Slökkviliðið hefði tekið húsið fyrir í haust Bjarki Sigurðsson skrifar 22. ágúst 2023 10:55 Birgir Finnsson er starfandi slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefði gert úttekt á húsinu á Hvaleyrarbraut sem brann á sunnudag núna í haust. Starfandi slökkviliðsstjóri telur íbúum í ósamþykktum íbúðum í iðnaðarhúsnæði hafa fjölgað síðustu ár. Í október árið 2021 greindi slökkviliðið frá því að það væri á leið í átak hvað varðar kortlagningu búsetu fólks í atvinnuhúsnæði. Var farið inn í hvert einasta atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og skráð niður hvar væri búseta svo tryggja mætti öryggi þeirra sem búa í slíku húsnæði. Lauk þeirri skoðun síðan veturinn 2022. Var þá kominn listi sem teymi innan slökkviliðsins hefur unnið sig í gegnum síðan þá. Var húsnæðið á Hvaleyrarbraut sem brann síðastliðinn sunnudag á þeim lista. Íbúum í óleyfisbúsetu fjölgi Birgir Finnsson, starfandi slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að stutt hafi verið í að ráðast átti í úttekt á húsinu. Þá sé listinn lifandi og enn sé iðnaðarhúsnæði með óleyfisbúsetu að fjölga. Spilar húsnæðisskortur á höfuðborgarsvæðinu inn í það. „Þetta hús er eitt þeirra sem við ætluðum að fara að vinna í og hefði verið tekið fyrir núna í haust. En því miður hafði því ekki verið, það var ekki núna fyrr en í haust en því miður hafði því ekki verið, það var ekki fyrr en núna í haust sem það hefði verið á listanum. Og þess vegna fór sem fór,“ segir Birgir. Klippa: Ekkert breyst frá Bræðraborgarstígsmálinu Tekur nokkra mánuði Ferlið frá því að úttektin hefst og þar til allir eru fluttir út tekur þó alla jafna nokkra mánuði. Birgir segir það ekki vera þannig að slökkviliðsmenn og lögregla mæti og hendi fólkinu út án alls fyrirvara. „Okkur hefur ekki hugnast það því þó fólk búi við aðstæður sem við teljum að séu ekki nægilega góðar, þá vitum við alla veganna af fólkinu þar. Ef við mætum með einhverju offorsi og lokum, lendir það jafnvel á verri stöðum. Lendir á götunni eða verri stað í búsetu. Þannig við höfum fundið þá leið að fara með upplýsingar og ræða við fólk í húsnæðinu. Gefa ákveðinn frest til þess að það geti fundið sér annan stað,“ segir Birgir. Gagnrýna megi fyrirkomulagið Hann segir að í alvarlegum tilvikum hafi rýmingin verið framkvæmd á skemmri tíma, undir mánuði. Þá megi alveg gagnrýna fyrirkomulag slökkviliðsins. „Spyrja sig hvort fólk sem býr í atvinnuhúsnæði þar sem aðstæður eru ekki góðar að það skuli ekki fara út strax. En við þurfum aðeins að sýna þeim skilning í þeim málum og þeirri húsnæðisleit sem þau þurfa að fara í,“ segir Birgir. Hafnarfjörður Bruni á Hvaleyrarbraut Slökkvilið Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Í október árið 2021 greindi slökkviliðið frá því að það væri á leið í átak hvað varðar kortlagningu búsetu fólks í atvinnuhúsnæði. Var farið inn í hvert einasta atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og skráð niður hvar væri búseta svo tryggja mætti öryggi þeirra sem búa í slíku húsnæði. Lauk þeirri skoðun síðan veturinn 2022. Var þá kominn listi sem teymi innan slökkviliðsins hefur unnið sig í gegnum síðan þá. Var húsnæðið á Hvaleyrarbraut sem brann síðastliðinn sunnudag á þeim lista. Íbúum í óleyfisbúsetu fjölgi Birgir Finnsson, starfandi slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að stutt hafi verið í að ráðast átti í úttekt á húsinu. Þá sé listinn lifandi og enn sé iðnaðarhúsnæði með óleyfisbúsetu að fjölga. Spilar húsnæðisskortur á höfuðborgarsvæðinu inn í það. „Þetta hús er eitt þeirra sem við ætluðum að fara að vinna í og hefði verið tekið fyrir núna í haust. En því miður hafði því ekki verið, það var ekki núna fyrr en í haust en því miður hafði því ekki verið, það var ekki fyrr en núna í haust sem það hefði verið á listanum. Og þess vegna fór sem fór,“ segir Birgir. Klippa: Ekkert breyst frá Bræðraborgarstígsmálinu Tekur nokkra mánuði Ferlið frá því að úttektin hefst og þar til allir eru fluttir út tekur þó alla jafna nokkra mánuði. Birgir segir það ekki vera þannig að slökkviliðsmenn og lögregla mæti og hendi fólkinu út án alls fyrirvara. „Okkur hefur ekki hugnast það því þó fólk búi við aðstæður sem við teljum að séu ekki nægilega góðar, þá vitum við alla veganna af fólkinu þar. Ef við mætum með einhverju offorsi og lokum, lendir það jafnvel á verri stöðum. Lendir á götunni eða verri stað í búsetu. Þannig við höfum fundið þá leið að fara með upplýsingar og ræða við fólk í húsnæðinu. Gefa ákveðinn frest til þess að það geti fundið sér annan stað,“ segir Birgir. Gagnrýna megi fyrirkomulagið Hann segir að í alvarlegum tilvikum hafi rýmingin verið framkvæmd á skemmri tíma, undir mánuði. Þá megi alveg gagnrýna fyrirkomulag slökkviliðsins. „Spyrja sig hvort fólk sem býr í atvinnuhúsnæði þar sem aðstæður eru ekki góðar að það skuli ekki fara út strax. En við þurfum aðeins að sýna þeim skilning í þeim málum og þeirri húsnæðisleit sem þau þurfa að fara í,“ segir Birgir.
Hafnarfjörður Bruni á Hvaleyrarbraut Slökkvilið Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira