Marina hefur ítrekað reynt að fá svör við því hver staðan sé hjá syni hennar innan kerfisins. Hún hefur verið send á milli aðila hjá bæði Menntamálastofnun og menntamálaráðuneytinu en fær engin svör. „Ég er búinn að heyra í allt sumar, við erum að vinna í þessu,“ segir hún en ekkert gerist. Í síðustu viku sagði sérfræðingur hjá menntamálaráðuneytinu að hún fengi upplýsingar um málið í síðasta lagi á fimmtudag. En það kom barst ekki. Hún sendi tölvupóst á föstudag til að reka á eftir og fékk loksins svar núna upp úr eitt. Þar stóð „Ég þarf að biðja ykkur um meiri biðlund – það er verið að skoða málið en ég hef ekki meiri upplýsingar í bili.“ Vísir hefur óskað eftir svörum frá Þórdísi Sigurðardóttur, forstjóra Menntamálastofnunar. Verið er að vinna í þeim svörum.
Börn og uppeldi Réttindi barna Málefni fatlaðs fólks Jafnréttismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira