Lögreglumenn kalla eftir nafnleynd við skýrslutökur. Á dögunum var kveikt í bifreið lögreglukonu við heimili hennar.
Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir nýja skýrslu um hvalveiðar sýna að veiðarnar séu sóun á fjármunum.
Það getur reynst erfitt að koma fólki út sem býr í iðnaðarhúsnæði, jafnvel þótt eldvarnir séu ekki í lagi segir slökkviliðsstjóri.
Ný reglugerð um íbúakosningar í sveitarfélögunum opnar á 16 ára kosningaaldur og færanlega kjörstaði, til að mynda í bíl.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.